Læknablaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 9
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
9
B C
A D E
Participants
Stage I
Stage II
Stage III
Stage IV
Stage V
M 1967-'68
W 1968-’69
M 1970-71
W 1971-72
M 1974-76
W 1977-79
M 1979-’81
W 1981-’84
M 1985-'87
W 1987-’91
M 2954
W 3101
Total group of men (M) = 12,843
M 2756 W 2936
M 2283 W 2429
M 2106 W 2191
Total group of women (W) = 13,647
Fig. 1. Schematic figure of the study plan of the Reykjavík Study includmg number of participants divided into study groups and
the time of invitation of each study group to examination in five stages.
Ályktanir: Tíðni þriðju gráðu leiðslurofs í
þessu almenna þýði reyndist lág en þó meiri en
í rannsóknum sem birtar hafa verið. Fáir
reyndust vera með langvinnt leiðslurof. Allir
höfðu einhverja aðra hjartasjúkdóma og virt-
ust horfur fremur ráðast af þeim en leiðslurof-
inu sjálfu. Færri einstaklingar en vænta mátti
reyndust hafa gangráð.
Inngangur
Skammvinn eða langvarandi skemmd í
leiðslukerfi hjartans getur leitt til þess að raf-
boð berast ekki milli gátta og slegla og kallast
það ástand þriðju gráðu leiðslurof. Oftast tek-
ur sá gangráður handan gátta-slegla (g-s)
hnútsins, sem hefur hraðasta afskautunartíðni
við stjórn sleglanna. Ef leiðslurofið er staðsett í
hnútnum sjálfum verður afskautun yfirleitt rétt
neðan við hnútinn á hraðanum 40-55 á mínútu
og QRS bilið helst eðlilegt. Tíðni sleglanna
eykst með gjöf atrópíns eða við áreynslu, en
það verður ekki ef hindrunin er neðar í kerf-
inu. Gáttir og sleglar starfa óháð hvort öðru,
hvor hólfin fyrir sig með reglulegri tíðni. Þriðja
stigs leiðslurof er ein af helstu orsökum þess að
gáttir og sleglar fylgjast ekki að (1).
Tíðni þriðju gráðu leiðslurofs hefur oftast
verið athuguð meðal sjúklinga með þekkta
hjartasjúkdóma. Athuganir á almennu þýði
hafa aðallega takmarkast við ákveðna starfs-
hópa að einni undanskilinni. Öllum rannsókn-
unum ber saman um að tíðnin sé lág (2-6).
Þriðju gráðu leiðslurof er oftast talið vera al-
varlegt sjúkdómseinkenni sem þarfnast skjótr-
ar meðferðar, en flestar athuganir á afdrifum
sjúklinga hafa samt sem áður beinst að fólki
sem vistaðist á sjúkrahúsum.
Hóprannsókn Hjartaverndar gefur kost á að
rannsaka afbrigði í hjartariti almennings, bæði
tíðni þeirra og þýðingu. í þessari grein skýrum
við frá algengi þriðju gráðu leiðslurofs og
könnum afdrif einstaklinga sem reyndust hafa
slíkt leiðslurof við hópskoðun. Einnig var at-
huguð tíðni og ábendingar fyrir ísetningu
gangráðs í þýðinu.
Efniviður og aðferðir
Hóprannsókn Hjartaverndar er framskyggn
hjarta- og æðarannsókn seni hófst árið 1967.
Rannsóknin var gerð með tilliti til einkenna og
áhættuþátta kransæðasjúkdóma með forvarn-
araðgerðir í huga og til að afla upplýsinga uni
faraldsfræði hjartasjúkdóma og annarra lang-
vinnra sjúkdóma. Til rannsóknarinnar var
boðið karlmönnum fæddum 1907-1934 og kon-
um fæddum 1908-1935 sem voru búsett í
Reykjavík og nokkrum nágrannabæjum sam-
kvæmt Þjóðskrá 1. desember 1966. Alls var
rannsóknin gerð í fimm áföngum og í hverjum
áfanga var boðið einum, tveimur eða þremur
hópum. Hóparnir voru valdir eftir ákveðnum
fæðingardögum eins og áður hefur verið lýst
(mynd 1).
Mæting var best í fyrsta áfanganum, karlar