Læknablaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 27
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
25
Hormónameðferð kvenna á íslandi
Jón Hersir Elíasson1’, Laufey Tryggvadóttir2’, Hrafn Tulinius2’, Jens A. Guömundsson3’
Elíasson JH, Tryggvadóttir L, Tulinius H, Guð-
mundsson JA
Hormone replacement therapy in Iceland
Læknablaðið 1998; 84: 25-31
Objective: The aim of this study was to investigate
the use of hormone replacement therapy (HRT) in
Iceland in 1979-1995.
Material and methods: The data used were based on
answers to a questionnaire for women who attended
screening for cervical and breast cancer at the Can-
cer Detection Clinic of the Icelandic Cancer Society.
More than 95% of all Icelandic women in the age
groups investigated attended screening during the
period and participated in the study.
Results: Use of HRT increased for each new and
younger birth cohort and in the youngest cohort
52% had ever used HRT. The use was most com-
mon in the age group 50-55 and 50% of these wom-
en were using HRT at time of attendance in 1995
which is 5.7 fold increase from 1986 (p<0.001).
Among users, 52% had used HRT for one year or
less in 1979-1989 and 41% in 1990-1995 (p<0.001).
In the latter period, 27% had used HRT for more
than five years. Users of HRT were more likely to
be smokers than non users (p<0.001).
Conclusion: Use of HRT is common in Iceland and
has been increasing during the period 1979-1995.
Keywords: hormone replacement therapy, estrogen re-
placement therapy, menopause, estrogen.
Frá "Sjúkrahúsi Reykjavíkur, 2,Krabbameinsfélagi islands,
3)kvennadeild Landspitalans. Fyrirspurnir, bréfaskipti: Lauf-
ey Tryggvadóttir, Krabbameinsfélagi l'slands, Skógarhlíð8,
105 Reykjavík.
Lykilorð: hormónauppbótarmeðferð, tíðahvörf, estrógen.
Ágrip
Inngangur: Tilgangur þessarar rannsóknar
var að athuga notkun hormónauppbótarmeð-
ferðar hjá íslenskum konum á tímabilinu 1979-
1995.
Efniviður og aðferðir: Notuð voru svör við
spurningum sem lagðar voru fyrir konur sem
komu í krabbameinsleit hjá Leitarstöð
Krabbameinsfélags íslands á tímabilinu. Þær
eru stór hluti íslenskra kvenna eða yfir 95% í
þeim aldurshópum sem voru athugaðir.
Niðurstöður: Notkun varð algengari með
hverjum nýjum og yngri fæðingarhópi og í
yngsta fæðingarhópnum höfðu 52% notað
hormón. Notkun var tíðust hjá 50-55 ára kon-
um og 50% þeirra notuðu hormón við komu í
Leitarstöð árið 1995 sem er 5,7 föld aukning frá
1986 (p<0,001). Meðal kvenna sem einhvern
tímann höfðu notað hormón höfðu 52% notað
þau í eitt ár eða skemur á árunum 1979-1989 en
41% á árunum 1990-1995 (p<0,001). Á síðar-
nefnda tímabilinu höfðu 27% notað hormón
lengur en í fimm ár. Jákvæð fylgni var milli
reykinga og hormónanotkunar (p<0,001).
Alyktun: Notkun hormónauppbótarmeð-
ferðar er útbreidd meðal íslenskra kvenna og
hefur aukist jafnt og þétt á tímabilinu 1979-
1995.
Inngangur
Við tíðahvörf minnkar stórlega framleiðsla
eggjastokka á estrógenum og árið 1932 kom
fyrst fram sú hugmynd að gefa konum estrógen
til að losna við óþægindi sem oft fylgja tíða-
hvörfum. Notkun var þó lítil í byrjun en um
1970 var notkun orðin almenn (1). Árið 1975
birtust niðurstöður tveggja rannsókna sem