Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 24

Læknablaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 24
22 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 sjö sjúklingum voru vöðvaslakaðir við aðra mælingu 30 mínútum eftir komu á vöknunar- deild og má gera ráð fyrir að svo hafi einnig verið við fyrstu mælingu og hlutfallið sé því heldur hærra eða að minnsta kosti 20%. Þó þessi niðurstaða sé sambærileg við það sem erlendar kannanir sýna (1-4) eru þetta fleiri sjúklingar en okkur þykir ásættanlegt og ætti að vera okkur ábending um að gera betur. Hins vegar er vert að benda á að allir sjúkling- arnir voru búnir að jafna sig 90 mínútum eftir komu á vöknun en í eldri rannsóknum hafa sumir sjúklinganna enn verið undir áhrifum vöðvaslakandi lyfja tveimur til þremur klukku- stundum eftir komu á vöknunardeild (1). Athyglisvert er að geta þess að tíðni vöðva- slökunar var óháð því hvort lyfjanna var notað. Þeir sem höfðu fengið vekúrón reyndust jafn oft vöðvaslakaðir og hinir sem höfðu fengið langvirkara lyfið pankúrón. Hins vegar skiptir verkunartími lyfsins máli þar sem þeir sem enn voru vöðvaslakaðir eftir 60 mínútur höfðu báð- ir fengið pankúrón. Einnig reyndist tími frá gjöf síðasta skammts pankúrón marktækt styttri hjá þeim sem voru vöðvalakaðir en sá munur var ekki til staðar ef þeir höfðu fengið vekúrón. Súrefnismettun þeirra sjúklinga sem voru vöðvaslakaðir við komu var lægri en hinna sem undirstrikar mikilvægi þess að vöðvaslökun sé gengin til baka við komu á vöknunardeild auk þess sem það minnir okkur á mikilvægi súrefn- isgjafar eftir svæfingu. Ekki reyndist vera marktækur munur á aldri, kyni eða líkamsþyngd milli hópanna en athyglisvert er að konur sem eru 65% af heild- arhópnum eru 75% sjúklinga sem eru undir áhrifum vöðvaslakandi lyfja við komu á vökn- unardeild og 100% eftir 30 mínútur. Einnig má sjá tilhneigingu til hærri aldurs hjá hinum vöðvaslökuðu og við aðra mælingu var aldur marktækt hærri. Gengið var úr skugga um að blóðrauði sjúklinganna væri sambærilegur en það máttleysi sem fylgir blóðleysi gæti hugsan- lega haft áhrif á niðurstöður. Líkamshiti sjúk- linga við komu á vöknunardeild var mældur og reyndist ekki hafa áhrif en þekkt er að kæling veldur vöðvastirðleika og hefði því getað trufl- að niðurstöður (10). Til að meta vöðvaslökun í aðgerð hafa verið notaðir taugaörvar sem erta ölnartaug með vægum rafstraumi. Gefin eru fjögur rafstuð í röð (train-of-four, TOF) og viðbrögð þumal- fingurs síðan metin með sjáanlegum viðbrögð- um eða með styrkmælum. Við gjöf vöðvaslak- andi lyfs hverfa kippirnir eftir ákveðnu mynstri og koma aftur þegar verkun lyfsins fjarar út. Við gjöf súxametóns minnka allir kippirnir jafnt og hverfa síðan. Við gjöf vöðvaslakandi lyfja án afskautunar minnkar fyrst fjórði kipp- urinn og síðan hverfa þeir einn af öðrum (fade). Hlutfall fjórða kipps á móti fyrsta gefur svokallað TOF-hlutfall og þarf það að vera að minnsta kosti 70% til þess að sjúklingur hafi nægan vöðvakraft til þess að hægt sé að fjar- lægja barkarennu. Með því að fylgjast með svörun við TOF er hægt að fylgjast með virkni lyfjanna og ákvarða skömmtun þeirra. Ekki hefur þó tekist að sýna fram á minni eftirstöðv- ar vöðvaslakandi lyfja með þeim taugaörvum sem fengist hafa hingað til (5). Tæki sem reikn- að hafa TOF-hlutfall hafa verið lítt aðgengileg til þessa en nú eru komin á markað ný tæki sem gera kleift að rnæla TOF-hlutfall á tiltölulega auðveldan máta. Hreyfingar þumalfingurs eru þar metnar með hröðunarnema og reiknar tækið sjálft út TOF-hlutfallið. Tækið gefur mikilvægar upplýsingar meðan á svæfingu stendur en notkun þess á vöknunardeild fylgja ýmis vandkvæði. Allar hreyfingar trufla mæl- ingarnar og notkun taugaörvans krefst því góðrar samvinnu við sjúklinginn auk þess sem óþægindi fylgja þeim vægu rafstuðum sem tæk- ið gefur. Því var sá kostur valiún að nota klín- ísk próf til mats á vöðvastyrkleika eftir svæf- ingu. Pavlin og samstarfsmenn (7) sýndu fram á að vöðvar í efri öndunarfærum hafa ekki endurheimt nægan styrk til að halda opnum og hreinum loftvegum fyrr en sjúklingur getur haldið höfði í fimm sekúndur eða lengur. Við notuðum því fimm sekúndna höfuðlyftuna til að ákvarða hvort sjúklingar væru enn undir áhrifum vöðvaslakandi lyfja við komu á vökn- unardeild. Auk höfuðlyftunnar var handstyrk- ur mældur til að sjá hvort þar væri um samsvör- un að ræða. Handstyrkur reyndist ekki mark- tækt minni hjá þeim sjúklingum sem voru vöðvaslakaðir en þó má sjá ákveðna tilhneig- ingu í þá átt. Til að koma í veg fyrir vöðvaslökun á vökn- unardeild er vert að hafa nokkur atriði í huga; nota ekki vöðvaslakandi lyf nema þess sé þörf skurðaðgerðarinnar vegna, nota alltaf stutt- verkandi lyf og nota eins lítið af lyfjunum og hægt er að komast af með. Síðast en ekki síst er ráðlegt að vakta vöðvaslökun með þar til gerð-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.