Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1998, Síða 41

Læknablaðið - 15.01.1998, Síða 41
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 39 hefur verið birt um blóðþynningu á íslandi og áföll tengd henni (18) en rannsókn okkar er fyrsta framskyggna rannsóknin á þessu sviði hérlendis. í rannsókn okkar reyndist tíðni meiriháttar blæðinga vera fimm blæðingar á hver 100 meðferðarár. í öll skipti nema eitt fengu sjúklingar allt of mikla blóðþynningu (INR 6,8-15,5) (mynd 2). Blóðþynning þar sem INR>6,0 var þó aðeins til staðar í 1% af meðferðartíma þýðisins. Hætta á meiriháttar blæðingu var 0,85 % á ár þegar INR var <4,5 en ef INR var >6,0 var hætta á einni meirihátt- ar blæðingu á 73 daga fresti. Þetta er mjög í samræmi við niðurstöður tveggja fram- skyggnra rannsókna þar sem blæðingarhætta jókst verulega þegar INR fór yfir 5,0 (6) eða 6,0 (7). Má ætla að með strangara eftirliti með sjúklingum sem fara yfir 4,5 í INR megi fækka alvarlegum blæðingum. Einungis einn sjúklingur fékk segarek á rannsóknartímabilinu (tafla III), en hafa verð- ur í huga tiltölulega stutt rannsóknartímabil. Mældist INR viðkomandi sjúklings 1,8 þegar hann var lagður inn vegna heilablóðfalls, en meðaltalsblóðþynning hans var þó innan við- miðunarmarka (INR=2,7). Einn sjúklingur lést vegna blæðinga (tafla III). Ekkert hafði verið athugavert við blóðþynningu hans síð- ustu mánuðina fyrir andlátið, en við innlögn vegna útbreiddra innvortisblæðinga reyndist INR vera 11,6. Erfitt er að álykta út frá þessu eina tilfelli um dánartíðni vegna blæðinga en nýlegar rannsóknir hafa sýnt mjög lága tíðni dauðsfalla og í einni slíkri rannsókn á sjúkling- um með gervihjartalokur reyndist dánartíðni vegna blæðinga vera 0,3 á 100 meðferðarár (7). Hugsanlegt er að tveir sjúklingar með gáttatif, sem létust vegna bráðs hjartadreps og hjarta- bilunar, hafi fengið segarek í kransæðar (tafla III). Annar þeirra (nr. 9) hafði fengið litla sem enga blóðþynningu síðustu vikurnar fyrir and- látið en hjá hinum var ekkert athugavert við blóðþynninguna. Einn sjúklingur lést skyndi- dauða (tafla III) en krufning var ekki gerð og því ekki hægt að segja til um dánarorsök. Þegar rannsóknarþýðið var borið saman við aldurs- og kynstaðlaðan samanburðarhóp hjá íslensku þjóðinni (9) var ekki marktækur mun- ur á dánartíðni. Kemur það nokkuð á óvart þar sem í rannsóknarþýðinu er að finna stóran hóp fólks með lífshættulega hjarta- og æðasjúk- dóma. Þótt þessi niðurstaða ein sér geti bent til verulegs ávinnings af blóðþynningu verður að hafa í huga að rannsóknartímabilið var aðeins 121 meðferðarár og dauðsföll voru fá. Af niðurstöðum okkar má álykta að reikna megi INR-gildi út frá storkutíma PP-prófs og að fylgni niðurstaðna sé góð við INR-gildi sem reiknuð eru út frá PT-prófi. Rannsóknarþýðið fékk tiltölulega væga blóðþynningu, en þrátt fyrir það var tíðni segamyndana lág. Tíðni meiriháttar blæðinga var svipuð og í sambæri- legum framskyggnum rannsóknum og tengdist mjög sterkt INR-gildi. Blæðingarhætta virðist vera lág þegar INR er innan við 4,5 en hún margfaldast þegar INR fer yfir 6,0. Þakkir Örn Ólafsson stærðfræðingur fær sérstakar þakkir fyrir tölfræðivinnu og ýmsar gagnlegar leiðbeiningar. HEIMILDIR 1. Hirsh J, Ginsberg JS, Marder VJ. Anticoagulant ther- apy with coumarin agents. In: Colman RW, Hirsh J, Marder VJ, Salzman JB, eds. Hemostasis and thrombo- sis: Basic Principles and Clinical Practice. 3rd ed. Phila- delphia: J.B.Lippincott, 1994: 1567-74. 2. Quick AJ. The prothrombin time in haemophilia and in obstructive jaundice. J Biol Chem 1935; 109: 73-4. 3. Owren PA, Aas K. Control of dicumarol therapy and quantitative determination of prothrombin and procon- vertin. Scand J Clin Lab Invest 1951; 3: 201-8. 4. Loeliger EA. ICSH/ICTH recommendations for report- ing prothrombin time in oral anticoagulant control. Thromb Haemost 1985; 53: 155-6. 5. Hull RD, Hirsh J, Jay RM, Carter C, England C, et al. Different intensities of oral anticoagulant therapy in the treatment of proximal-vein thrombosis. N Engl J Med 1982; 307: 1676-81. 6. The European Atrial Fibrillation Trial Study Group. Optimal oral anticoagulant therapy in patients with non- rheumatic atrial fibrillation and recent cerebral ische- mia. N Engl J Med 1995; 333: 5-10. 7. Cannegieter SC, Rosendaal FR, Wintzen AR, van der Meer FJ, Vandenbroucke JP, Briet E. Optimal oral anticoagulant therapy in patients with mechanical heart valves. N Engl J Med 1995; 333: 11-7. 8. Hirsh J, Fuster V. Guide to anticoagulant therapy. Part 2: Oral anticoagulants. American Heart Association [published erratum appears in Circulation 1995; 91: A55-A56]. Circulation 1994; 89: 1469-80. 9. Landshagir. Reykjavík: Hagstofa íslands, 1992. 10. Schulman S, Lockner D. Relationship between throm- boembolic complications and intensity of treatment dur- ing longterm prophylaxis with oral anticoagulants fol- lowing DVT. Thromb Haemost 1985; 54: 137-40. 11. Schulman S, Stigendal L, Jansson JH, Brohult J. Hae- morrhagic and thromboembolic complications versus in- tensity of venous thromboembolism with oral anticoag- ulants. Acta Med Scand 1988; 224: 429-30. 12. Fihn SD. Aiming for safe anticoagulation [editorial]. N Eng J Med 1995; 333: 54-5. 13. Singer DE, Hylek EM. Optimal oral anticoagulation for patients with non-rheumatic atrial fibrillation and recent cerebral ischemia [letter]. N Eng J Med 1995; 333:1505.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.