Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.12.1997, Side 68

Læknablaðið - 15.12.1997, Side 68
850 LÆKNABLAÐIÐ 1997; 83 Starfs Ávarp það sem hér birtist flutti Guðjón Lárusson læknir 16. október síöastlið- inn við aflijúpun niinningar- skjaldar um starf St. Jósefs- systra á Landakotsspítala. Þann dag var einnig opnuð öldrunar- og öldrunarlækn- ingadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Kæru St. Jósefssystur Góðir gestir t>að eru raunar tvær óskyldar athafnir sem hér fara fram í dag. Annars vegar er formleg opnun öldrunardeilda, hins vegar há- tíð St. Jósefssystra. Það er ástæða til að fagna opnun öldrunar- og öldrunar- lækningadeildanna. Það mun verða gleðiefni öllum að sjá myndarlega tekið til hendi á einhverju sviði í málefnum aldr- aðra. Það ber að meta ákvörðun þeirra er að þeirri hátíð standa að þeir skuli velja þennan dag, 16. október, og bjóða til hennar St. Jósefssystrum sem eru hér í dag af öðru tilefni, því að í dag eru liðin 95 ár frá því að þær hófu formlegan spítalarekstur. Af því tilefni hefur sjóður er Landakotslæknar stofnuðu á sínum tíma, Styrktarsjóður St. Jósefsspítala Landakoti, ákveð- ið að minnast framtaks þeirra með því að láta gera minningar- skjöld, er hefur verið festur upp frammi í anddyri, en á honum stendur að St. Jósefssystur hafi reist og rekið hér spítala frá 1902 til 1977. Eg hef verið beðinn að minn- ast systranna og spítalareksturs þeirra með nokkrum orðum. Það má vera að þetta verði í síðasta skiptið sem þær eru ávarpaðar á opinberum vett- vangi. St. Jósefssystra St. Jósefssystur eru ekki óvanar því að heyra vel um sig talað og störf sín lofuð á hátíðis- og tyllidögum. Þær taka því með hógværð og lítillæti þeirra sem vanari eru því að láta verk- ið tala. Saga St. Jósefssystra og spít- alans er nú mörgum kunnugri en ella væri, því að málefni þeirra hafa fengið meiri umfjöll- un í fjölmiðlum á undanförnum árum heldur en í áratugi þar á undan. Það væri því að bera í bakkafullan lækinn að rifja upp þá sögu í smáatriðum. Hinsveg- ar skulum við hafa í huga, að því aðeins er verið að opna hér hin- ar glæsilegu deildir fyrir aldr- aða, að fyrir hendi eru þessi miklu mannvirki sem St. Jósefs- systur hafa reist. Þau hafa ekki orðið til af sjálfu sér og ekki fyrir framlög úr opinberum sjóðum. Hér rísa í steini musteri sem systurnar hafa reist. Þetta er hinn sýnilegi afrakstur starfs þeirra, strits og vöku, í þeim til- gangi einum að lina þjáningar og lækna, guði til dýrðar. Innan þessara veggja hafa skipst á sorg og gleði, líf og dauði og utan um þetta var haldið með staðfestu og reglu- semi, sparsemi og fyrirhyggju, sem oft á tíðum var framandi íslenskum hugsunarhætti. Hér hafa systurnar lifað og starfað og tekið þátt í að skapa sögu nær allrar heilbrigðisþjónustu í landinu sem heitið getur, á þess- ari öld. Hjúkrunarfólk sem vann við hlið þeirra bjó að því alla ævi. Hér fór fram kennsla allra læknanema til ársins 1930 og síðar ásamt hinum spítölunum. Hér og á Akureyri var fyrst haf- in menntun sjúkraliða. Hér störfuðu í einn eða annan tíma flestir læknar borgarinnar á fyrri hluta aldarinnar. minnst Hér hófust augnlækningar á Islandi og hér var fyrsta augn- deildin stofnuð. Hér lögðu háls-, nef- og eyrnalæknar inn sína sjúklinga. Hér var fyrst fjarlægður hluti maga vegna krabbameins og fyrst fjarlægður skjaldkirtill. Mænudeyfingar voru fyrst gerðar hér, sömuleið- is blöðruspeglanir og maga- speglanir. Hingað komu nær öll höfuðslys í tæp 15 ár. Svona mætti lengi telja. Hér var fyrst stofnað lækna- ráð við íslenskan spítala og í framhaldi af því settar af lækn- unum sjálfum kröfur um endur- menntun, sem kostuðu brott- vikningu af spítalanum væri þeim ekki fylgt. Ég þekki engin dæmi þess á neinum öðrum spít- ala á þessu landi eða hjá annarri heilbrigðisstétt eða yfirleitt neinni annarri stétt á Islandi. Ekkert af þessu hefði verið mögulegt án systranna, dugnað- ar þeirra, framsýni og þrotlausr- ar vinnu. Var þetta einhvers metið? Svarið er: já, af almenningi, sjúklingum og aðstandendum þeirra. Góðgerðarfélög studdu oft dyggilega við systurnar. En saga St. Jósefssystra og spítal- ans þeirra var baráttusaga frá upphafi til enda við íslensk stjórnvöld. Frá fyrsta erindi systranna, um aldamótin, til Al- þingis um lán til að reisa spítala og um rekstrarstyrk, sem hvorutveggja var hafnað, var þeim ávallt og ævinlega skammtað minna en öðrum. Þær báðu ekki um mikið og bárust ekki á. Þegar þið gangið um þessa nýju stofnun, lítið þá inn á 5. hæðina á gamla spítal- anum þar sem nú er vinnuher- bergi lækna. Þar voru vistarver- ursystranna. Þessi litlu herbergi voru þeirra heimili.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.