Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1998, Page 49

Læknablaðið - 15.05.1998, Page 49
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 409 Mælt gegn frumvarpi um gagnagrunna á heilbrigðissviði Oddur Benediktsson A database on health records A Bill has been put for Althingi that if passed will authorise the Minister of Health to give permit to an unspecified agent to establish and maintain a country wide database containing all health records, genetic data and family rela- tions for all Icelanders covering the last 20-30 years. In the article reasons are given for why this should not be permitted based on laws on privacy and confidentiality of medical records. Keywords: privacy, medical records, database. Ágrip Frumvarp til laga um gagnagrunna á heil- brigðissviði hefur verið lagt fram. Um er að ræða víðtækan gagnagrunn um öll heilsufars- gögn íslendinga lífs og liðinna 20-30 ár aftur í tímann með erfðafræðilegum upplýsingum auk ættartengsla. í greininni eru færð rök gegn því að allsherjargagnagrunni á heilbrigðissviði verði komið upp. Inngangur Frumvarp til laga um gagnagrunna á heil- brigðissviði (1) hefur verið lagt fram. Um er að ræða víðtækan gagnagrunn um öll heilsufars- gögn íslendinga lífs og liðinna 20-30 ár aftur í tímann með erfðafræðilegum upplýsingum auk ættartengsla. Allt frá sjöunda áratugnum, er tölvuvinnsla á heilbrigðisgögnum hófst á Islandi, hafa verið uppi hugmyndir um að koma upp allsherjar gagnagrunni á heilbrigðissviði sem hið opin- Lykilorð: friðhelgi persónuupplýsinga, heilbrigðisgögn, gagnagrunnur. Höfundur er prófessor viö Háskóla íslands. bera ræki. Þeim hugmyndum hefur hingað til verið hafnað þó svo að gagnagrunnurinn mundi ef til vill auðvelda flæði upplýsinga milli lækna, efla vísindarannsóknir og gefa heil- brigðisyfirvöldum kost á margs konar auknu eftirliti. Astæðan fyrir því að ekki hefur verið farið út í þetta hér (fremur en í öðrum vestræn- um löndum) er fyrst og fremst sú að slík með- ferð sjúkragagna er óheimil. Prófessor Hrafn Tulinius ályktar í nýlegri blaðagrein (2): Hér hefur verið rætt um trúnað og að frumvarp það, sem fyrir Alþingi liggur, samrýmist ekki þeim kröfum, sem gera þarf. Samkvæmt frumvarpinu mun heilbrigðisráð- herra veita starfsleyfi til að reka slíkan gagna- grunn. I athugasemdum við frumvarpið kemur þetta fram: Islensk erfðagreining ehf. hefur lýst áhuga á að takast á við gerð gagnagrunns á heilbrigðissviði og telur slíkt viðfangsefni rök- rétt framhald þeirra verkefna sem fyrirtækið fæst nú við. í umsögn Fjármálaráðuneytisins sem fylgir frumvarpinu segir svo: Athygli er vakin á því að tiltekin verðmæti gætu falist í veitingu einkaleyfis til tiltekins tíma, enda er í frumvarpinu gert ráð fyrir að leyfi geti verið bundið skilyrðum um aðstoð leyfishafa við endurbætur á meðferð og vinnslu heilbrigðis- upplýsinga og aðgang íslenskra heilbrigðisyfir- valda að gagnagrunninum til hagnýtingar innan heilbrigðiskerfisins. í grein þessari verður mælt gegn því að gagnagrunni á heilbrigðissviði verði komið upp. Persónugögn á heilbrigðissviði Úrvinnsla úr heilbrigðisgögnum í gagna- vinnsluvélum og tölvum á sér langa hefð hér á landi. Manntalið 1950 var unnið í gatspjalda- vélum meðal annars að tilstuðlan Alþjóðaheil-

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.