Læknablaðið - 15.05.1998, Page 24
386
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84
3418 amínósýrur að lengd. Ein BRCA2 stökkbreyt-
ing hefur fundist á íslandi, 5 basapara úrfelling í
táknröð 9 (999del5) og afleiðing hennar er að að-
eins um 1% af prótíninu myndast. í æxlum er eðli-
lega eintak gensins nær undantekningarlaust horfið
og því má ætla að ekkert BRCA2 prótín sé fram-
leitt. Sama breytingin hefur fundist í öllum BRCA2
tengdum ættum á Islandi, sem bendir til að um
landnemastökkbreytingu sé að ræða. Tekist hefur
að rekja hluta ættanna til sameiginlegs forföður á
16. öld en það er ljóst að hún er mun eldri. Athug-
anir á tilviljanakenndu úrtaki úr íslensku þjóðinni
sýndu að breytingin fannst í einum af hverjum 170.
Hjá bjóstakrabbameinssjúklingum fannst breyting-
in í 7,7% kvenna og í 40% karla með krabbamein í
brjósti. Stökkbreytingin finnst marktækt oftar f
ungum konum með sjúkdóminn (yngri en 40 ára).
Athuganir okkar á fjölskyldusögu einstaklinga með
BRCA2 stökkbreytingu sýna að tjáning breytingar-
innar er breytileg. I sumum fjölskyldum eru arfber-
ar í mikið aukinni áhættu að fá brjóstakrabbamein
en í öðrum fjölskyldum er áhættan minni. Þetta
bendir til að aðrir þættir, svo sem önnur gen eða
umhverfisþættir hafi áhrif á sýnd sjúkdómsins.
E-10. Breytingar í erfðaefni brjóstaæxla
frá einstaklingum sem bera 999del5
kímlínubreytingu í BRCA2 geni
Sigurður Ingvarsson, Ella Kristín Geirsdóttir,
Guðrún Jóhannesdóttir, Guðný Eiríksdóttir, Bjarni
A. Agnarsson, Jón Gunnlaugur Jónasson, Gísli
Ragnarsson, Valgarður Egilsson, Rósa Björk Bark-
ardóttir
Frá Rannsóknastofu Háskólans í meinafrœði og
frumulíffrœði
Kímlínubreytingar í BRCA2 geni valda aukinni
hættu á brjóstakrabbameini. Greinst hefur hækkuð
tíðni úrfellinga og magnana í erfðaefni brjóstaæxla
frá einstaklingum sem bera BRCA2 kímlínubreyt-
ingar (1). Við höfum kortlagt breytingar á erfðaefni
litnings 3p í æxlum sjúklinga sem bera 999del5
kímlínubreytingu í BRCA2 geni og greint háa tíðni
á svæði 3pl4.2-p21.1, þar sem FHIT æxlisbæligen-
ið er staðsett (2). Um er að ræða mun hærri tíðni
breytinga en greinist í brjóstaæxlum frá einstak-
lingum sem bera ekki BRCA2,999del5 kímlínu-
breytinguna. Aukin tíðni breytinga kemur einnig
fram á litningi 17p, þar sem TP53 æxlisbæligenið
er staðsett (3). Með frekari skimun á erfðaefni frá
æxlisvef BRCA2,999del5 sjúklinga með microsa-
tellite erfðamörkum greinast nokkur litningasvæði
með hærri tíðni litningabreytinga en í brjósta-
krabbameinsæxlum almennt, meðan önnur litn-
ingasvæði hafa svipaða tíðni breytinga. Þessi
hækkaða tíðni breytinga gæti vísað á gen sem áhrif
hafa á æxlisvöxt í BRCA2,999del5 einstaklingum.
Uppsöfnun litningabreytinga gæti fylgt sérstöku
ferli í þessum einstaklingum. Þessi aukna tíðni litn-
ingabreytinga í æxlum BRCA2 sjúklinga verður
rædd með tilliti til starfsemi brcal prótíns við end-
urröðun og viðgerðir á DNA sameindum.
HEIMILDIR
1. Tirkkonen M, et al. Cancer Res. 1997; 57: 1222-7.
2. Bergthorsson JT. etal. Eur J Cancer 1998; 34: 142-7.
3. Eiriksdottir G, et al. Oncogene 1998; 16: 21-6.
E-ll. Tengsl áhættuþátta brjósta-
krabbameins við afleiðingar stökkbreyt-
inga í BRCA2 geni
Laufey Tryggvadóttir, Steinunn Thorlacius,
Trausti Sigurvinsson, Guðríður H. Ólafsdóttir, Sig-
rún Stefánsdóttir, Jón Gunnlaugur Jónasson, Hrafn
Tulinius, Helga M. Ögmundsdóttir, Jórunn E. Ey-
fjörð
Frá Tölvinnustofu KI, Krabbameinsskrá Kí, Rann-
sóknastofu Krabbameinsfélags Islands í sameinda-
og frumulíffrœði
Ljóst er að til eru konur sem bera BRCA stökk-
breytingar og fá ekki brjóstakrabbamein þótt þær
nái háum aldri. Einnig er misjafnt á hvaða aldri arf-
berar greinast með brjóstakrabbamein. Mikilvægt
er að kanna hvað hefur áhrif á áhættuna. Þessi rann-
sókn leitar svara við því hvort eftirfarandi áhættu-
þættir brjóstakrabbameins komi þarna við sögu:
fæðinga- og blæðingasaga, hormónanotkun, geisl-
un, reykingar og hreyfing.
Þetta er sjúklinga- viðmiðarannsókn innan feril-
rannsóknar sem byggir á svörum 92.000 kvenna
sem allar hafa sótt Leitarstöð Krabbameinsfélags-
ins og gefið upplýsingar um fæðinga- og blæðinga-
sögu. í rannsóknarhópnum eru 1252 konur sem
greinst hafa með brjóstakrabbamein eftir að hafa
gefið upplýsingar og 2447 konur til viðmiðunar.
Upplýsingar um geislun fást úr skrám sem varða
eftirlit og meðferð vegna berkla á Islandi og upp-
lýsingar unr reykingar, hreyfingu og fleira koma úr
skrám Hjartaverndar.
Leitað verður að stökkbreytingunni 999del5 í
BRCA2 geninu í æxlunt sjúklinganna. Athugað
verður: a) Hvort einhverjir af áhættuþáttunum séu
meira eða minna áberandi hjá arfberum en öðrum
brjóstakrabbameinssjúklingum. b) Hvort áhættu-
þættirnir tengist aldri við greiningu brjóstakrabba-
meins hjá arfberum. Fyrir þennan hluta verður leit-
að að stökkbreytingum hjá ættingjum arfbera og
hjá sérstökum viðmiðum þeirra