Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1998, Side 29

Læknablaðið - 15.05.1998, Side 29
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 391 Þessi athugun sýnir að 999del5 breytingin finnst í einstaklingum með briskrabbamein. Þar sem um mjög sjaldgæfan sjúkóm er að ræða er erfitt að meta hversu mikil áhættan er fyrir aribera en rétt að hafa þetta í huga við eftirlit með einstaklingum sem bera kímlínubreytingu í BRCA2 geni. V-03. BRCA2 og blöðruhálskirtils- krabbamein Stefán Sigurðsson, Steinunn Thorlacius, Jón Tóm- asson, Laufey Tryggvadóttir, Kristrún Benedikts- dóttir, Rósa Björk Barkardóttir, Jórunn E. Eyfjörð, Eiríkur Jónsson Frá Rannsóknastofu Krabbameinsfélags Islands í sameinda- og frumulíjfrœði, Krabbameinsskrá KI, Rannsóknastofu Háskólans í meinafrœði ogfrumu- líffrœði, þvagfœraskurðdeild Sjúkrahúss Reykjavík- ur Krabbamein í blöðruhálskirtli er algengasta krabbamein hjá íslenskum karlmönnum. Tíðni sjúkdómsins hefur aukist síðustu ár og stafar það meðal annars af betri greiningaraðferðum. Sjúk- dómurinn getur verið mjög breytilegur, allt frá því að vera einkennalaus og upp í það að valda dauða. Því er mikilvægt að geta skilið þá frá sem ekki eru líklegir til að fá alvarlegan sjúkdóm og hlífa þeim þar með við meðferð og hugsanlegum afleiðingum hennar. Að sama skapi er mikilvægt að greina þá í tíma sem þarfnast meðferðar. Leitað er að áhættuþáttum blöðruhálskirtils- krabbameins bæði arfgengum stökkbreytingum sem auka líkur á að einstaklingar fái krabbamein og einnig breytingum í æxlum sem geta gefið vísbend- ingu um framvindu sjúkdómsins. BRCA2 genið sem er staðsett á litningi 13 hefur verið tengt við ættlægt brjóstakrabbamein í konum og körlum. Að- eins ein stökkbreyting í BRCA2 geninu hefur fund- ist í íslenskum fjölskyldum og allir arfberar virðast hafa sömu setröðina. Ákveðið var að athuga þátt BRCA2 kímlínu- breytingarinnar hjá einstaklingum með krabbamein í blöðruhálskirtli og tengsl breytingarinnar við horfur. Af þeim 27 einstaklingum sem tilheyra BRCA2 ættum og greindust með krabbamein í blöðruhálskirtli reyndust 14 hafa stökkbreytinguna. Allir þeir sjúklingar sem greindust með úrfelling- una í BRCA2 geninu höfðu mjög alvarlegan sjúk- dóm og allir nema einn létust af hans völdum. Þeim sjúklingum í BRCA2 ættunum sem ekki höfðu stökkbreytinguna vegnaði mun betur. Niðurstöður rannsóknarinnar gefa okkur vísbendingu um að stökkbreytingar í BRCA2 geninu geti skipt máli í framvindu krabbameinsins. V-04. Brjóstakrabbameinsáhætta í arf- berum 999del5 í BRCA2 geninu Steinunn Thorlacius, Jeffrey P. Struewing, Guð- ríður H. Olafsdóttir, Sholom Wacholder, Patricia Hartge, Laufey Tryggvadóttir, Helgi Sigvaldason, Hrafn Tulinius, Jórunn E. Eyfjörð Frá Rannsóknastofu Krabbameinsfélags Islands í sameinda- og frumulíjfrœði, Krabbameinsskrá KI, National Cancer Institute, National Institute of Health, Bethesda, USA Því hefur verið haldið fram að ævilöng uppsöfn- uð brjóstakrabbameinsáhætta fyrir arfbera með BRCA2 stökkbreytingu sé yfir 80%. Þetta mat er unnið út frá fjölþjóðarannsókn á mjög sérstökum fjölskyldum með háa tíðni brjóstakrabbameins. Út- reikningar á áhættu eru mögulegir ef þekkt er stökkbreytingartíðni hjá nægilega stóru úrtaki úr einni þjóð eða þjóðfélagshópi. Rannsókn sem gerð var á Ashkenazi gyðingum (þar sem þekktar eru nokkrar stökkbreytingar í BRCAl og BRCA2 genunum) benti til að áhættan væri 50-60%. Þar sem aðeins er þekkt ein, tiltölu- lega algeng stökkbreyting í BRCA2 geninu í Is- lendingum er hægt að nota upplýsingar um krabba- mein í ættingjum arfbera til að meta krabbameins- áhættuna. Rannsóknir okkar á fjölskyldum einstaklinga með 999del5 stökkbreytingu í BRCA2 geninu styðja það að áhættan sé ekki jafn há og fyrst var haldið fram. Við höfum fundið BRCA2 stökkbreyt- ingu í einstaklingum með litla fjölskyldusögu um krabbamein og meintum (obligate) arfberum sem náð hafa sjötugsaldri án þess að fá sjúkdóminn. Gera má ráð fyrir að helmingur fyrsta stigs ættingja arfbera beri einnig stökkbreytinguna. Safnað var upplýsingum um krabbamein í fyrsta stigs ættingj- um brjóstakrabbameinssjúklinga og þær upplýsing- ar notaðar til að meta áhættu í arfberum. Niðurstöð- ur okkar benda til að áhættan sé lægri en áður hef- ur verið talið eða um 37% um sjötugt. Það er ljóst að brjóstakrabbameinsáhætta er mun meiri í sumum BRCA2 arfberum en öðrum. Það er mikilvægt að kanna hvaða þættir hafa þar áhrif á. V-05. Samanburður á erfðaefnisbrengl- unum BRCA2 æxla og sporadískra æxla á litningum 9,11*13,17 og 20 Ella Kristín Geirsdóttir, Guðrún Jóhannesdótlir, Sigurður Ingvarsson, Guðný Eiríksdóttir, Bjarni A. Agnarsson, Júlíus Guðmundsson, Valgarður Egils- son, Rósa Björk Barkardóttir Frá Rannsóknarstofu Háskólans í meinafrœði og frumulíffrœði Kímlínustökkbreytingar í BRCA2 geninu eiga þátt í aukinni áhættu á brjóstakrabbameini. Á Is-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.