Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1998, Qupperneq 50

Læknablaðið - 15.05.1998, Qupperneq 50
410 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 brigðisstofnunarinnar (World Health Organ- ization). Fyrstu tölvurnar komu svo til landsins 1964-1965 og vinnsla Erfðafræðinefndar Há- skóla íslands hófst þá stuttu síðar að tilstuðlan Bandarísku kjarnorkunefndarinnar (Atomic Energy Commission) og eru nú um 450 þúsund persónur í ættfræðigrunni nefndarinnar. Tölvu- unnar erfðafræðilegar rannsóknir á sjúkdómum hófust hérlendis á sjöunda áratugnum til dæm- is á flogaveiki. Tölvuunnið sjúklingabókhald Borgarspítala hófst um 1967. Nú eiga sér stað viðamiklar vísindalegar úr- vinnslur á heilbrigðisgögnum eins og sjá má í ritverkum sumra íslenskra vísindamanna og á heimildagjöf Tölvunefndar samkvæmt árs- skýrslum nefndarinnar. Mörg verkefnin eru unnin í samvinnu við erlenda aðila áframhald- andi. Ekki verður annað séð en að heilbrigðis- stofnanir og ráðuneyti hafi næg gögn og svig- rúm til að framkvæma nauðsynlega gagna- vinnslu. Ætla má að eftirfarandi persónubundnar upplýsingar yrðu skráðar og þeim viðhaldið í gagnagrunni á heilbrigðissviði: Lýðfræðilegar upplýsingar. Allar komur til læknis, upplýsing- ar um spítalavist, helstu upplýsingar úr sjúkra- álum, niðurstöður rannsókna, aðgerðir, með- ferð, lyfjameðferð, lyfjakaup. Tímasetning at- burða og hvaða heilbrigðisstarfsmaður eigi hlut að máli. Upplýsingar úr skrám landlæknisem- bættisins svo sem: atvinnusjúkdómaskrá, krabbameinsskrá, kynsjúkdómaskrá, skrá yfir lyfjakort, skrá yfir útgefna lyfseðla, mæðra- skrá, skrá yfir sjálfsvígstilraunir, fóstureyð- ingaskrá og skrá um ófrjósemisaðgerðir. Og um þá sem eru látnir: dánarár og dánarorsök og upplýsingar úr krufningu. Upplýsingar frá Tryggingastofnun um örorkumat og bætur. Við bætast svo tiltækar erfðafræðilegar upplýsingar auk ættartengsla. Ein meginforsenda frumvarpsins er að gögn séu ópersónugreind samanber 4. gr: Einstak- lingur skal eigi teljast persónugreindur ef verja þarf verulegum tíma og mannafla til að per- sónugreining hans gæti átt sér stað. Gert er ráð fyrir að tengsl persónugagna við nafnaskrá séu dulmálskóðuð svipað og nú tíðkast þegar unnið er úr sambærilegum gögn- um svo að persónuauðkenni liggi ekki á glám- bekk. Ljóst má samt vera að ofangreindar heilsufarsupplýsingar einar sér nægja í mörg- um ef ekki flestum tilvikum til að bera kennsl á einstakling sér í lagi ef upplýsingar um maka og nánustu ættingja bætast við og þar að auki erfðafræðilegar upplýsinga. Gildir það jafnt um þá sem eru lífs eða látnir. Gögnin eru því ekki ópersónugreind heldur þvert á móti. Til þess að koma allsherjargagnagrunni á heilbrigðissviði upp og til þess að viðhalda honum þarf að gera umrædd gögn tölvutæk. A uppsetningarstiginu þarf að vinsa það úr sem á að skrá fyrir sérhverja sjúkraskrá og annað og kóða gögnin. Skrár frá smærri heilbrigðisstofn- unum yrðu trúlega sendar til vinnslu í ákveðn- um skráningarstöðvum eða þá sérhæft fólk sent á staðinn. Ætla má að upphafsvinnan við þetta verk skipti hundruðum ársverka. A þessu stigi er verið að meðhöndla frumgögn úr heibrigðis- kerfinu sem eðli máls samkvæmt fjalla um til- greinda einstaklinga og eru persónutengd og mjög viðkvæmt efni. A þessu stigi eru gögnin því ekki ópersónugreind nema síður sé. Hinn skráði heldur ekki grunnréttindum sín- um. Þau eru fólgin í að geta séð hvað um hann er skráð, að geta fengið leiðréttingar á röngum upplýsingum, að upplýsingar fyrnist, að hann viti hver vinnur úr gögnunum og svo síðast en ekki síst að geta neitað að upplýsingarnar um hann séu teknar með í safnið. Mikið af þeim upplýsingum sem um ræðir eru veittar í trausti þess að farið sé með þær sem trúnaðarmál og með vissu um að viðkom- andi læknir gæti þess að trúnaður haldist. Mið- læg skrá sem hér er rætt um brýtur í eðli sínu þetta trúnaðartraust burt séð frá hversu mikil leynd hvílir yfir auðkennum viðkomandi ein- staklinga. Úrvinnsla í frumvarpinu 7. gr. segir svo um heimildir til nýtingar gagnagrunnsins: Starfsleyfishafa skal heimil vinnsla í gagnagrunni á heilbrigðis- sviði úr þeim heilsufarsupplýsingum og öðrum upplýsingum sem þar eru skráðar, enda sé þess gætt við úrvinnslu og samtengingu upplýsinga að ekki sé unnt að tengja þær persónugreinan- legum einstaklingum ... má nýta til að finna ný lyf, til að þróa nýjar eða bættar aðferðir við for- spá, greiningu og meðferð sjúkdóma, til að leita hagkvæmustu leiða í rekstri heilbrigðis- kerfa, í þágu skýrslugerðar á heilbrigðissviði eða í öðrum sambærilegum tilgangi á heil- brigðissviði. Heimildir til úrvinnslu gagnanna virðast vera án takmarkana. Því vakna ýmsar spurningar.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.