Læknablaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 49
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
47
Kjaramál
Samningur samþykktur -
samningur felldur
Þann 15. desember fór
fram talning atkvæða vegna
kjarasamninga, sem undir-
ritaðir voru fyrir hönd fjár-
málaráðherra, Reykjalund-
ar, St. Fransiskusspítalans í
Stykkishólmi og Reykjavík-
urborgar annars vegar og
Læknafélags Islands og
Læknafélags Reykjavíkur
hins vegar, þann 1. desem-
ber síðastliðinn.
Á Kíkisspítölum og öörum
stofnunum fcllu atkvæöi þann-
ig:
Á kjörskrá voru 393, atkvæði
greiddu 345 eða 87,8%. Já
sögðu 192, nei sögðu 147, sex
seðlar voru auðir eða ógildir.
Samningurinn var samþykktur
með 55,6% greiddra atkvæða.
Á Reykjalundi féllu atkvæði
þannig:
Á kjörskrá voru 17, atkvæði
greiddu 12 eða 70,6%. Já sögðu
níu, nei sögðu þrír. Samningur-
inn var samþykktur með 75%
greiddra atkvæða.
í Stykkishólmi féllu atkvæði
þannig:
Á kjörskrá voru þrír, atkvæði
greiddu þrír eða 100%. Já sögðu
þrír. Samningurinn var sam-
þykktur með öllum greiddum
atkvæðum.
Hjá Reykjavíkurborg féllu at-
kvæði þannig:
Á kjörskrá voru 188, atkvæði
greiddu 170 eða 90,4%. Já
sögðu 84, nei sögðu 86. Samn-
ingurinn var felldur með 50,6%
greiddra atkvæða.
Fjármálaráðherra samþykkti
samninginn fyrir hönd ríkis-
sjóðs þann 15. desember síðast-
liðinn.
Þegar þetta er ritað 18. des-
ember hefur sáttasemjari lagt
fram miðlunartillögu í deilu
Læknafélags Reykjavíkur og
Reykjavíkurborgar og verða
greidd atkvæði um hana 19. og
20. desember. Ovíst er hvort úr-
slit atkvæðagreiðslunnar ná inn
í blaðið þótt skráður útgáfudag-
ur sé 1. janúar 1998.
-bþ-
Hluti samninganefnda LR og LÍ á fundi síðstliðið haust. Frá vinstri: Kristbjörn Reynisson úr samninga-
nefnd LR, Ingunn Vilhjálmsdóttir formaður samninganefndar LÍ og Jóhann Heiðar Jóhannsson úr
sömu nefnd.