Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 20

Læknablaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 20
18 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 verkandi lyfja hefur lækkað tíðnina en ekki komið í veg fyrir þetta vandamál (4,6). Vöðva- slakandi lyf eru notuð við meirihluta skurðað- gerða á Sjúkrahúsi Reykjavíkur. Reynt er að stilla skömmtum lyfjanna í hóf og tímasetja gjöf þeirra með tilliti til tímalengdar aðgerðar þannig að sem minnst hætta verði á vöðvaslök- un á vöknunardeild að skurðaðgerð lokinni. Taugaörvar hafa hlutfallslega lítið verið notað- ir. í þessari rannsókn voru skoðaðar eftirstöðv- ar vöðvaslökunar hjá sjúklingum á vöknunar- deild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Til að meta hvort vöðvaslökun var til staðar notuðum við svokallaða fimm sekúndna höfuðlyftu en rann- sóknir hafa sýnt að ef sjúklingur er fær um að halda höfði í fimm sekúndur eða lengur er hann fær um að halda loftvegum opnum og hreinum (7). Handstyrkur var einnig mældur. Tilgangurinn með rannsókninni var að draga upp raunhæfa mynd af tíðni eftirstöðva vöðva- slakandi lyfja á vöknunardeild Sjúkrahúss Reykjavíkur. Þær niðurstöður ættu síðan að nýtast okkur til að auka öryggi og bæta líðan sjúklinga eftir svæfingu. Efniviður og aðferðir Valdir voru af handahófi 60 sjúklingar sem áttu að gangast undir skurðaðgerð á kviðarholi eða baki og fá vöðvaslakandi lyf meðan á svæf- ingu stóð. Fyrir aðgerð var fengið samþykki sjúklinganna fyrir þátttöku í rannsókninni og samþykkti siðanefnd Borgarspítalans (nú Sjúkrahús Reykjavíkur) rannsóknina. Allir sjúklingarnir tilheyrðu ASA áhættuflokki I eða II (flokkun sjúklinga samkvæmt American Society of Anesthesiologists) (8). Hér var aðeins um að ræða einstaklinga án alvarlegra sjúkdóma og því voru ekki fyrir hendi tauga- og/eða vöðvasjúkdómar eða lyf sem truflað gætu niðurstöður rannsóknarinnar. Svæfing fór fram samkvæmt gildandi venju á svæfinga- deild, án íhlutunar rannsóknaraðila hvað varð- ar lyfjaval eða skammta. Um hálfri klukku- stund fyrir svæfingu fengu sjúklingar lyfjafor- gjöf sem var ýmist 1 mg af flúnítrazepamí gefið undir tungu (13 sjúklingar) eða 50-75 mg af petidíni ásamt 25 mg af prómetasíni gefið í vöðva (44 sjúklingar). Þrír sjúklingar fengu ekki lyfjaforgjöf. Við innleiðslu svæfingar var annað hvort notað pentótal (250-500 mg, 37 sjúklingar) eða própófól (80-200 mg, 23 sjúk- lingar) auk verkjalyfsins fentanýls. Vöðvaslök- un var fengin með vekúróni eða pankúróni og auk þess var notað súxametón við ísetningu barkarennu hjá 36 sjúklingum. Svæfingu var síðan viðhaldið með innöndunarlyfjunum ísó- flúran og glaðlofti auk fentanýls. í lok aðgerð- ar fengu allir sjúklingarnir atrópín 1 mg og neó- stigmín 2,5 mg. Klínísk einkenni (til dæmis öndun, hósti, útlimahreyfingar) voru notuð til að meta hvenær sjúklingur var kominn með nægan vöðvastyrk til að fjarlægja mætti barka- rennu. Þegar sjúklingur kom á vöknunardeild var hann skoðaður af öðrum aðila en þeim sem svæfði. Þar var vöðvastyrkleiki kannaður með tvennum hætti, annars vegar með höfuðlyftu, sjúklingur var látinn halda höfði eins lengi og hann gat eða að minnsta kosti í fimm sekúndur og hins vegar var hann látinn kreista þrýstings- mæli af gerðinni Martin vigorimeter® (95, 05, Chattanooga, England) til mælingar á hand- styrk. Súrefnismettun var mæld með púlsoxi- mæli strax við komu á vöknunardeild og síðan eftir gjöf súrefnis í nös. Meðvitundarstig var ákvarðað samkvæmt Glasgow coma score (GCS) (9) og líkamshiti mældur. Fyrsta prófun var gerð strax við komu á vöknunardeild og síðan endurtekin á 30 mínútna fresti eða þar til sjúklingur gat haldið höfði í að minnsta kosti fimm sekúndur. Þeir sjúklingar sem höfðu GCS undir 12 stigum og voru því hugsanlega of sljóir eftir svæfinguna til að taka þátt í prófun- unurn voru ekki teknir með fyrr en GCS var komið yfir 12 stig. Niðurstöður mælinga á vöknunardeild voru skráðar á þar til gert eyðu- blað, sem síðan var yfirfarið ásamt svæfinga- skýrslu viðkomandi sjúklings. Við tölfræðiútreikninga var notuð svokölluð tveggja hliða tilgátuprófun (two-sided hypo- thesis testing). Sett var fram núlltilgáta með 95% öryggismörkum. Niðurstöður Kannað var ástand 60 sjúklinga, 39 kvenna og 21 karls (tafla I). Tuttugu og þrír sjúklingar gengust undir aðgerð þar sem liðþófi milli hryggjarliða var fjarlægður með aðstoð smá- sjár. Hjá 34 sjúklingum var gallblaðra fjarlægð gegnum kviðsjá og þrír sjúklingar gengust und- ir annars konar aðgerð gegnum kviðsjá. Sjúk- linparnir voru á aldrinum 20-72 ára. I töflu II má sjá atriði varðandi vöðvaslak- andi lyf og svæfingartíma. Vekúrón var notað til vöðvaslökunar hjá 27 sjúklingum (45%),
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.