Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1998, Side 37

Læknablaðið - 15.05.1998, Side 37
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 397 Frumvarp til laga um gagnagrunna á heilbrigðissviði Skráning í læknisfræðilega gagnagrunna Tómas Zoéga Inngangur Stundum gerast hlutir hratt á íslandi. Hraði getur verið nauðsynlegur, en í öðrum tilvikum hefur hann ófyrirsjáanlegar afleiðingar. Mánudaginn 23. mars síðastliðinn var grein- arhöfundur boðaður með eins og hálfs tíma fyr- irvara á fund í Heilbrigðisráðuneytinu. Fundar- efnið var ekki gefið upp í fundarboði, en á fundinum voru um 10 manns, meðal annarra landlæknir og forseti læknadeildar og stýrði ráðuneytisstjóri fundinum. Rætt var um laga- setningu um miðlægan gagnagrunn, sem ætti að geyma heilsufarsupplýsingar um alla lands- menn. Skyldi einkaaðili kosta gerð grunnsins, en upplýsingar um einstaklinga yrði dulkóðað- ar. Sá sem kostaði gerð grunnsins fengi 15 ára einkaleyfi á upplýsingum úr grunninum. Eng- um gögnum var dreift á fundinum, en á vegg var kastað skýringarmynd sem skýrði í grófum dráttum hvernig gögn yrðu unnin úr sjúkra- skrám. A fundinum var rætt um að hinn mið- lægi persónutengdi grunnur yrði geymdur hjá landlækni. Fram kom að þröngur hópur einstaklinga hefði unnið að undirbúningi málsins, en ekki fékkst upplýst hverjir það voru. Landlæknir krafðist þess að hópurinn fengi til aflestrar þau gögn sem ráðuneytið væri að vinna með, þannig að auðveldara væri að átta sig á því hvað um væri að ræða. Tveimur dögum síðar, hinn 25. mars, fékk svo greinarhöfundur send sem trúnaðarmál þau drög að frumvarpi til laga um gagnagrunna á Höfundur er yfirlæknir geðdeildar Landspítalans. heilbrigðissviði, sem ráðuneytið var að vinna með og fundarboð um fund samdægurs, fjórum tímum eftir móttöku gagnanna. Var þess jafn- framt getið í fundarboði að kæmist móttakandi ekki á fundinn „en hafi einhverjar tillögur um breytingar, eða athugasemdir varðandi frum- varpið, væri gott að fá þær fyrir hádegi fimmtu- daginn 26. mars n.k.“ A fundinum lýstu margir fundarmanna mikl- um efasemdum um ýmis atriði frumvarpsins. Þeir fundarmenn sem greinilega höfðu haft eitthvert veður af frumvarpinu fyrir fyrri fund- inn höfðu nú meiri efasemdir til frumvarpsins en áður. Einn lögfræðinga ráðuneytisins stýrði seinni fundinum en engu líkara var en umræðan sner- ist um mál sem sent hefði verið ráðuneytinu til afgreiðslu af utanaðkomandi aðilum. Hinn 30. mars síðastliðinn skýrði Ríkisút- varpið síðan frá væntanlegu frumvarpi um að heilbrigðisráðherra fái heimild til að láta einka- fyrirtæki gera miðlægan gagnagrunn með öll- um heilsufarsupplýsingum um Islendinga, svo sem sjúkrahúslegum, heimsóknum á lækninga- stofur, lyfjanotkun, greiðslum Tryggingastofn- unar ríkisins, erfðafræðilegum upplýsingum og fleiru. Umrætt einkafyrirtæki átti síðan að fá öll gögnin „dulkóðuð" en einkaréttartíminn var nú orðinn 12 ár. Umræðan um málið síðan hefur á köflum verið hvöss, en ber þess merki að fólk hefur ekki haft tíma til að setja sig inn í málið. Þetta kom greinilega fram við fyrstu umræðu máls- ins á Alþingi.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.