Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1998, Síða 38

Læknablaðið - 15.05.1998, Síða 38
398 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Er nokkuð athugavert við þessa hugmynd? Forstjóri Islenskrar erfðagreiningar sagði í viðtali við Morgunblaðið hinn 3. apríl síðast- liðinn: ,,....að eftir 10 til 15 ár verði búið að finna alla þessa erfðavísa. Ef við ætlum þessu fyrirtæki lengra líf verður að finna einhvern annan vettvang fyrir starfsemi þess“ Síðar í sama viðtali sagði forstjórinn: ,,....ef svona gagnagrunnur er settur saman á skyn- samlegan hátt gæti hann haft byltingarkennd áhrif á heilbrigðisþjónustu um allan heim.“ Svo mörg voru þau orð. Síðar í sama viðtali var rætt um kostnað við gerð gagnagrunnsins, atvinnuskapandi mögu- leika sem hann veitir og því haldið fram að dulkóðun upplýsinga tryggði að ekki væri hægt að bera kennsl á einstaklinga. Forsætisráðherra hefur sýnt máli þessu óvenjulegan áhuga og í viðtali við Morgun- blaðið hinn 8. apríl sagði hann: „...að upplýs- ingum hefði verið safnað í heilbrigðiskerfinu hér af einhverjum ástæðum og það gæti ekki verið út í loftið að þær hefðu verið skráðar, heldur hlyti það að vera til að þær kæmu að gagni“. Loksins hafa sjúkraskrár öðlast tilgang! Forsætisráðherra og forstjóri íslenskrar erfðagreiningar leggja mikla áherslu á að um- rætt frumvarp um gagnagrunna fái afgreiðslu á yfirstandandi vorþingi. Heilbrigðisráðherra sagði í viðtali við Morg- unblaðið hinn 9. apríl síðastliðinn: ,,....að við eigum að nota sumarið til að Ijúka umræðu um þetta mál og taka það strax upp á haustþingi og ljúka því“. í umræðum á Alþingi um frumvarp- ið hinn 16. apríl sagðist heilbrigðisráðherra ekki ætla að koma í veg fyrir afgreiðslu frum- varpsins á vorþinginu. Ráðherrann ítrekaði þó fyrri ummæli sín um að hún væri ekki að pressa á afgreiðslu frumvarpsins og að hún vildi að það fengi ítarlega og efnislega um- ræðu. Af hverju eru þá ekki allir ánægðir? Eins og fram hefur komið taka margir boðun frumvarpsins með miklum fyrirvara. Læknafélag íslands og Siðfræðiráð þess hafa sett fyrirvara við þessar hugmyndir. Hjúkrunar- fræðingar og líffræðingar hafa lýst yfir áhyggj- um sínum vegna frumvarpsins. Tölvunefnd og Vísindasiðanefnd vissu hvor- ug neitt um frumvarpið áður en það var lagt fram og hafa báðar nefndirnar lýst yfir vilja sínum til að fjalla ítarlega um það. Prófessorar í tölvunarfræðum við Háskóla Islands hafa lýst yfir miklum efasemdum um öryggi gagna- grunns eins og þess sem frumvarpið boðar. Margir hafa einnig haft áhyggjur af því hvaða afleiðingar einkaleyfi á upplýsingum úr gagna- grunninum muni hafa. Hverjar eru efasemdir lækna? Læknasamtökin hafa látið sig mjög varða allar læknisfræðirannsóknir á mönnum, ekki síst þau atriði er snúa að réttindum sjúklinga, almennum leikreglum og mati á rannsóknar- áætlunum. Fyrir mikinn þrýsting lækna var í Lögum um réttindi sjúklinga (1) sett ákvæði um vísinda- siðanefnd. í Helsinkiyfirlýsingu Alþjóðafélags lækna (2) og alþjóðlegum leiðbeiningum CI- OMS/WHO (3) eru skilgreind verkefni og verksvið slíkra nefnda. Þessum reglum hafa einnig verið gerð rækileg skil í alþjóðlegum leiðbeiningum frá árinu 1991 um siðfræðilegt mat á rannsóknaráætlunum í faraldsfræði (4). Tölvunefnd hefur starfað í nokkur ár sam- kvæmt Lögum um skráningu og meðferð per- sónuupplýsinga (5). Þessar nefndir eru við störf til að tryggja að ákveðnum leikreglum sé fylgt við framkvæmd rannsókna á mönnum. Engin spurning er um það að ef upplýsingar um einstaklinga eru sett- ar í miðlægan gagnagrunn eins og frumvarpið fjallar um þá hljóta Tölvunefnd og Vísinda- siðanefnd að vera umsagnaraðilar. í Helsinkiyfirlýsingunni er því slegið föstu að ábyrgðina á því að einstaklingur, sem gengst undir rannsóknina verði ekki fyrir skaða, beri sá sem rannsóknina gerir. Grundvallarforsenda er að aflað sé formlegs samþykkis byggðu á vitneskju (informed con- sent) og hins vegar að rannsóknaráætlunum og öllum breytingum á þeim sé vísað til viðeig- andi siðfræðilegrar umsagnarnefndar (Ethics Committee). Það væri kaldhæðnislegt nú þegar loksins er búið er að setja alþjóðlegar reglur um fram- kvæmd rannsókna á mönnurn hér á Islandi, væri þeim umbylt með sérstakri löggjöf. Lög- gjöf sem á hvergi sinn líka nokkurs staðar í heiminum.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.