Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 28

Læknablaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 28
26 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 sýndu að langvarandi notkun estrógena veldur aukinni tíðni á krabbameini í legbolsslímhúð (2,3). í kjölfar þessa minnkaði notkunin en jókst aftur þegar farið var að nota lyf þar sem prógestínum var bætt við estrógenin (1). Pró- gestín draga úr áhrifum estrógena á legbols- slímhúð (4,5) án þess að minnka verndandi áhrif þeirra á hjarta og æðakerfi (6). í dag er mælt með notkun estrógena og prógestína saman nema hjá konum sem legið hefur verið fjarlægt úr. Par er mælt með að nota eingöngu estrógen (7). Hormónauppbótarmeðferð er að jafnaði áhrifarík til að draga úr óþægindum tengdum tíðahvörfum (8). Einnig hafa hormónin áhrif á æðakerfi, bein og bandvef. Auk áhrifa á leg- bolsslímhúð virðist sem hormónauppbótar- meðferð auki lítillega hættu á brjóstakrabba- meini (9-11). Margar rannsóknir hafa sýnt fram á að meðferðin dragi úr líkum á að fá hjarta- og æðasjúkdóma og beinþynningu (12) og aðrar rannsóknir benda til að hún dragi einnig úr líkum á að fá Alzheimers sjúkdóm (13) og slitgigt (14). í nýlegri rannsókn kom í ljós að hormónauppbótarmeðferð lækkaði verulega dánartíðni, sérstaklega hjá konum með áhættuþætti kransæðasjúkdóma (15). í þessari rannsókn voru notuð gögn úr heilsusögubanka Leitarstöðvar Krabbameins- félags íslands til að athuga notkun hormóna- uppbótarmeðferðar á íslandi eftir fæðingar- hópum, aldri, tímabilum og lengd notkunar. Einnig var athugað samband reykinga og hormónanotkunar og borin saman notkun á Norðurlöndunum út frá sölutölum. Efniviður og aðferðir Notaðar voru upplýsingar úr heilsusögu- banka Leitarstöðvarinnar (16). Hann hefur að geyma svör við spurningum varðandi blæðing- ar og fæðingar kvenna sem mætt hafa í legháls- og brjóstakrabbameinsleit. Allar íslenskar konur 20-69 ára eru boðaðar í leghálskrabba- meinsleit annað hvort ár. Konurnar voru upp- haflega spurðar um heilsufarssögu í hvert skipti sem þær mættu í skoðun en frá 1986 hafa spurningar ekki verið lagðar fyrir hverja konu oftar en á 10 ára fresti. í þessari rannsókn voru notaðar upplýsingar sem safnað hafði verið frá konum sem komu á Leitarstöðina á tímabilinu 1979-1995. Eftirfarandi spurningar voru lagðar fyrir konurnar: 1. Hefur þú einhvern tímann notað tíða- hvarfahormón? 2. Hve lengi hefur þú notað tíðahvarfahorm- ón? 3. Notar þú tíðahvarfahormón núna? (Ein- göngu spurt 1986-1995.) 4. Reykir þú? (Nú/áður/aldrei, eingöngu spurt 1995.) Til að meta hve stór hluti íslenskra kvenna tók þátt í þessari rannsókn töldum við allar konur, í hverjum fæðingarárgangi fyrir sig, sem svöruðu spurningum hjá Leitarstöðinni á tíma- bilinu 1979-1995 og tóku þar með þátt í rann- sókninni. í fjölda þeirra kvenna var deilt með heildarfjölda íslenskra kvenna í viðkomandi fæðingarárgöngum. Við athugun á notkun eftir fæðingarhópum voru einungis notaðar upplýsingar frá síðustu árunum (1990-1995) til að fá sem bestar upp- lýsingar fyrir yngsta hópinn (konur fæddar 1936-1940). Notkun eftir aldri var athuguð hjá öllum konum 40 ára og eldri og kannaðar breytingar á notkun frá ári til árs hjá aldurshópnum 50-55 ára frá og með 1986, en þá var fyrst spurt um núverandi notkun hormónauppbótarmeðferð- ar. Tímalengd notkunar var eingöngu athuguð hjá konum 60 ára og eldri. Þetta var gert til að allar konurnar í hópnum hefðu möguleika á að hafa notað hormónin í nokkur ár. Til að meta hvort fjöldi kvenna sem nota hormón í stuttan tíma væri að breytast á allra síðustu árum varð í fyrsta lagi að athuga aldurs- hóp sem var nógu ungur til að geta endur- speglað breytingar síðustu ára en þó nógu gamall til að vera kominn á breytingaskeiðið. Fyrir valinu urðu konur 56-57 ára. Upplýsingar um sölutölur hormónalyfja á Norðurlöndunum 1979-1995 fengust frá Heil- brigðis- og tryggingamálaráðuneytinu. Kí-kvaðratspróf var notað til að reikna hvort tölfræðilega marktækur munur væri milli hópa. Niðurstöður í ljós kom að í fæðingarárgöngunum 1920- 1940 höfðu yfir 95% allra íslenskra kvenna í hverjum árgangi mætt í krabbameinsleit og svarað spurningum um notkun hormónaupp- bótarmeðferðar einhvern tímann á tímabilinu 1979-1995 og þar með tekið þátt í þessari rann- sókn. Hlutfall kvenna 55 ára og eldri sem höfðu
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.