Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 68

Læknablaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 68
66 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Lyfjamál 62 Frá Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu og landlækni Reglugerð um (5.) breyt- ingu á reglugerð um greiðslur almannatrygg- inga í lyfjakostnaði nr. 158/1996 Til að ná markmiðum fjárlaga fyrir árið 1998 hefur ráðherra gefið út reglugerð um breytingu á reglugerð um greiðslur al- mannatrygginga í lyfjakostnaði nr. 158/1996 með gildistöku 1. janúar 1998. Reglugerðin hefur eftirfar- andi breytingar í för með sér frá 1. janúar 1998: Greiðsluhlutfall sjúklinga í verði lyfja hækkar um fimm prósentustig (miðað við viður- kennt hámarksverð) með því að hlutfalli í greiðsluflokkum B og E er breytt svo sem hér segir: B-merkt lyf: Fyrir hverja lyfjaávísun greið- ir sjúkratryggður fyrstu 900 kr. af smásöluverði lyfsins (var 800 kr.) Af smásöluverði lyfsins umfram 900 kr. greiðir sjúkra- tryggður 30% (var 24%), en þó aldrei meira en 1700 kr. (var 1500 kr.) Elli- og örorkulífeyrisþegar skulu greiða fyrstu 300 kr. fyrir hverja lyfjaávísun (var 250 kr.) Af smásöluverði lyfsins umfram 300 kr. skulu þeir greiða 15%, (var 12%) en þó aldrei meira en 500 kr. (var 400 kr.) E-merkt lyf: Fyrir hverja lyfjaávísun greið- ir sjúkratryggður fyrstu 900 kr. (var 800 kr.) af smásöluverði lyfsins. Af smásöluverði lyfsins umfram 900 kr. greiðir sjúkra- tryggður 60%, (var 40%) en þó aldrei meira en 3300 kr. (var 3000 kr.) Elli- og örorkulífeyrisþegar skulu greiða fyrstu 300 kr. (var 250 kr.) fyrir hverja lyfjaávísun. Af smásöluverði lyfsins umfram 300 kr. skulu þeir greiða 30%, (var 20%) en þó aldei meira en 900 kr. (var 800 kr.) Framangreindar greiðslur sjúk- linga eru hámarksgreiðslur þeirra yfir einstakar lyfjaávísan- ir. Eftir sem áður er apótekum heimilt að veita sjúklingum af- slátt frá þessum greiðslum. Reglugerðarbreytingin (4. gr.) auðveldar Tryggingastofn- un að taka aukinn þátt í greiðslu lyfja sem sjúklingum er brýn nauðsyn eða lífsnauðsyn að nota að staðaldri í sérstökum til- fellum sem metin eru af lækna- deild stofnunarinnar. Reglugerðin hefur aðrar minniháttar lagfæringar og orðalagsbreytingar í för með sér. Reglugerð um mark- aðsleyfi náttúrulyfja Pann 1. janúar 1998 tók gildi ný reglugerð um útgáfu mark- aðsleyfa (skráningu) fyrir nátt- úrulyf. Náttúrulyf falla sam- kvæmt skilgreiningu Evrópu- sambandsins undir lyfjahugtak- ið. Af því leiðir að gerðar eru á Evrópska efnahagssvæðinu kröfur til virkni, gæða og örygg- is náttúrulyfja með svipuðum hætti og til annarra lyfja eftir því sem unnt er. Það sama gildir um hómópatalyf og verður því í ár gefin út svipuð reglugerð um þau lyf. Nýtt fyrirkomulag á af- greiðslu undanþágulyfja að norskri fyrirmynd tók gildi uni áramótin Lyfjanefnd ríkisins útbýr „undanþágulista" yfir lyf sem ekki hafa fengið markaðsleyfi en heimilt er að afgreiða án um- sóknar til nefndarinnar. Tekið er upp nýtt eyðublað, sem getur bæði gilt sem lyfseðill eða pöntun til lyfjaheildsölu. Með eyðublaðinu fylgja ítarleg- ar leiðbeiningar um hvenær og hvernig á að nota það. Eyðu- blaðið fæst hjá Lyfjanefnd ríkis- ins, Eiðistorgi 15, Seltjarnar- nesi, sími 561 2111, bréfsími 561 2170.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.