Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1998, Qupperneq 49

Læknablaðið - 15.05.1998, Qupperneq 49
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 409 Mælt gegn frumvarpi um gagnagrunna á heilbrigðissviði Oddur Benediktsson A database on health records A Bill has been put for Althingi that if passed will authorise the Minister of Health to give permit to an unspecified agent to establish and maintain a country wide database containing all health records, genetic data and family rela- tions for all Icelanders covering the last 20-30 years. In the article reasons are given for why this should not be permitted based on laws on privacy and confidentiality of medical records. Keywords: privacy, medical records, database. Ágrip Frumvarp til laga um gagnagrunna á heil- brigðissviði hefur verið lagt fram. Um er að ræða víðtækan gagnagrunn um öll heilsufars- gögn íslendinga lífs og liðinna 20-30 ár aftur í tímann með erfðafræðilegum upplýsingum auk ættartengsla. í greininni eru færð rök gegn því að allsherjargagnagrunni á heilbrigðissviði verði komið upp. Inngangur Frumvarp til laga um gagnagrunna á heil- brigðissviði (1) hefur verið lagt fram. Um er að ræða víðtækan gagnagrunn um öll heilsufars- gögn íslendinga lífs og liðinna 20-30 ár aftur í tímann með erfðafræðilegum upplýsingum auk ættartengsla. Allt frá sjöunda áratugnum, er tölvuvinnsla á heilbrigðisgögnum hófst á Islandi, hafa verið uppi hugmyndir um að koma upp allsherjar gagnagrunni á heilbrigðissviði sem hið opin- Lykilorð: friðhelgi persónuupplýsinga, heilbrigðisgögn, gagnagrunnur. Höfundur er prófessor viö Háskóla íslands. bera ræki. Þeim hugmyndum hefur hingað til verið hafnað þó svo að gagnagrunnurinn mundi ef til vill auðvelda flæði upplýsinga milli lækna, efla vísindarannsóknir og gefa heil- brigðisyfirvöldum kost á margs konar auknu eftirliti. Astæðan fyrir því að ekki hefur verið farið út í þetta hér (fremur en í öðrum vestræn- um löndum) er fyrst og fremst sú að slík með- ferð sjúkragagna er óheimil. Prófessor Hrafn Tulinius ályktar í nýlegri blaðagrein (2): Hér hefur verið rætt um trúnað og að frumvarp það, sem fyrir Alþingi liggur, samrýmist ekki þeim kröfum, sem gera þarf. Samkvæmt frumvarpinu mun heilbrigðisráð- herra veita starfsleyfi til að reka slíkan gagna- grunn. I athugasemdum við frumvarpið kemur þetta fram: Islensk erfðagreining ehf. hefur lýst áhuga á að takast á við gerð gagnagrunns á heilbrigðissviði og telur slíkt viðfangsefni rök- rétt framhald þeirra verkefna sem fyrirtækið fæst nú við. í umsögn Fjármálaráðuneytisins sem fylgir frumvarpinu segir svo: Athygli er vakin á því að tiltekin verðmæti gætu falist í veitingu einkaleyfis til tiltekins tíma, enda er í frumvarpinu gert ráð fyrir að leyfi geti verið bundið skilyrðum um aðstoð leyfishafa við endurbætur á meðferð og vinnslu heilbrigðis- upplýsinga og aðgang íslenskra heilbrigðisyfir- valda að gagnagrunninum til hagnýtingar innan heilbrigðiskerfisins. í grein þessari verður mælt gegn því að gagnagrunni á heilbrigðissviði verði komið upp. Persónugögn á heilbrigðissviði Úrvinnsla úr heilbrigðisgögnum í gagna- vinnsluvélum og tölvum á sér langa hefð hér á landi. Manntalið 1950 var unnið í gatspjalda- vélum meðal annars að tilstuðlan Alþjóðaheil-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.