Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1998, Síða 46

Læknablaðið - 15.05.1998, Síða 46
406 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 búið að selja hluta gagnagrunnsins til erlendra aðila. Frumvarpið hindrar ekki þennan möguleika. í frumvarpinu er hins vegar ákvæði sem leyfir beinlínutengingu að grunninum hvaðan sem er í heiminum. Það skiptir því engu fyrir bein- tengdan aðila, sem hefur keypt sér einkanot og þar með í raun hluta gagnagrunnsins, hvort grunnurinn sé staðsettur á Islandi eða ekki. Hver veit hvort samingur fslenskrar erfðagrein- ingar við Roche hafi innifalið í sér einkanot Roche af gagnagrunninum eða hluta hans? Ymsir erlendir aðilar sem fjallað hafa um mál- ið virðast halda að svo sé. Ljóst er að lyfjafyr- irtæki sækja það almennt mjög hart að fá einka- rétt á upplýsingum. í þessu sambandi er nær- tækasta dæmið ef til vill reynsla líftæknifyrir- tækisins Incyte í Bandaríkjunum. Það fyrirtæki er með öflugan gagnagrunn um genaraðir og eiginleika gena sem kallast LifeSeq. Lyfjafyrir- tækin gengu mjög hart á Incyte að fá einkaaf- not af hluta eða öllum grunninum gegn háum greiðslum. Incyte gaf sig ekki og nú eru öll stóru lyfjafyrirtækin áskrifendur að grunninum án einkaafnota. Lífsýnafrumvarpið Verðmæti miðlægs gagnagrunns margfaldast ef honum fylgja tengd lífsýni til sameinda- erfðafræðirannsókna. Því er í raun ekki hægt að fjalla um ýmsa þætti frumvarps um gagna- grunna án þess að jafnframt sé tekið til umfjöll- unar fyrirhugað frumvarp um söfnun, vörslu og meðferð lífsýna úr mönnum. Vinnubrögð við gerð þess frumvarps virðast svipuð og við gerð gagnagrunnsfrumvarpsins. Álits óháðra sér- fræðinga hefur lítið eða ekki verið leitað. Eng- inn utanaðkomandi virðist því vita út á hvað lífsýnafrumvarpið gengur aðrir en starfsmenn Heilbrigðisráðuneytisins og kannski starfs- menn íslenskrar erfðagreiningar. Af erlendum fréttaflutningi má ráða að lífsýnafrumvarpið muni banna útflutning lífsýna úr landinu. Is- lensk erfðagreining auglýsti nýlega í vísinda- matran súmatriptan TÖFLUR; N 02 C X 04 R, E Hver tafla inniheldur Sumatriptanum INN, súkkínat, 70 mg eða 140 mg, samsvarandi Sumatriptanum INN 50 mg eða 100 mg. STUNGULYF sc; N 02 C X 04 R, E 1 ml inniheldur Sumatriptanum INN, súkkínat, 16,8 mg, samsvarandi Sumatriptanum INN 12 mg, Natrii chloridum 7 mg, Aqua ad iniectabilia ad 1 ml. Eiginleikar: Súmatriptan virkjar sérhæft serótónínviðtaka af undirflokki 5-HTid í heilaæðum. Lyflð veldur þannig samdrætti í heilaæðum, einkum greinum a. carotis. Víkkun þessara æða er talin orsök verkjanna við mígreni. Verkun lyfsins hefst um 10-15 mínútum eftirgjöf undir húð, en 30 mínútum eftir inntöku. Aðgengi eftir gjöf undir húð er nánast 100%, en að meðaltali 14% eftir inntöku . Blóðþéttni nær hámarki innan 25 mínútna eftir gjöf undir húð, en oftast innan 45 mínútna eftir inntöku. Dreifingarrúmmál er 2,7 l/kg. Binding við plasmaprótein er 20-30%. Lyfið umbrotnar að miklu leyti (80%) í óvirk umbrotsefni í lifur og skilst út í nýrum. Ábendingar: Erfið mígreniköst, þar sem ekki hefur náðst viðunandi árangur með öðrum lyfjum. Cluster (Hortons) höfuðverkur. Lyfið á einungis að nota, þegar greiningin