Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.01.1998, Page 68

Læknablaðið - 15.01.1998, Page 68
66 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Lyfjamál 62 Frá Heilbrigðis- og tryggingamála- ráðuneytinu og landlækni Reglugerð um (5.) breyt- ingu á reglugerð um greiðslur almannatrygg- inga í lyfjakostnaði nr. 158/1996 Til að ná markmiðum fjárlaga fyrir árið 1998 hefur ráðherra gefið út reglugerð um breytingu á reglugerð um greiðslur al- mannatrygginga í lyfjakostnaði nr. 158/1996 með gildistöku 1. janúar 1998. Reglugerðin hefur eftirfar- andi breytingar í för með sér frá 1. janúar 1998: Greiðsluhlutfall sjúklinga í verði lyfja hækkar um fimm prósentustig (miðað við viður- kennt hámarksverð) með því að hlutfalli í greiðsluflokkum B og E er breytt svo sem hér segir: B-merkt lyf: Fyrir hverja lyfjaávísun greið- ir sjúkratryggður fyrstu 900 kr. af smásöluverði lyfsins (var 800 kr.) Af smásöluverði lyfsins umfram 900 kr. greiðir sjúkra- tryggður 30% (var 24%), en þó aldrei meira en 1700 kr. (var 1500 kr.) Elli- og örorkulífeyrisþegar skulu greiða fyrstu 300 kr. fyrir hverja lyfjaávísun (var 250 kr.) Af smásöluverði lyfsins umfram 300 kr. skulu þeir greiða 15%, (var 12%) en þó aldrei meira en 500 kr. (var 400 kr.) E-merkt lyf: Fyrir hverja lyfjaávísun greið- ir sjúkratryggður fyrstu 900 kr. (var 800 kr.) af smásöluverði lyfsins. Af smásöluverði lyfsins umfram 900 kr. greiðir sjúkra- tryggður 60%, (var 40%) en þó aldrei meira en 3300 kr. (var 3000 kr.) Elli- og örorkulífeyrisþegar skulu greiða fyrstu 300 kr. (var 250 kr.) fyrir hverja lyfjaávísun. Af smásöluverði lyfsins umfram 300 kr. skulu þeir greiða 30%, (var 20%) en þó aldei meira en 900 kr. (var 800 kr.) Framangreindar greiðslur sjúk- linga eru hámarksgreiðslur þeirra yfir einstakar lyfjaávísan- ir. Eftir sem áður er apótekum heimilt að veita sjúklingum af- slátt frá þessum greiðslum. Reglugerðarbreytingin (4. gr.) auðveldar Tryggingastofn- un að taka aukinn þátt í greiðslu lyfja sem sjúklingum er brýn nauðsyn eða lífsnauðsyn að nota að staðaldri í sérstökum til- fellum sem metin eru af lækna- deild stofnunarinnar. Reglugerðin hefur aðrar minniháttar lagfæringar og orðalagsbreytingar í för með sér. Reglugerð um mark- aðsleyfi náttúrulyfja Pann 1. janúar 1998 tók gildi ný reglugerð um útgáfu mark- aðsleyfa (skráningu) fyrir nátt- úrulyf. Náttúrulyf falla sam- kvæmt skilgreiningu Evrópu- sambandsins undir lyfjahugtak- ið. Af því leiðir að gerðar eru á Evrópska efnahagssvæðinu kröfur til virkni, gæða og örygg- is náttúrulyfja með svipuðum hætti og til annarra lyfja eftir því sem unnt er. Það sama gildir um hómópatalyf og verður því í ár gefin út svipuð reglugerð um þau lyf. Nýtt fyrirkomulag á af- greiðslu undanþágulyfja að norskri fyrirmynd tók gildi uni áramótin Lyfjanefnd ríkisins útbýr „undanþágulista" yfir lyf sem ekki hafa fengið markaðsleyfi en heimilt er að afgreiða án um- sóknar til nefndarinnar. Tekið er upp nýtt eyðublað, sem getur bæði gilt sem lyfseðill eða pöntun til lyfjaheildsölu. Með eyðublaðinu fylgja ítarleg- ar leiðbeiningar um hvenær og hvernig á að nota það. Eyðu- blaðið fæst hjá Lyfjanefnd ríkis- ins, Eiðistorgi 15, Seltjarnar- nesi, sími 561 2111, bréfsími 561 2170.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.