Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1998, Page 10

Læknablaðið - 15.05.1998, Page 10
374 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 kjarna hvítfrumna var að meðaltali 102,7xl06. Meðalhlutfall CD34+ frumna varO,93%. Fjöldi CFU-GM var 238/10’ frumur og BFU-E 506/10’ frumur. Af einkjarna hvítfrumum lifðu 94,9% af frystingu. Fjöldi frumna sem mynd- aði kólóníur eftir frystingu og þíðingu var lægri en fyrir frystingu en ekki tölfræðilega mark- tækt. Hreinleiki CD34+ frumna eftir einangrun með segulkúlum var yfir 95%. Alyktun: In vitro aðferðir sem þurfa að vera tiltækar við ígræðslur stofnfrumugræðlinga hafa verið staðlaðar með notkun stofnfrumna úr naflastrengsblóði. Inngangur Beinmergsflutningur hefur verið notaður með góðum árangri síðastliðna þrjá áratugi sem meðferðarform við ýmsum illkynja eða arf- gengum blóðsjúkdómum (1). Undanfarin ár hefur þessari meðferð ennfremur verið bcitt gegn föstum æxlum (2). I beinmerg eru stofn- frumur blóðmyndandi vefs, sem hafa þann eig- inleika að geta fjölgað sér og þroskast í allar aðrar frumur blóðsins (3). Stofnfrumur eru afar misleitur hópur frumna sem skýrist af því að þær eru ekki allar á sama þroskastigi (4,5). Einstofna mótefni gegn yfir- borðssameindinni CD34 hafa gert mönnum kleift að einangra og skilgreina stofnfrumur með meiri nákvæmni en áður (6,7). Með frumuflæðisjárgreiningu hefur komið í ljós að hlutfall CD34+ frumna af einkjama hvítfrum- um í beinmerg fullorðins einstaklings er 2-3% (8,9). Aukin vitneskja um byggingu og eðli stofn- frumna hefur leitt af sér nýjar aðferðir til að ákvarða fjölda þeirra og rækta (10). Frumuflæðisjárgreining á CD34 er mælikvarði á fjölda en ekki vaxtarhæfileika stofnfrumn- anna, það er hvort þær muni raunverulega ná sér á strik í stofnfrumuþega. Klónógenísk rækt- un mælir hins vegar vaxtarhæfileika stofn- frumna, sem komnar eru nokkuð áleiðis á þroskabrautinni, með því að hvetja þær í átt fullþroska frumna (11). í slíkri ræktun myndar stofnfruma afmarkaða kólóníu fullþroska frumna á 12-14 dögum sem allar eru afkom- endur hennar. Stofnfrumur sem hafa hæfileika til að vaxa í langan tíma (long term cullure ini- tiating cell, LTC-IC) þarf að rækta á stoð- frumulagi í allt að fimm til sex vikur (12). Oljóst er hversu mikill fjöldi slíkra frumna þarf að vera til að mergígræðsla verði til langframa (12). Beinmergur er ekki eina uppspretta stofn- frumna til ígræðslna. Notkun stofnfrumna úr blóðrás hefur aukist mikið og er smám saman að leysa ígræðslur stofnfrumna úr beinmerg af hólmi, sérlega þar sem eigin blóðvefur sjúk- lings er notaður (samgena) (13). Stofnfrumur úr blóðrás eru orðnar fýsilegur kostur þar sem hægt er, með vaxtarþáttagjöf, að auka stofn- frumuhlutfallið úr 0,01-0,1% í allt að 2-5% (14) . Naflastrengsblóð hefur í síauknum mæli ver- ið notað sem uppspretta stofnfrumna, enda inniheldur blóðið um það bil 1% CD34+ frum- ur (9). Meira en 100 ígræðslur stofnfrumna úr naflastrengsblóði hafa verið framkvæmdar (15) . Notkun stofnfrumna úr naflastrengsblóði hefur ákveðna kosti. Til dæmis eru T-frumur þaðan ekki eins þroskaðar og í fullorðnum og ónæmissvar þeirra minna (16). Því er talið að þær megi nota í ósamgena ígræðslum, jafnvel þótt vefjaflokkamisræmi sé á allt að tveimur til þremur genasamsætum án þess að líkur á sjúk- dómi af völdum græðlings (graft versus host disease, GVHD) verði óásættanlegar (17). Helsti þröskuldurinn við notkun stofnfrumna úr naflastrengsblóði við ígræðslur er talinn sá að fjöldi þeirra l'rumna sem fæst sé of lítill en miðað er við að fjöldi CD34+ frumna þurfi að vera að minnsta kosti 2xl06 /kg líkamsþyngdar til að ígræðsla takist vel (17,18). Um þetta eru þó skiptar skoðanir (17). Markmið rannsóknarinnar var að nota nafla- strengsblóð til að staðla þær in vitro aðferðir sem notaðar eru í dag til að meta stofnfrumu- gæðlinga. Ástæðan fyrir notkun naflastrengs- blóðs í þeim tilgangi var gott aðgengi að efni- viðnum og tiltölulega háu hlutfalli CD34+ l'rumna. Þess má geta að sömu aðferðir eru not- aðar til að meta fjölda og vaxtarhæfileika stofnfrumna í beinmerg, blóðrás og nafla- strengsblóði (21). Þekking og reynsla við mat á stofnfrumugræðlingum er nauðsynlegur undan- fari þess að hægt verði að taka upp stofnfrumu- ígræðslur hérlendis. Efniviður og aðferðir Söfnun naflastrengsblóðs: Naflastrengs- blóði var safnað 15-30 mínútum eftir fæðingu fylgju í dauðhreinsaðar flöskur sem innihéldu

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.