Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 19

Læknablaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 19
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 17 það klíníska próf sem gefur best til kynna hvort sjúklingar hafi náð sér eftir vöðvaslökun og geti haldið öndunarvegi opnum og hreinum. Niðurstöður: I ljós kom að að minnsta kosti 17% þessara sjúklinga voru undir áhrifum vöðvaslakandi lyfja við komu á vöknunardeild. Súrefnismettun þeirra reyndist marktækt lægri en hinna sem færir voru um að halda höfði í að minnsta kosti fimm sekúndur. Þrjátíu mínútum eftir komu á vöknunardeild reyndust sex sjúk- lingar enn undir áhrifum vöðvaslakandi lyfja og tveir eftir 60 mínútur en allir höfðu náð sér eftir 90 mínútur. Fyrst eftir komu á vöknunar- deild skipti ekki máli hvort sjúklingar höfðu fengið vekúrón eða pankúrón en þeir sjúkling- ar sem reyndust lengst undir áhrifum vöðva- slakandi lyfja höfðu fengið pankúrón. Sjúk- lingarnir voru að öðru leyti sambærilegir. Ályktun: Eftirstöðvar vöðvaslakandi lyfja eru algengar (17%) hjá sjúklingum við komu á vöknunardeild eftir venjulega svæfingu. Tíðn- in hér er þó í neðri mörkum miðað við niður- stöður annarra kannana þar sem svipaðri svæf- ingartækni hefur verið beitt. Þessir sjúklingar hafa lægri súrefnismettun og er því hættara við aukaverkunum. Ný tæki sem mæla svokallað train-of-four (TOF) hlutfall eru nú komin á markað og ættu að auðvelda eftirlit með verk- un vöðvaslakandi lyfja meðan á svæfingu stendur auk þess sem lyf með styttri verkunar- tíma eru að leysa hin eldri af hólmi. Þannig ætti að vera hægt að auka öryggi sjúklinga sem eru að koma úr svæfingu. Inngangur Vöðvaslakandi lyf hafa verið notuð við svæf- ingar í um hálfa öld. Tilvist þeirra hefur stuðl- að að framförum, bæði í svæfinga- og skurð- lækningum og rannsóknir á lífeðlisfræðilegri verkun þeirra hefur leitt til aukinnar þekkingar á samspili tauga- og vöðvafrumna. Jafnframt hefur komið í ljós að þau eru vandmeðfarin og hættuleg ef fyllsta öryggis er ekki gætt. Við örvun taugafrumu losnar acetýlkólín úr taugaendum út í tauga-vöðvamótin, það teng- ist síðan viðtækjum á vöðvafrumunni, veldur afskautun hennar og þar með samdrætti. Verk- un acetýlkólíns er stutt vegna þess að það er brotið hratt niður af kólínesterasa. Vöðvaslak- andi lyf hafa áhrif á þetta ferli og er skipt í tvo flokka með tilliti til verkunarmáta. Annars vegar eru afskautandi lyf (depolarizing muscle relaxants), þar er í rauninni aðeins eitt lyf, súxametón, en það er efnafræðilega skylt acetýlkólíni. Það tengist viðtækjum á sama hátt og hefur í för með sér stuttan samdrátt vöðva- frumnanna en er ekki brotið eins hratt niður. Afleiðingin er viðvarandi afskautun sem gefur vöðvaslökun. Hins vegar eru lyf án afskautun- ar (non-depolarizing muscle relaxants) sem keppa við acetýlkólín um viðtæki á vöðvafrum- unni, bindast þeim og koma þannig í veg fyrir afskautun og samdrátt. Verkun þeirra er því háð styrk þeirra á tauga-vöðvamótum með til- liti til styrks acetýlkólíns. Reynt er að hafa áhrif á þetta jafnvægi þegar upphefja skal verk- un hins slakandi lyfs en þá er gefið neóstigmín sem hemur kólínesterasa, hægir á niðurbroti acetýlkólíns og eykur þar með styrk þess við viðtækin. Styrkur vöðvaslakandi lyfs getur verið það mikill að neóstigmín nái ekki að auka magn acetýlkólíns nægjanlega mikið til að upp- hefja slökunina og þarf ákveðinn tími að líða frá gjöf þess þar til neóstigmín er gefið. Með neóstigmíni er alltaf gefið atrópín til að upp- hefja áhrif þess á ósjálfráða taugakerfið. Ur flokki lyfja án afskautunar er völ á nokkr- um lyfjum sem hafa mismunandi verkunar- tíma. Lyf með langa verkun (40-60 mínútur) eru til dæmis pankúrón og pípekúrón. Lyf með miðlungslanga verkun (20-40 mínútur) eru atrakúríum, vekúrón og rókúrón. Lyf með stutta verkun (10-20 mínútur) er til dæmis mívakúríum. Öll þessi lyf eiga það þó sameig- inlegt að hraði niðurbrots þeirra er mismun- andi milli einstaklinga og því er erfitt að spá nákvæmlega fyrir um verkunarlengd sem skýr- ir að hluta vöðvaslökun eftir aðgerðir þar sem ekki hefur tekist að upphefja verkunina að fullu með neóstigmíni. Þetta getur haft alvar- legar afleiðingar í för með sér þar sem mikil- vægir vöðvar í efri loftvegum geta verið veikl- aðir og erfiðleikar skapast við að halda loftveg- um opnum og hreinum. Ásamt svæfingaráhrif- um getur þetta því leitt til öndunarerfiðleika auk þess sem magainnihald getur komist í loft- vegi ef sjúklingur kastar upp, þar sem varnar- viðbrögð í koki eru veikluð. Máttleysistilfinn- ingin sem þessu fylgir er einnig mjög óþægileg fyrir vakandi sjúklinga. Sýnt hefur verið fram á leifar vöðvaslökunar hjá 20^10% sjúklinga á vöknunardeildum (1-4). Mælt hefur verið með notkun taugaörva til að meta vöðvastyrk með- an á svæfingu stendur en ekki hefur tekist að sýna fram á að notkun þeirra hafi lækkað tíðni eftirstöðva vöðvaslökunar (5). Notkun stutt-
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.