Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 64

Læknablaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 64
62 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 kölluðum hann Gunna fína. Hann var svo flottur, eins og ungdómurinn segði í dag. Ég, strákurinn, bar vitanlega ekkert skynbragð á það þá að takmark- aður skilningur var fyrir sér- menntun hans og hann sem sér- fræðingur í taugasjúkdómum var að vinna á Kleppsspítala. En Gunnar gafst ekki upp, vitanlega kom sá dagur að hann yrði kallaður til starfa á réttum vettvangi. Og við munum öll að fyrir um 20 árum var hann að skoða heilablæðingaætt sem leiddi til þess að orsakavaldur- inn fannst. Þá var ekkert sér- staklega fínt að rannsaka ættir á íslandi, þó það sé „inn“ í dag eins og sagt er. Þannig hefur Gunnar verið í flestu á undan sinni samtíð. Og allan sinn starfsferil hefur hann sameinað vísindavinnu og klínískt starf. f>að eru fáar stundir í mínu starfi sem eru jafn ljóslifandi í minningunni eins og tíminn sem aðstoðarlæknir á taugadeild- inni. Háklassiskt andrúmsloft, sjúklingurinn í fyrirrúmi, mikil elja lögð í að rækta þetta ein- staka samband sem myndast milli sjúklings og læknis. „Hlustaðu og talaðu við sjúk- linginn" var sífellt viðkvæðið, rannsóknarmaskínurnar eru bara til aðstoðar. Og svo öll hin skemmtilegheitin, vínin og mat- urinn og John og ekki síður fót- boltinn og félagsmálin og Sverr- ir. Síðan allar sögurnar hans Gunnars, leiftrandi kímnigáfa sem meiddi þó engan. Mikið hlegið og skeggrætt, sagði ekki Nóbelsskáldið að sannleikurinn væri ekki í bókum, og ekki einu sinni í góðum bókum, heldur í rnönnum sem hafa gott hjarta- lag. Þetta andrúmsloft á tauga- deildinni ýtti undir vinnugleði og þrá að gera betur, allir fengu að njóta sín. Þá var góðu heilli ekki stimpilklukka á Landspít- alanum. Finnbogi Jakobsson var þá að vinna með mér, við báðir aðstoðarlæknar. Pá var nýlokið kjarasamningum lækna. Eitt ákvæðið var að læknar urðu að fara heim kl. 10 að morgni eftir vakt. Við feng- um ákúrur frá kollegum fyrir að hunsa þetta ákvæði, það var einfaldlega svo gaman í vinn- unni. Nú er líka nýlokið kjarasamn- ingum lækna. Þar er meðal ann- ars ákvæði um „að vinnutími læknis sé að öllu leyti til ráðstöf- unar til þeirra starfa sem til falla vegna sjúklinga sjúkrahúss." Pað má stunda kennslu, ekki eitt einasta orð um vísindi eða rannsóknir, „tímanum skal ráð- stafa til sjúklinga sjúkrahúss", mér er spurn hvaða sjúkrahús eru án sjúklinga? Kannski há- skólasjúkrahús? Sem sagt stimpla inn, vinnutíma læknis ráðstafað til starfa, stimpla út. Daglaunamaðurinn, læknirinn. Þægilegt stjórnunarlegt mynst- ur. Petta rímar flott við efna- hagslega hagkvæmni um minni tilkostnað í heilbrigðiskerfinu, þannig að þjóðarhagvöxtur aukist, börnunum okkar til góðs. Hvað um vinnugleði, frjóa hugsun, fá að reyna hug- myndir eða persónulegt sam- band; ég er viss um að Gunnar er mér sammála að þetta sé var- hugaverð þróun. Næsta skref kann að verða skilyrt samband sjúklings og læknis. Aftur spyr ég, er það börnun- um okkar til góðs? Svari hver fyrir sig. Sagt er: „Enginn gjörir vel, þegar hann er til neyddur, þótt það sé í sjálfu sér gott, sem hann gjörir." Og það var Rómverji fyrir 2000 árum sem sagði þetta. Nútíma stimpilklukkustjórn- endur virðast á stundum hafa gleymt þessu. Hvernig er nútíma árangur stjórnenda deilda og þar með lækna metinn? Með því að telja sjúklinga sem koma og fara, lif- andi eða dánir, fjölda legudaga og svo framvegis. Einhverjar tölur, sem fara í skýrslur sem gulna með tímanum og allir gleyma. Gunnar varð líka að gera þetta. En mun fremur sinnti hann manneskjunni, mér og öllum hinum, okkur öllum, með elsku sinni og þekkingu. Við reyndar gránum, en ekki gulnum. Okkar er að gleyma ekki. Og miðla síðan áfram til komandi kynslóða. Árangur Gunnars Guðmundssonar fún- ar ekki í gömlum skýrslum, hann sinnir og hefur sinnt fram- tíðinni. Á meðan við íslendingar eig- um og höfum eignast mannauð á við Helgu Jónsdóttur og Sig- urliða Kristjánsson, Ellenu, Birgi og Gunnar, allt fólk með framtíðarsýn, þá þurfum við fáu að kvíða. Það styttist í jólin, mig langar þvf að enda þetta með því að lesa brot úr jólakvæði eftir Jón úr Vör. Ég lítið barn svo langt í burtu fór, og Ijótt er margt, sem fyrir augu ber. Ég rata ekki heim til hjarta míns, að halda jólin, móðir, enn hjá þér. Og hvar er rótt í heimi stríðs og blóðs? Er hœgt að lesa vers í slíkum gný? - Á litlu kerti er Ijós, sem aldrei deyr, mín Ijúfa móðir vakir yfir því. Enn og aftur, bestu þakkir, blessuð sé minning hjónanna Helgu og Sigurliða.
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.