Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 52
50 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 inn í að byggja hér upp fyrir- myndaraðstöðu fyrir rannsókn- ir í erfða- og sameindalíffræði og er margt spennandi í bígerð hjá honum. Auk læknadeildar hafa Rannsóknarráð íslands og tækjakaupasjóður Háskólans veitt góða styrki til tækjakaupa en allir hafa þessir aðilar mikinn áhuga á umfangsmeiri uppbygg- ingu rannsókna í þeim vísindum sem tengjast erfða- og sam- eindalíffræði. Vinna af þessu tagi krefst ým- issa sérhæfðra tækja og eru þau flest ýmist komin í gagnið eða á leiðinni. Auk þess þarf öflugar tölvur og góðan aðgang að net- inu enda eru þar ýmsir upplýs- ingabankar sem geyma meðal annars upplýsingar um allar DNA raðir sem til eru auk erfðafræðilegra upplýsinga um manninn, músina og banana- fluguna, svo eitthvað sé nefnt. Sótt er í þessa upplýsingabanka daglega og oft á dag. Hér á hæð- inni erum við auk þess í ná- grenni við rannsóknarstofur Agústu Guðmundsdóttur og Sigmundar Guðbjarnasonar og er því hér kominn kjarni vís- indafólks sem stundar skyldar rannsóknir. Með því skapast náttúrlega ákveðin aðstaða þar sem unnt er að samnýta tæki og aðstöðu og skiptast á skoðunum um hvernig vinna skuli að ákveðnum verkefnum eða túlka niðurstöður. A hæðinni fyrir neðan er svo fyrirmyndarað- staða og fagfólk í vefjafræði sem ég vonast til að eiga góða sam- vinnu við um ákveðin verk- efni.“ Hverjir eru helstu þættirnir í starfi rannsóknarprófessors? „Hugmyndin með þessari stöðu er að ýta undir umfangs- meiri grunnrannsóknir í erfða- fræði og á ég að sinna rannsókn- um sjálfur og leiðbeina nem- endum mínum í rannsóknar- vinnu þeirra. Ég hef hins vegar ekki kennsluskyldu. Segja má að á síðustu 15-20 árum eða svo hafi orðið algjör sprengja í hvers konar rannsóknum á þessu sviði. Sú þróun hefur einnig verið hér á landi, þótt ekki sé kannski hægt að tala um spreng- ingu, en áhuginn fer vaxandi og nú eru allmargir aðilar starfandi á sviði erfðafræði, líftækni og sameindalíffræði og það er víða verið að gera ýmsa hluti sem mönnum datt ekki í hug eða voru óhugsandi fyrir fáum ár- um. Ég geri ráð fyrir að taka við nokkrum stúdentum úr lækna- deild, líffræði eða öðrum skyld- um greinum, fá þeim ákveðin verkefni til að vinna að og ýta á allan mögulegan hátt undir að námsmenn sem áhuga hafa á þessum fræðum geti unnið að áhugaverðum verkefnum, lært vísindaleg vinnubrögð og kynnst því ferli sem vísindin eru.“ Líkan fyrir manna- sjúkdóma í mús Eiríkur segir að eftir að sú skipan komst á í læknadeild að stúdentar á fjórða ári skuli stunda rannsóknarvinnu hafi áhugi þeirra aukist fyrir vísind- um. Sumir hafi jafnvel tekið lengri tíma en tilskilið er í nám- inu sjálfu til að helga sig rann- sóknarverkefnum sínum og jafnvel farið út í ítarlegra nám í þeim efnum sem hann segir að sé af hinu góða. En hvaða rann- sóknarverkefni hefur hann þegar sett í gang? „í stuttu máli stunda ég rann- sóknir á því hvernig þroska líf- verunnar er stjórnað og nota ég aðferðir erfðafræðinnar í vinnu minni. Ég vinn með ákveðna fjölskyldu stjórngena sem eru nauðsynleg fyrir myndun ým- issa ólíkra frumutegunda. Eitt þessara gena sem kallað er microphthalmia er nauðsynlegt fyrir myndun litfrumna augna, mastfrumna og beinátsfrumna en allt eru þetta ólíkar frumur með ólíkan uppruna. Það hefur verið sýnt að breytingar í sama geni í mönnum valda Waarden- burgs heilkenni af gerð 2 eða Tietz heilkenni, en þetta eru erfðasjúkdómar sem valda lit- frumugalla og heyrnarleysi. Músin þjónar því sem líkan fyrir þessa sjúkdóma í mönnum. Ný- lega hef ég svo fundið gen sem starfar með microphthalmia geninu í beinátsfrumum og er hér um mjög spennandi gen að ræða og skemmtilegt verkefni sem ég vonast til að geta unnið við á komandi ári. Ég hef þegar fengið styrk frá Rannís til að vinna að ákveðnu verkefni sem tengist þessu og vonast til að geta sýnt einhvern árangur á næsta ári þannig að framhald verði á þeim styrk, vonandi til þriggja ára.“ Hvernig er að taka til starfa hérlendis eftir nám og störf í Bandaríkjunum? „Það er nú talsvert ólíkt - þótt ekki væri nema fyrir það að þar eru launin tvöföld á við það sem hér gerist. En í Bandaríkj- unum er löng hefð fyrir hvers kyns rannsóknum og vísinda- starfsemi. Almenningur fylgist vel með því sem er að gerast hjá háskólunum og fjármálamenn, stjórnendur og aðrir sem sjá um að rekstur stofnana þeirra gangi upp vilja sjá árangur, vilja að grunnrannnsóknir skili sér út í þjóðfélagið. Þess vegna má kannski segja að starf þessara stofnana sé öllum vel sýnilegt enda er nauðsynlegt að sem flestir fylgist með framförum og þróun. Hér er auðvitað allt minna í sniðum og ég sakna kannski helst þess að vera ekki að vinna á fjölmennri rannsóknarstofu í nábýli við aðrar rannsóknar- stofur sem vinna að skyldum verkefnum í músinni. Hjá Nat-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.