Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 57

Læknablaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 57
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 55 þeirra þannig að vera gæðaeftir- lit og heildarstefnumótun. Því miður skortir læknaráðin mjög styrk til að sinna þessum verk- efnum sem skyldi. Læknaráðin þyrftu að hafa í þjónustu sinni hóp sérhæfðs starfsfólks og nægt rekstrarfé til að sinna gæðaeftirliti í margfalt ríkari mæli en orðið er. Uppkoma stjórnunarlegs óskapnaðar Þegar ég kom til starfa sem yfirlæknir á Borgarspítalanum árið 1977 gustaði ekki mikið um yfirlækna. Fagleg forystu- ábyrgð hafði dreifst og fáum datt í hug að yfirlæknirinn kynni allt best. Fjárhagsleg ábyrgð var næstum orðin tóm. Sú ógn sem ýmsir læknar hafa séð í fram- sókn annarra heilbrigðisstétta var vart fyrir hendi. Sparnaðar- kröfur heyrðust sjaldan og yfir- læknar gátu með hægðinni þróað sérgreinar sínar hvað tækjabúnað og mannaráðningar varðaði. Lítil áhersla var lögð á rannsóknir og kennslu sinnt miklu minna en síðar varð og átti það ekki síst við um kennslu unglækna. Þessar aðstæður héldust fram á níunda áratug- inn. Það gat varla heitið að stjórnarnefnd Ríkisspítala eða stjórn Sjúkrastofnana Reykja- víkur teldi sig eiga erindi við faglega stjórnendur eða öfugt. Nýir starfsmenn og ný tæki fengust smám saman með því að sannfæra Flauk Benediktsson eða Davíð Á. Gunnarsson um réttmæti erindisins. Sjaldan var leitað til borgarstjóra eða ráð- herra. Breytingar hófust með tilkomu sviðakerfisins á Ríkis- spítölunum árið 1985. Með fjölgun deilda og stjórnenda var stjórnkerfi Ríkisspítala orðið allt of þunglamalegt. Auk stjórnenda úr öðrum stéttum áttu fyrir breytinguna á fjórða tug yfirlækna beinan aðgang að forstjóra og stjórnarnefnd með baráttumál sín eða umkvörtun- arefni. Af þessu hlaust stjórn- unarlegur óskapnaður. Ákveð- ið var því að sameina deildir í svið, sem nú eru 11 talsins, auk þess sem klínísku sviðin skiptust síðar í læknaþátt og hjúkrunar- þátt. Að formi til virtust völd sviðsstjóra verða mikil þar sem fjárhagsleg ábyrgð var falin þeim í hendur. í raun hefur þessi ábyrgð orðið minni en ætl- að var. Sviðin eru næstum öll rekin með halla á hverju ári. Á þessu ári eru aðeins tæknisviðið og veikinda- og viðlagasviðið rekin með afgangi. Fjárhagslegt svigrúm sviðsstjóra hefur í raun takmarkast við að úthluta smá- upphæðum til minni háttar tækjakaupa og námsferða starfsfólks utan kjarasamninga. Með nokkrum undantekning- um hefur lítil hvatning verið að afla sértekna fyrir deildir eða svið, því að slík tekjuaukning hefur oftast leitt til lækkunar á fjárveitingum til spítalans á næsta ári. Það er svo aftur dæmigert um agaleysið í ís- lenskri fjármálastjórn að engar alvarlegar áminningar eða upp- sagnir hafa hlotist af halla- rekstri spítalans eða einstakra eininga hans frekar en annarra ríkisstofnana. í raun hefur Al- þingi og fjárveitingarvaldið með vilja haldið sjúkrastofnunum í spennitreyju ónógra fjárveit- inga um langt árabil, að nokkru vegna óskhyggju um óraunhæf- ar sparnaðaraðgerðir, en kannski alveg eins til að skapa sektarkennd hjá stjórnendum og starfsfólki stofnana, sem tal- ið er eyða meiru en það aflar. Árleg áætlanagerð skora og sviða hefur því miður reynst marklítil því að fjárveitingar til stærri tækja og nýráðningar starfsfólks fást sjaldnast með formlegum og skipulegum hætti eftir meðferð stjórnarnefndar, ráðuneytis og Alþingis, heldur oftast gegnum einhverjar bak- dyr kerfisins eða í leyfisleysi. Einn kostur sviðakerfisins er þó sá að sviðsstjórar hafa fengið aðgang að miklu víðtækari og nákvæmari upplýsingum um rekstur og viðgang Ríkisspítala en áður tíðkaðist og reglulegir fundir forstjóra og lækningafor- stjóra með sviðsstjórum hafa oft reynst gagnlegir. Sparnaðarkröfur stjórnvalda Þegar leið á 10. áratuginn urðu sparnaðar- og samdráttar- kröfur stjórnvalda háværari. Alvarlegast var ástandið á árun- um 1992-1994. Þá var þess með- al annars krafist að sagt yrði upp fjölda sérhæfðra starfsmanna, þar á meðal lækna til að draga úr rekstrarhalla spítalans. Á sama tíma stóð yfir undirbún- ingur samruna Borgarspítala og Landakots, en Landspítalanum og stjórnvöldum hans var með öllu haldið utan þeirra við- ræðna. Borgarspítali fékk í sinn hlut allar bráðavaktir Landa- kotsspítala ásamt ríflegri fjár- veitingu. Stjórnarnefnd var óvenju veik og flokksbróðir for- manns stjórnarnefndar virtist hafa ánægju af því að sniðganga hann og lítillækka. Læknar Landspítalans brugðust meðal annars við þessu með því að kjósa það sem talin var vera sterk stjórn læknaráðs undir forystu Ásmundar Brekkans. Sú stjórn hafði frumkvæði um skipulagsbreytingu á stjórn spítalans. Ákveðið var að stofna sérstaka framkvæmda- stjórn spítalans með þátttöku forstjóra, lækningaforstjóra, hjúkrunarforstjóra, sviðsstjóra tæknisviðs og stjórnunarsviðs auk fulltrúa læknaráðs og Há- skóla. Framkvæmdastjórn hef- ur síðan annast daglegan rekst- ur spítalans, en dregið hefur úr hlutverki stjórnarnefndar. Á
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.