Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1998, Qupperneq 43

Læknablaðið - 15.05.1998, Qupperneq 43
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 403 ing um erfðamengi mannsins og mannréttindi (1) og hins vegar Yfirlýsing um viðeigandi verklag við erfðarannsóknir frá siðfræðinefnd Mannerfðamengisstofnunarinnar (Human Gen- ome Organization, HUGO) (2). Frumvarpið virðist mér heldur ekki samræmast mörgum ákvæðum í samþykkt Evrópuráðsins frá 13. febrúar 1997 um vernd heilsufarslegra upplýs- inga (3). I samþykkt Evrópuráðsins er áhersla lögð á að hópurinn sem safna á upplýsingum úr sé upplýstur um eðli rannsóknanna og hafi gefið samþykki sitt. Einnig er ákvæði um að aðilar að rannsókninni þurfi að gefa upp hvort hugs- anlega sé um hagmunaárekstra að ræða. Einnig eru skýr ákvæði í samþykkt Evrópuráðsins um það hvenær sé heimilt að safna eða dreifa heilsufarsgögnum. Ekkert þessara atriða virðist falla að hugmyndum um gagnagrunninn og fyr- irhugaða notkun hans. Ef til vill er stærsta atriðið í þessu máli hver sé réttur hvers einstaklings sem á gögn í slíkum gagnagrunni. Ég tel að gagnagrunnurinn sé þess eðlis að hægt sé að rekja gögn aftur til sjúklingsins bæði á vinnslustigum og eins eftir að gögnin eru komin inn í kóðaða grunninn. Mér skilst reyndar að samkvæmt útfærslu ís- lenskrar erfðagreiningar sé beinlínis gert ráð fyrir að hægt sé leita aftur til valinna hópa sjúk- linga sem gögn eiga í grunninum. Undir slíkum kringumstæðum er það ófrávíkjanlegt að sjúk- lingur gefi upplýst og óþvingað samþykki sitt fyrir því að gögn um hann séu geymd í grunn- inum. Upplýsingarnar sem þurfa að koma fram til einstaklingsins eru tilvist og innihald skýrslu, af hverju gögnum er safnað og til hverra gögn- in geti verið send. Einnig þarf að koma fram ákvæði um rétt einstaklings til að neita sam- þykki eða til að draga samþykki sitt til baka og hverjar afleiðingar slíkra aðgerða væru. Ein- staklingar hljóta einnig að eiga rétt á að sjá gögnin um sig í gagnagrunninum og leiðrétta og ganga þarf frá hvað gera skuli við óvæntar niðurstöður rannsókna. Allt þetta ferli er flókið og óljóst að hægt sé að koma því til skila til heillar þjóðar þannig að viðunandi sé. Miðað við hvað mörg lög og reglur snerta þetta frum- varp og hvað eðli upplýsinganna er viðkvæmt þá er það ótrúlegt að frumvarpið inniheldur engin ákvœði um þessi mál. Virðingu þjóðarinnar setur niður Öllum þeim sem fylgjast með alþjóðlegum fréttum í erfðafræði er ljóst að smáþjóðir og staðbundin þjóðarbrot hafa orðið fyrir miklum ágangi öflugra erfðarannsóknafyrirtækja. Und- anfarin ár hafa slík fyrirtæki gengið mjög hart fram í að safna upplýsingum og lífsýnum frá þeim og er frægasta dæmið kannski ásækni fyr- irtækisins Sequana Therapeutics á smáeyjunni Tristan da Cunha. I rannsóknum sínum gæta fyrirtækin oft ekki að virðingu fólksins sem rannsakað er og það fólk getur átt á hættu að vera brennimerkt sem hópur eða einstaklingar, til dæmis vegna erfða- galla sem er algengari hjá því en öðrum. Einnig njóta hópamir sem eru rannsakaðir oftast ekki fjárhaglegs ágóða sem felst í slíkum rannsókn- um. Þessi skefjalausi ágangur erlendra fyrirtækja hefur leitt til þess að margar þjóðir keppast við að setja lög og reglur til að vemda sinn hag. í okkar heimshluta urðu Finnar, önnur kjörþjóð til erfðarannsókna, harkalega fyrir þessari ásækni. Frægasti mannerfðafræðingur Finna, prófessor Albert de la Chapelle, kallaði þetta fyrirbæri þyrluerfðafræði. Fulltrúar fyrirtækis lenda í þyrlu, taka blóðsýni og upplýsingar og fljúga burt en eftir situr fólkið án þess að skilja hætturnar samfara þátttöku eða verðmæti upp- lýsinganna sem það gaf frá sér. Ég held ein- dregið að við ættum að leita álits vina okkar Finna til að skilja betur um hvað málið snýst áður en við byggjum eitthvað sem gæti verið gagnagrunnsflugstöð fyrir þyrluerfðafræðing- ana. Hérlendis birtist þessi ásælni rannsóknarfyr- irtækja í erfðaverðmætin í annarri mynd en eðli málsins er í mörgum atriðum hið sama. Einka- fyrirtæki ásælist erfðaverðmæti þjóðarinnar án eðlilegs endurgjalds og spurning er um að- gæslu í vernd viðkvæmra upplýsinga. Það bæt- ir að vísu úr út á við að fyrirtækið íslensk erfðagreining er íslenskur lögaðili og hjá því starfa margir ágætir íslenskir starfsmenn. Upp- lýsingar um eigendur og eignarhlut fyrirtækis- ins liggja hins vegar ekki á lausu. Samkvæmt erlendum fréttaskýringum keypti Roche hlut í fyrirtækinu með samningnum (4). Ekki hefur komið fram trygging fyrir því að íslensk erfða- greining geti ekki í framtíðinni komist í meiri- hlutaeigu erlendra aðila (ef svo er ekki þegar), til dæmis í tengslum við hlutafjárútboð. Aætlanir um gagnabanka á íslandi sem nær til allrar þjóðarinnar og hefur að geyma sam- tengingu heilsufarsgagna, ættfræðigagna og sameindaerfðafræðiupplýsinga hefur vakið mjög mikla athygli erlendis. Virtasta tímarit heims á sviði líftækni Nature Biotechnology hefur til dæmis nýlega birt tvær fréttaskýring- argreinar um þetta efni. I marshefti tímaritsins
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.