Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 14

Læknablaðið - 15.01.1998, Blaðsíða 14
14 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 tilvikum (í einu tilvikanna var leiðslurofið greint áður en dígitalis kom til sögunnar) og beta blokkar í þremur. Einkenni þriðja stigs gátta-slegla leiðslurofs ráðast að mestu af afskautunarhraða sleglanna og orsök rofsins. Raftruflunin getur byrjað brátt og valdið miklum einkennum eða verið langvinnt fyrirbæri og fundist fyrir tilviljun. Hjartadrep í neðri vegg og dígitaliseitrun valda oftast bráðu leiðslurofi en tímabundnu þar sem skemmdin á gátta-slegla hluta leiðslukerfisins er tímabundin. Á hinn bóginn er þriðja stigs leiðslurof ásamt hjartadrepi í framvegg oft til frambúðar með óafturkræfri skemmd á leiðslu- kerfinu neðan gátta-slegla hnúts. Þegar leiðslurofið var fyrst greint lýsti ein- ungis einn einstaklingur einkennum sem rekja mátti til leiðslurofsins. Þetta kemur ef til vill ekki á óvart þar sem hér er um hópskoðun að ræða og ekki að vænta bráðra skemmda á leiðslukerfinu. Fimm einstaklingar eða 45% hópsins lýstu hins vegar einkennum hraða- takts, þeirra á meðal tveir sem reyndust vera með langvinnt leiðslurof og þrír sem síðar fengu gáttatif. Sjúklingar með þriðju gráðu leiðslurof sem fá gangráð hafa betri horfur en hinir sem ekki fá gangráð. Jafnframt hafa þeir sömu lífslíkur og samsvarandi aldurshópur úr almennu þýði ef fyrsta árið eftir ísetningu gangráðs er undan- skilið (11). Aldursstaðlaðar rannsóknir hafa að vísu sýnt fram á að sjúklingar undir sextugu sem fengið hafa gangráð vegna þriðju gráðu leiðslurofs hafa verri lífshorfur en samanburð- arhópur en þetta á ekki við um eldri sjúklinga. Líkleg skýring er að orsök leiðslurofsins í yngri hópnum er oftast hjartasjúkdómur en í þeim eldri bandvefsmyndun í leiðslukerfinu án ann- arra hjartasjúkdóma (12). Ekki mátti ljóslega rekja dauðsföllin fjögur í rannsókn okkar til leiðslurofsins. Afdrif 10 ein- staklinga eru kunn. Af þeim hafa tveir aðra raftruflun en leiðslurof og fjórir eru með gangráð og einkennalausir. Einungis fjórir ein- staklingar af heildarhópnum voru með viðvar- andi þriðja stigs gátta-slegla leiðslurof við síð- ari skoðanir. Svo virðist því sem þriðju gráðu leiðslurof sem greinist við hópskoðun í al- mennu þýði sé oft tímabundið fyrirbæri og hafi litla þýðingu fyrir horfur einstaklingsins. Athygli vekur að allir sem við hópskoðunina greindust með þriðja stigs leiðslurof höfðu ein- hver merki takttruflana á ritum sem tekin voru síðar auk þess að hafa aðra hjartasjúkdóma. Eins og áður er getið voru fjórir með viðvar- andi þriðja stigs leiðslurof, tveir greindust síðar með annars stigs leiðslurof, einn fyrsta stigs leiðslurof og fjórir með gáttatif. Hjartasjúk- dómarnir sem tengdust leiðslurofinu benda til þess að tímabundið leiðslurof sé hluti af al- mennu hjartasjúkdómsferli frekar en afmark- að vandamál. Árleg tíðni gangráðsísetninga í Bandaríkj- unum og Evrópu árið 1988 var 232-350 á millj- ón íbúa. Heildarfjöldi gangráðsísetninga á ís- landi 1988 var 60. Gróft reiknað var því árleg ígræðslutíðni ársins 1988 um 240 á milljón íbúa sem er sambærilegt við ofangreind lönd (16). í rannsókn okkar þurftu sex einstaklingar gangráð eða 55% heildarhópsins. Einungis fjórir af hópnum þurftu gangráð vegna þriðju gráðu leiðslurofs, einn vegna hægatakts frá sin- ushnút og annars stigs leiðslurofs og einn vegna gáttaflökts með hægri sleglasvörun. Tveir þeirra eru látnir vegna lungnabólgu og hjartabilunar en hinir voru einkennalausir í ný- legu gangráðseftirliti. Á þeim árum þegar hópskoðunin var gerð, 1967-1991, voru 499 nýjar gangráðsísetningar gerðar á Islandi, þar af 196 vegna þriðju gráðu leiðslurofs. Við hópskoðunina sem tekur til um 8% þjóðarinnar, fundust hins vegar einungis sex einstaklingar sem þurftu gangráð vegna leiðslurofsins. Það er því ljóst að færri einstak- lingar en vænta mætti, sem hafa þriðju gráðu leiðslurof og þurfa gangráð, koma í leitirnar við hópskoðun. Orsök þessa liggur ekki Ijós fyrir en skýrist hugsanlega af því að hér er oft um veika sjúklinga að ræða sem vistast sumir innan sjúkrastofnana eða eru í reglulegu lækn- iseftirliti og telja sig því ekki þurfa að mæta til almennrar hópskoðunar. Hópskoðun Hjartaverndar hefur reynst árangursrík til að upplýsa algengi og þýðingu ýmissa afbrigða í hjartariti (17-19). Áður hafa til dæmis birst greinar sem varða hægra og vinstra greinrof og gáttatif. Með þessari grein er í bili lokið þeirri umfjöllun urn truflun á gátta-slegla leiðslukerfinu sem byggja má á gögnum hóprannsóknarinnar. Aðalniðurstöður okkar eru þær að við hóp- skoðun á almennu þýði finnast fáir með varan- legt leiðslurof. Tímabundið leiðslurof er hluti af almennu hjartasjúkdómsferli einstakling- anna og hefur ekki mikil áhrif á afdrif sjúk- linga. Einungis um helmingur þeirra sem við
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.