Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1998, Qupperneq 21

Læknablaðið - 15.05.1998, Qupperneq 21
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 383 vinstri hluta ristilsins (descending). Hér gæti verið um stökkbreytingar í mismunandi genum að ræða. Með ættrakningu hafa fundist sex fjölskyldur með sögu um ristilkrabbamein, sem sýna RER+ svip- gerð og aukna tíðni magakrabbameina. íslenski efniviðurinn hefur verið skimaður með SSCP með tilliti til stökkbreytinga í hMSH2 gen- inu. Fundist hafa tvær sómatískar stökkbreytingar en engin kímlínubreyting hefur fundist hér á landi. Ætla má að sjúkdómurinn finnist í svipaðri tíðni hér og annars staðar á Vesturlöndum. Sameiginleg arfgerð fannst hjá einstaklingum í einni fjölskyldu sem bent gæti til tengsla við hPMS2 genið á litn- ingi 7p. Ekki greindist marktækur munur á arfgerðum ristilkrabbameinssjúklinga og heilbrigðra einstak- linga þegar skoðuð eru litningasvæði sem bera gen DNA mispörunarviðgerða. E-05. Hlutverk integrina í samskiptum eðlilegra og afbrigðilegra þekjufrumna úr brjóstavef við nánasta umhverfi Hihnar Viðarsson, Helga M. Ögmundsdóttir Frá Rannóknastofu Krabbameinsfélags Islands í sameinda- og frumulíffrœði Integrin eru fjölskylda aþ misleitra tvennda (het- erodimers) sem ábyrg eru fyrir tengslum frumna við millifrumuefnið. Sýnt hefur verið fram á tap á tjáningu sumra integrina, meðal annars a;pi, í brjóstakrabbameinsæxlum og virðist það tengjast ífarandi vexti. A hinn bóginn hefur fundist aukin tjáning sumra integrina í góðkynja hnútum og in situ ductal og lobular brjóstakrabbameinum. Til að kanna hlutdeild integrina í samskiptum afbrigði- legra þekjufrumna úr brjóstavef við nánasta um- hverfi sitt og áhrif umhverfisins á hegðun og vöxt frumnanna, ræktuðum við ferskan brjóstavef í þrí- víðum ræktum, sem síðan voru notaðar annars veg- ar til mótefnalitanna og hins vegar rannsókna á inn- anfrumuboðflutningi. í þessum hluta rannsóknar- innar var könnuð tjáning á kollagen/laminin viðtak- anum a:þi og integrin-einingunum þi, þj, 06, a> og a: á yfirborði eðlilegra, góðkynja og illkynja þekjufrumna úr brjósti og sú tjáning borin saman við tjáningu integrina á yfirborði samsvarandi vefjagerða ræktaðra in vitro í þrívíðum hlaup-rækt- um. Fram að þessu hafa verið litaðar vefjasneiðar úr fjórum illkynja æxlum, tveimur góðkynja hnútum, þremur sýnum úr eðlilegum brjóstavef og fimm sýnum úr vitrogen geli (kollagen I) ræktum. Búast má við að niðurstöður sem kynntar verða í erindi byggist á fleiri sýnum. Sýnt var fram á minnkun á tjáningu flestra integrina og jafnvel algert tap á tjáningu annarra, til dæmis a:þi, á yfirborði ill- kynja æxla og virtist sú tilhneiging vera þegar kom- in fram í góðkynja hnútunum samanborið við eðli- legan vef. P> og a3 voru þær integrineiningar sem einna helst sáust tjáð í illkynja æxlunum og virtust halda því sem næst eðlilegri tjáningu í góðkynja hnútunum. Enn fremur var sýnt fram á sterka in- tegrintjáningu á yfirborði þekjufrumna ræktaðra í þrívíðum hlaupum og verður næsta skref í rann- sókn þessari að kanna boðflutning í gegnum þau. E-06. Hormónaviðtakamælingar í brjóstakrabbameinum. Samanburður tveggja aðferða við viðtakaákvörðun Jón Gunnlaugur Jónasson, Sigurrós Jónasdóttir, Aðalgeir Arason, Helgi Sigurðsson, Bjarni A. Agn- arsson Frá Rannsóknastofu Háskólans í meinafrœði, krabbameinslœkningadeild Landspítalans Inngangur: Tilgangur rannsóknarinnar var að bera saman niðurstöður tveggja aðferða við að meta hormónaviðtaka í brjóstakrabbameinsæxlum. Annars vegar er um að ræða DCC aðferð, sem hef- ur verið notuð á Rannsóknastofu Háskólans í meinafræði síðan 1982 og hins vegar mótefnalitun á vaxinnsteyptum æxlisvef á vefjasneiðum (IHC). Efniviður og aðferðir: Rannsóknarefniviður voru brjóstakrabbamein sem bárust Rannsókna- stofu Háskólans í meinafræði á tímabilinu nóvem- ber 1996 til desember 1997. Þegar mögulegt reynd- ist var tekinn vefur til hefðbundinnar DCC ákvörð- unar á viðtökum fyrir estrógen og próogesterón og jafnframt var gerð mótefnalitun á vefjasneiðum. Alls komu inn í rannsóknina 92 æxli og reyndist unnt að meta hormónaviðtakamagn við vefjalitun í öllum tilvikum en ekki tókst að ákvarða með DCC aðferð magn estrógenviðtaka í tveimur æxlum og heldur ekki prógesterónviðtaka í sjö æxlum. Gott samræmi kom fram í rannsókninni milli aðferðanna tveggja. Betra samræmi fékkst fram í ákvörðun estrógenviðtaka eða 94% en í ákvörðun pró- gesterónviðtaka 80%. Niðurstöður: Spágildisútreikningar sýndu að næmi DCC aðferðarinnar miðað við IHC aðferð var 96% fyrir estrógen en 76% fyrir prógesterón, en sérhæfni reyndist 95% fyrir estrógen og 93% fyrir prógesterón. Næmi IHC aðferðar miðað við DCC mælingar reyndist 99% fyrir estrógen en 95% fyrir prógesterón og sérhæfni reyndist 86% fyrir estró- gen en 68% fyrir prógesterón. Af alls 175 samanburðarmælingum reyndust 15 vera með andstæðum niðurstöðum eða 8,6%. Þar af voru 12 niðurstöður ákvörðunar prógesterónvið- taka, þar sem DCC aðferð reyndist neikvæð en IHC aðferð jákvæð. Alyktanir: Niðurstöður þessar eru mjög sam-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.