Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1998, Page 45

Læknablaðið - 15.05.1998, Page 45
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 405 milljarða sem er áþekk upphæð og Roche samningurinn. Auk þess er haft eftir forstöðu- manni fyrirtækisins að fyrirtækið standi í samningum upp á tugi milljarða við stór erlend fyrirtæki um gagnagrunninn (9). Gróflega má því áætla að verðmæti gagnagrunnsins gæti numið nokkrum tugum milljarða króna. Sumir nefna ennþá hærri tölu. Áður en verðmæti af þessari stærðargráðu eru gefin einkaaðila þá er sjálfsagt að fá óháða ráðgjafa til að meta verð gagnanna. Við sem vinnum í heilbrigðiskerfinu erum því vön að kölluð séu til ráðgjafarfyrirtæki til að hagræða og bæta rekstur okkar og er þá jafn- an talað um upphæðir í milljónum en ekki milljörðum. Segjum sem svo að lyfjafyrirtæki vildi fjárfesta í Islenskri erfðagreiningu á næsta ári eftir að það hefði fengið einkarétt á miðlæg- um gagnagrunni. Þetta gæti gerst til dæmis í tengslum við almennt útboð á hlutabréfum í fyrirtækinu. Þá kallaði lyfjafyrirtækið eðlilega til liðs við sig ráðgjafa um fjárfestingu í líf- tækniiðnaði (biotechnology investment consul- tants). Ég held að ýmsir í heilbrigðiskerfinu yrðu súrir ef þessir ráðgjafar mætu peningalegt verðmæti gagnagrunnsins á til dæmis 50 milljarða. Þetta eru peningar sem heilbrigðis- kerfið gæti ráðið yfir! Endurbætur á tölvubún- aði til skráningar heilsufarsupplýsinga yrðu þá taldar sneypulegt endurgjald. Samdráttarað- gerðir í heilbrigðiskerfinu, allt frá lágum laun- um starfsfólks til skerðingar á framboði þjón- ustu eins og hjartaþræðinga, fá holan tón ef með því á að spara tugi til hundruð milljóna en á sama tíma eigi heilbrigðiskerfið að gefa frá sér verðmæti sem kannski skipta tugum milljarða króna. Fáum fagmat á peningalegt verðmæti gagnagrunnsins á þessu stigi, ekki þegar það er orðið of seint! Einokun erfðarannsókna Ljóst er að verði frumvarpið um gagnagrunn á heilbrigðissviði að lögum þá munu möguleik- ar þeirra vísindamanna, sem eru óháðir ís- lenskri erfðagreiningu, til að stunda mann- erfðarannsóknir skerðast verulega. Kemur þar margt til. I frumvarpinu eru meðal annars ákvæði sem takmarka gagnasöfnun aðila sem ekki hafa starfsleyfi fyrir gagnagrunninum. Samkvæmt frumvarpinu hefði slíkur aðili ein- göngu rétt til að hafa gögn um þá sjúklinga sem viðkomandi veitir þjónustu en ekki aðra. Erfða- og faraldsrannsóknir aðila sem ekki veita heil- brigðisþjónustu myndu því ekki samræmast ákvæðum frumvarpsins og rannsóknir byggðar á gögnum frá öðrum sjúkrastofnunum landsins en aðili starfar á myndu ekki heldur fá náð. í 5. grein er eitthvað klórað í bakkann á þann veg, að ekki megi takmarka aðgang að sjúkraskrám vegna vísindarannsókna. Vísindamenn geta því skoðað sjúkraskrár en mega ekki setja upplýs- ingar úr þeim í gagnagrunn. Ofan á þessar tak- markanir myndi svo starfsleyfishafi fá yfir- burða aðstöðu í aðgengi upplýsinga. Rann- .sóknir óháðra aðila myndu því á endanum leggjast af og einokun starfsleyfishafa komast á. Ekki verður séð að það sé í þágu þjóðarinn- ar að allar mannerfðarannsóknir séu í höndum eins aðila sem um leið gæti ráðið hvaða rann- sóknir eru gerðar og hvaða niðurstöður verði gefnar upp. Slíkri einokun fylgja augljósir gall- ar, til dæmis takmörkuð geta vísindamanna til að hafa áhrif á kaup og kjör við rannsóknir í erfðafræði. Læknar, heilbrigðisstofnanir og sjúklingahópar hefðu enga valmöguleika til að velja samstarfsaðila um rannsóknir né hefðu þau svigrúm til að vera með rannsóknir á eigin vegum. Ekki hélt ég að nokkrum íslendingi dytti í hug að mæla fyrir einokun í erfðarannsóknum eða á öðrum sviðum. Tveir aðilar með mikla fjármuni á bak við sig eru nú sagðir vera að undirbúa erfðarannsóknir á íslandi. Þeirra starfsemi yrði jafn íslensk og íslensk erfða- greining. Hver eru rökin fyrir að kæfa þau fyr- irtæki í fæðingu? Það má líta á erfðarannsóknir íslendinga sem eina af skapandi menningarverðmætum þjóðar- innar. Þau verðmæti verða best varðveitt og efld með frjálsri sköpun en ekki einokun. Einkaafnot af gagnagrunni afnema rannsóknarfrelsi vísindamanna Eitt af þeim ákvæðum frumvarpsins sem samrýmist ekki frelsi til vísindaiðkana er að starfsleyfishafi hefur stjórn á aðgangi að gagnagrunninum. Ekki eru nein ákvæði um það hvernig aðgangi vísindamanna að gagnagrunn- inum eigi að vera háttað eða hvort aðgangurinn verður alfarið háður duttlungum og hagsmun- um gagnagrunnshafa. Önnur stórvægileg hætta á takmörkun aðgengis að vísindagögnum felst í mögulegum einkaafnotum kaupenda upplýs- inga til að helga sér gögn í grunninum án þess að aðrir aðilar hafi rétt til að nýta sér þær sam- hliða. Einkaafnot upplýsinga leiddi til þess að að- gangur að upplýsingum yrði ekki bara háður takmörkunum íslenskrar erfðagreiningar held- ur einnig annarra aðila sem þeir hafa framselt réttinn til upplýsinga. Með þessu væri í raun

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.