Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 6

Læknablaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 6
6 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84: 6-7 Ritstjórnargrein Um meðferð sjúklinga erlendis Á undanförnum tveimur áratugum höfum við séð verulegar breytingar á tilvísunum sjúk- linga til læknismeðferðar erlendis. Er ég hóf störf á Barnaspítala Hringsins sem aðstoðar- læknir á árinu 1979 var ekki búið að setja upp tölvusneiðmyndatæki hérlendis og sjúklingar voru sendir í stórum stfl í slíkar rannsóknir til Noregs. Þetta gekk um nokkurt skeið eða þar til þessi rannsóknartækni var sett upp hérlend- is. Um árabil voru kransæðasjúklingar sendir til Englands til blásninga (balloon angioplasty) og aðgerða þar til þessi starfsemi var tekin upp hér heima. Glasafrjóvganir voru enn einn vaxt- arbroddur íslenskrar læknisfræði sem á rætur sínar í Glasgow í Skotlandi og hefur fært gleði og hamingju inn í barnlausar fjölskyldur. Hjartaskurðaðgerðir vegna meðfæddra hjarta- sjúkdóma eru enn að hluta til framkvæmdar erlendis. Á síðastliðnum fjórum árum hafa all- ar þær aðgerðir þar sem ekki var þörf á hjarta- og lungnavél verið framkvæmdar á Islandi og á þessu ári að auki um þriðjungur þeirra aðgerða þar sem hjarta- og lungnavél var notuð. Á síðustu árum hafa börn sem lent hafa í axlar- klemmu við fæðingu og fengið lamaðan hand- legg verið send utan í taugaaðgerð. Við líffæraflutninga höfum við einnig þurft að reiða okkur á aðstoð erlendis frá. Þannig mætti lengi telja og víst er að í framtíðinni munum við halda áfram að senda vissa hópa sjúklinga úr landi til meðferðar. Meðferðin erlendis hefur hins vegar verið okkur hvati og áminning um að endurskoða áætlanir okkar. Þessi liður er afar kostnaðar- samur í útgjöldum Tryggingastofnunar ríkisins og því rétt að hafa ávallt í huga hvort fýsilegt sé að taka upp þá þjónustu hérlendis sem annars er leitað eftir erlendis. Þannig eru ýmsir þættir eins og ég nefndi að ofan þar sem mjög vel hefur tekist til með að koma á legg þjónustu hér á landi. Meðferð hjartasjúklinga og glasa- frjóvganir eru gott dæmi um hagkvæma fjár- festingu í heilbrigðiskerfinu þar sem verulegir fjármunir hafa sparast, jafnvel þótt eingöngu sé hugsað út frá því að peningarnir haldast í landinu auk þess að vera atvinnuskapandi. Líffæraflutningar eru einnig mjöp kostnað- arsamur þáttur í útgjöldum TR. I raun má segja að sjúklingur sem gengst undir líffæra- flutning er ekki læknaður, heldur sé búið að skipta um sjúkdóm. I stað sjúkdóms með mjög slæmar horfur er kominn sjúkdómur með betri horfur. Sjúklingurinn þarf að vera ævilangt á ónæmisbælandi meðferð, gangast endurtekið undir erfiðar rannsóknir auk þess að verða næmari fyrir hvers kyns sýkingum. Þannig hef- ur hver sjúklingur þurft að dveljast langdvölum erlendis bæði meðan beðið er eftir líffæri og eftir að aðgerð hefur verið framkvæmd. Fyrir réttu ári var gerður samningur við Rigshospita- let í Kaupmannahöfn um að líffæraígræðslur (hjarta, hjarta og lungu, lungu, nýru, lifur) yrðu framkvæmdar þar. Hluti þess samkomu- lags var að sjúklingarnir væru sem lengst hér heima meðan bið eftir líffæri stæði yfir og kæmu svo sem fyrst heim eftir aðgerð. Yrði allri eftirmeðferð hætt erlendis að því undan- skildu að sjúklingurinn þyrfti á nýju líffæri að halda. I framhaldi af því yrði síðan sett upp göngudeild fyrir ígræðslusjúklinga hér heima. Það hefur reyndar tafist nokkuð að koma þessu í framkvæmd en útlit er fyrir að þessi starfsemi verði komin í fullan gang snemma á næsta ári. Það gefur auga leið að hér er um verulegan sparnað að ræða auk þess sem mikið hagræði er fyrir sjúklingana að þurfa ekki að fara til eftirlits erlendis. Hjartaskurðaðgerðir vegna meðfæddra hjartagalla eru einnig stór liður í útgjöldum TR og verður það væntanlega um nokkur ókomin ár. Hér er oft um að ræða mjög sérhæfðar aðgerðir og höfum við þá leitað til skurðlækna með mikla reynslu í slíkri meðferð við tvo af þekktustu barnaspítölum heims, Hospital for
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.