Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1998, Qupperneq 16

Læknablaðið - 15.05.1998, Qupperneq 16
378 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Umræða Niðurstöður rannsóknarinnar benda til þess að naflastrengsblóð sé gagnlegur efniviður við stöðlun þeirra in vitro aðferða sem þarf við mat á stofnfrumugræðlingum. Meðalrúmmál blóðs í nafiastreng var 43,8 ml. Það er heldur lægra en þar sem naflastrengsblóði er safnað til ígræðslu sem skýrist af því að ekki var alltaf klemmt fyrir strenginn strax eftir fæðingu barnsins (23). Val á litunaraðferð fyrir frumuflæðisjárskoð- un var byggt á stöðlum frá Nordic Stem Cell Laboratory Group (NSCL-G) sem bæði Blóð- bankinn og Rannsóknastofa Háskólans í ónæmisfræði eru aðilar að. Samanburður á CD34 gildum milli rannsóknaraðila er hins vegar erfiður vegna mismunandi aðferða við frumuflæðisjárgreiningar á CD34+ frumum (24,29-31). Þess má einnig geta að framleið- endur frumuflæðisjáa (Becton-Dickinson, Coulter) hafa nýverið sett á markað sérstök stofnfrumutalningarsett (ProCount, Stem-Trol) sem auðvelda eiga nákvæma talningu CD34+ frumna og þar með aukna samræmingu milli rannsóknastofa. Aðferðirnar sem beitt var við klónógeníska ræktun gera tiltölulega auðvelt að greina á milli rauðra og hvítra kólónía. BFU-E kólóníur eru samkvæmt okkar skilgreiningu allar kólóníur með rauðfrumusvipgerð (CFU-E, BFU-E, CFU-GEMM). CFU-E kólóníur eru komnar af stofnfrumum sem eru lengra komnar í þroska- ferlinu og hafa eingöngu hæfileika til rauð- frumumyndunar. Þær mynda því einungis eina til tvær þyrpingar sem eru að hámarki 100-200 frumur. BFU-E kólóníur eru afkvæmi stofn- frumna sem eru komnar mun styttra í þroska- ferlinu og mynda kólóníur sem eru fleiri en tvær þyrpingar og innihalda jafnvel meira en I04 frumur. Langflestar rauðfrumukólóníur voru með því útliti. CFU-GEMM kólóníur eru einnig afkvæmi lítt þroskaðra stofnfrumna sem hafa hæfileika til að mynda margar frumugerð- ir, það er granúlócýta, erýtrócýta, makrófaga eða megakarýócýta. CFU-GEMM kólóníur voru taldar með þeim rauðu í metýlsellulósan- um (20). Allar kólóníur með hvítfrumusvipgerð (CFU-G, CFU-M, CFU-GM) töldust til CFU- GM kólónía þar sem hver kólónía innihélt að minnsta kosti 40 frumur. Niðurstöður um tjölda BFU-E og CFU-GM kólónía í naflastrengsblóði eru ekki alltaf sam- hljóða. Niðurstöður okkar eru sambærilegar við birtar rannsóknir (24) en einnig eru þekktar niðurstöður þar sem fleiri CFU-GM kólóníur en BFU-E vaxa (21). Astæðurnar eru líkast til aðferðafræðilegar og undirstrika enn nauðsyn staðlaðra aðferða við kólóníuræktanir (32). I tilraununum var ekki notaður tölvustýrður frystir. Þrátt fyrir það hafði frystingin engin marktæk neikvæð áhrif á kólóníuvöxtinn (25). Sýnt hefur verið fram á að frumustyrkurinn (5- 10xl06 frumur/ml) og DMSO styrkurinn (10%) sem var notaður við frystinguna gefur góðar niðurstöður fyrir CD34+ frumur úr nafla- strengsblóði (22). Almennt er talið að frumu- styrkur við frystingu megi ekki vera meiri en 20x106 frumur/ml (26). Þó eru til niðurstöður sem benda til að hann geti verið mjög hár (27). Það verður því að álykta að frumustyrkur við frystingu sé ekki afgerandi þegar meta skal ár- angur ígræðslu blóðmyndandi stofnfrumna sem hafa verið frystar og þíddar. Einangrun CD34+ frumna í klínískum til- gangi, með segulkúlum eða öðrum sambæri- legum aðferðum, hefur aukist talsvert, sérstak- lega í tengslum við samgena ígræðslur (18). Skiptar skoðanir eru þó um gildi slíkrar ein- angrunar (28). Þróun þessara aðferða er hröð og nauðsynlegt að fylgja henni. Háskammta lyfja- og/eða geislameðferð og gjöf stofnfrumna sem annað hvort hafa verið einangraðir úr sjúklingnum sjálfum eða óskyldum einstaklingi er meðferð sem hefur verið að ryðja sér til rúms. Meðferðinni er beitt gegn krabbameini, sérstaklega hvítblæði (13), en einnig í auknum mæli krabbameini þar sem um föst æxli er að ræða. Þar er brjóstakrabba- mein efst á blaði (18). Þessi rannsókn er nauð- synlegur undanfari þess að hefja megi slíka meðferð á Islandi. Þakkir Ásbjörn Sigfússon sérfræðingur á Rann- sóknastofu Háskólans í ónæmisfræði fær sér- stakar þakkir fyrir aðstoð við frumuflæðisjá og góðar ábendingar við undirbúning þessarar greinar. Starfsfólk kvennadeildar Landspítal- ans fær einnig góðar þakkir fyrir liðlegheit við söfnun naflastrengsblóðs. Rannsóknin var að hluta til styrkt af Nýsköp- unarsjóði námsmanna, Rannsóknarráði íslands og Rannsóknasjóði Háskóla íslands.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.