mígreni eða Cluster-höfuðverkur er vel staðfest. Frábendingar: Kransæðasjúkdómur, alvarlegur háþrýstingur, blóðrásartruflanir í útlimum, nýrnabilun, lifrarbilun. Ofnæmi fyrir innihaldsefnum lyfsins. Ekki má nota samtímis lyf, sem innihalda ergótamín. Sumatran má ekki gefa fyrr en 24 klst. eftir gjöf ergótamíns og ergótamín má ekki gefa fyrr en 6 klst. eftir gjöf Sumatran. Meðganga og brjóstagjöf: Ekki er vitað hvort lyfið geti skaðað fóstur, en dýratilraunir benda ekki til þess. Ekki er vitað hvort lyfið skilst út í móðurmjólk. 1 Aukaverkanir: Allt að 50% sjúklinganna fá einhverjar aukaverkanir. Ýmis þessara óþæginda hverfa eftir 30-60 mínútur og gætu sum þeirra verið hluti af mígrenikastinu. Algengar (>1%): Þreyta, sljóleiki. Tímabundin blóðþrýstingshækkun og húðroði. Ógleði og uppköst. Máttleysi og spenna í vöðvum. Náladofi og hitatilfinning. Svimi. Þrýstingstilfinning með mismunandi staðsetningu, oftast fyrir brjósti. Sjaldgæfar (0.1%-1%): Hækkun lifrarenzýma í blóði. Milliverkanir: Ekki má nota samtímis lyf sem innihalda ergótamín. Engar sérstakar milliverkanir hafa fundist við própranólól, díhýdróergótamín, pízótífen eða alkóhól. Varúð: Vara bersjúklinga við stjórnun vélknúinna ökutækja samtímis notkun lyfsins. Við notkun lyfsins geta komið fram tímabundin einkenni eins og brjóstverkur og þrýstingstilfinning, sem getur verið töluverð og leiðir stundum upp í háls. Þó þessi einkenni líkist hjartaöng, heyrir til undantekninga að þau séu afvöldum samdráttar í kransæðum. Herpingur í kransæðum getur leitt til hjartsláttartruflana, blóðþurrðar og hjartavöðvadreps. Sjúklinga, sem verða fyrir slæmum eða langvarandi einkennum, sem líkjast hjartaöng, svo og þá sem hafa aukna áhættu á kransæðasjúkdómum, ber að rannsaka með tilliti til blóðþurrðar. Athugið: Stungulyfið má ekki gefa í æð vegna herpings í kransæðum og mikillar blóðþrýsingshækkunar, sem getur átt sér stað. Vegna takmarkaðrar klíniskrar reynslu er ekki mælt með notkun lyfsins handa sjúklingum eldri en 65 ára. Skammtastærðir handa fullorðnum: Lyfið á ekki að nota í fyrirbyggjandi augnamiði. Lyfið á að gefa við fyrstu merki um mígrenikast en getur verkað vel þó það sé gefið síðar. Sumatran er ekki ætlað til varnandi meðferðar. Töflur: Venjulegur upphafsskammtur er ein 100 mgtafla. Ef ekki fæst fullnægjandi árangur má gefa aðra töflu að minnst tveimur klst. liðnum og ekki er mælt með hærri sólarhringsskammti en 300 mg. í sumum tilvikum getur verið nægjanlegt að nota 50 mg töflur. Töflurnar á að gleypa heilar með vatni. Stungulyf: Venjulegur upphafsskammtur er 6 mg (ein sprauta) undir húð. Ef ekki fæst fullnægjandi árangur má gefa aðra sprautu (6 mg) innan 24 klst., en minnst ein klst. verður að líða á milli lyfjagjafa. Takmörkuð reynsla er af gjöf fleiri en fjögurra skammta (24 mg) á mánuði. Skammtastærðir handa börnum: Lyflð er ekki ætlað börnum. Pakkningar og verð: TöflurSO mg: 12stk. (þynnupakkað) Verð kr. 11.355 Töflur 100 mg: 6 stMþynnupakkað) Á/erðJa^ 9.655 Stungulyf: Einnota dæla.0.5mg (=6 mg virkt efni) x 2 + lyfjapenni (Glaxo Pen) Verð kr. 7.961 Afgreiðslutilhögun: R Greiðsluþátttaka: E Apríl 1998
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.