Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1998, Side 20

Læknablaðið - 15.05.1998, Side 20
382 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 æxli í Krabbameinsskrá. Alls 1205 æxli (633 í kon- um og 572 í körlum) féllu innan ramma rannsókn- arskilgreiningar. Vefjafræðileg staðfesting var í 94% tilfella (þar af 9% greind við krufningu) en 6% tilfella voru greind klínískt. Flest æxlin voru greind á síðustu 10 árum 35 ára tímabilsins eða 46,6%. Meðalaldur sjúklinga við greiningu var 70,4 ár; hjá konum 70,8 ár en hjá körlum 69,8 ár. Langflest æxlin voru hefðbundin kirtilkrabbamein (adenocarcinoma) eða 90,1%. Slímkirtilkrabba- mein (mucinous adenocarcinoma) voru 7,4% en aðrar gerðir voru sjaldgæfari. Hlutfall slímkirtil- krabbameina var hæst í hægri hluta ristils en fór lækkandi yfir í vinstri hluta ristils. Flest æxlin voru staðsett í bugaristli (colon sigmoideum) eða 38,6% og næst flest voru í botnristli (cecum) eða 19,2%. Heldur fleiri æxli greindust hlutfallslega vinstra megin í ristli á seinasta hluta tímabilsins. Alyktanir: Niðurstöður rannsóknarinnar eru að flestu leyti svipaðar því sem sést hjá öðrum þjóð- um. Væg hlutfallsleg aukning æxla vinstra megin í ristli er þó gagnstæð því sem virðist annars staðar. E-03. Ristilkrabbamein á íslandi 1955- 1989. Afturvirk rannsókn á Dukes flokkun og þroskunargráðu kirtil- krabbameina Lárus Jónasson, Jón Gunnlaugur Jónasson, A.v- geir Theódórs, Þorvaldur Jónsson, Jónas Magnús- son, Jónas Hallgrímsson Frá Rannsóknastofu Háskólans í meinafrœði, hand- og lyflœkningadeild Sjúkrahúss Reykjavíkur, handlœkningadeild Landspítalans Inngangur: Tilgangur þessarar rannsóknar var að endurskoða öll kirtilkrabbamein (adenocarcin- oma) á tímabilinu 1955-1989 og meta þroskunar- gráðu og Dukes flokkun í tengslum við staðsetn- ingar innan ristilsins. Efniviður og aðferðir: Upplýsingar um alla sjúklinga sem greindust með ristilkrabbamein á tímabilinu voru fengnar frá Krabbameinsskrá Krabbameinsfélags íslands og vefjasýni, -beiðnir og -svör fengust hjá Rannsóknastofu Háskólans f meinafræði og meinafræðideild Fjórðungssjúkra- hússins á Akureyri. Æxlin voru endurflokkuð sam- kvæmt WHO flokkunarkerfinu. þroskunargráða metin, Dukes flokkun gerð og staðsetning æxlanna skráð. Niðurstöður: Hefðbundin kirtilkrabbamein voru 999 eða 90,1% vefjafræðilega staðfestra æxla, slímkirtilkrabbamein (mucinous adenocarcinoma) voru 82 eða 7,4% og signetskrabbamein (signet ring carcinoma) voru 12 eða 1,1%. Aðrar gerðir voru samtals 1,4%. Flest æxlin voru af þroskunar- gráðu 2 eða 70,1%, en 13,4% voru af gráðu 1 og 16,5% af gráðu 3. Heldur hærra hlutfall var af illa þroskuðum æxlum hjá konum. Æxli í vinstri hluta ristils voru hlutfallslega best þroskuð og betur en æxli í miðhluta ristils, en æxli í hægri hluta ristils reyndust hlutfallslega verst þroskuð. Unnt reyndist að flokka 88,5% æxlanna eftir Dukes kerfi. Flest æxlin voru Dukes B eða 37,3% en Dukes C voru 27,8%. Mismunur milli kynja var óverulegur. Tengsl voru milli verri þroskunargráðu æxlanna og aukinnar útbreiðslu samkvæmt Dukes flokkun. Æxlisútbreiðsla reyndist hlutfallslega komin á hærra Dukes stig hægra megin í ristli en vinstra megin. Ekki varð veruleg breyting á hlutfalli milli Dukes flokka á rannsóknartímabilinu. Alyktanir: Svo virðist sem kirtilkrabbamein í hægri hluta ristils séu verr þroskuð og lengra geng- in við greiningu en í vinstri hluta. Æxli í ristli virð- ast ekki hafa greinst mikið fyrr í sjúkdómsferlinu á síðari árum borið saman við fyrri ár rannsóknar- tímabilsins, sé tekið mið af niðurstöðum Dukes flokkunar. E-04. Erfðaefnisbreytingar í ættgengu ristilkrabbameini Jónína Þ. Jóhannsdóttir, Sóiveig Grétarsdóttir, Guðríður H. Olafsdóttir, Jón Þór Bergþórsson, Jón Gunnlaugur Jónasson, Valgarður Egilsson, Sigurð- ur Ingvarsson Frá Rannsóknastofu Háskólans í meinafrœði, Rannóknastofu Krabbameinsfélags Islands í sam- einda- og frumulíjfrœði Á íslandi er ristilkrabbamein þriðja til fjórða al- gengasta æxlisgerðin og talið er að um 5-10% megi rekja til erfða. Algengasta ættgenga ristilkrabba- meinið kallast HNPCC (hereditary non-polyposis colorectal carcinoma) en það erfist með ríkjandi hætti og meðalaldur við greiningu er um 42 ár. Hjá arfberum sést einnig aukin tíðni annarra krabba- meinsgerða. HNPCC er rakið til stökkbreytinga í genum DNA mispörunarviðgerða og hafa kímlínu- breytingar fundist í fimm genunt, hMSH2, hMLHl, hPMSl, hPMS2 og hMSH6. í æxlunum sést mikill óstöðugleiki í erfðaefninu. Þessi svipgerð hefur verið kölluð RER+ svipgerð (replication error) og er hægt að nota hana til skimunar fyrir HNPCC. Markmið rannsóknarinnar er að skima fyrir stökk- breytingum í íslenska efniviðnum og athuga út- breiðslu sjúkdómsins hér á landi. Við höfum skimað fyrir RER+ svipgerðinni í 190 æxlum frá ristli og endaþarmi. Hópnum var skipt í tvo hluta eftir greiningaraldri (eldri og yngri en 50 ára). Eldri hópurinn sýndi RER+ svipgerð í 15% tilfella en tíðnin var 38% hjá þeim yngri. RER+ æxli eru frekar staðsett í hægri hluta ristils (ascend- ing og transverse) en RER- æxli fundust frekar í

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.