Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 52

Læknablaðið - 15.05.1998, Blaðsíða 52
412 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Tölvunefnd gerir ýmsar athugasemdir við frumvarpið - segir Haraldur Briem læknir sem sæti á í nefndinni Haraldur Briem læknir á sæti í tölvu- nefnd og er skipaður án tilnefningar. Læknablaðið lagði fyrir hann nokkrar spurningar um afstöðu nefndarinnar og hans sjálfs til frumvarps heilbrigðisráð- herra um gagnagrunn á heilbrigðissviði. Hvað finnst nefndarmönnum um þau ákvæði sem snúa að hlutverki tölvunefndar og eftirliti með persónuvernd í frumvarp- inu? „Okkur þykir slegið nokkuð úr og í. í 4. og 5. grein segir að tölvunefnd þurfi að samþykkja vinnuferlið með tilliti til gagnaverndar og hafi eftirlit með framkvæmdinni. En í 11. grein seg- ir að ráðherra geti heimilað tölvunefnd að fylgjast með ákveðnum þáttum í rekstri fyrir- tækisins. Við skiljum ekki alveg hvernig þetta kemur heim og saman. Síðan segir að farið verði eftir tölvulögunum að öðru leyti, en við vitum ekki að hvaða leyti verður ekki farið eft- ir þeim. Það er eins og verið sé að gefa í skyn að þessi lög taki yfir einhverja þætti í tölvulög- unum. Þessu náum við ekki alveg þannig að tölvunefnd mun gera athugasemd við þessa þætti. Nefndarmenn vilja að ráðherra geti ekki veitt starfsleyfi samkvæmt þessum lögum nema að fengnu samþykki tölvunefndar á verk- laginu." Fer ekki saman við beint samband við sjúklinga - I frumvarpinu er rætt um að setja þurfi skorður við notkun einkaleyfishafans á upplýs- ingum úr gagnagrunninum. Finnst ykkur að þær skorður séu nægjanlegar? „Já, hvað það varðar eru lögin í sjálfu sér al- veg fullnægjandi að okkar mati og ef við getum fundið eitthvert verklag sem tryggir persónu- verndina þá er hugsanlegt að nefndin muni fyr- ir sitt leyti samþykkja að þetta verði gert. Þó munum við gera þá kröfu að hafa fullt eftirlit með og innsýn í starfsemina og leggjum áherslu á að það þurfi að efla tölvunefnd mjög til þess að hún geti haldið uppi slíku eftirliti. Eitt er það sem við munum leggja niikla áherslu á að tryggja og það er að einkaleyfis- hafinn stundi ekki rannsóknir á fólki sjálfur, að fólk geti ekki komið inn til íslenskrar erfða- greiningar eða þess fyrirtækis sem fær einka- leyfið og átt bein viðskipti við það. Viðskiptin verða að vera óbein og það verður að vera búið að gera öll gögn ópersónubundin áður en þau berast fyrirtækinu. Ef fólk kemur svo að segja bakdyramegin inn í fyrirtækið og lætur í té upplýsingar með nafni og kennitölu þá er verið að grafa undan persónuverndinni.“
Blaðsíða 1
Blaðsíða 2
Blaðsíða 3
Blaðsíða 4
Blaðsíða 5
Blaðsíða 6
Blaðsíða 7
Blaðsíða 8
Blaðsíða 9
Blaðsíða 10
Blaðsíða 11
Blaðsíða 12
Blaðsíða 13
Blaðsíða 14
Blaðsíða 15
Blaðsíða 16
Blaðsíða 17
Blaðsíða 18
Blaðsíða 19
Blaðsíða 20
Blaðsíða 21
Blaðsíða 22
Blaðsíða 23
Blaðsíða 24
Blaðsíða 25
Blaðsíða 26
Blaðsíða 27
Blaðsíða 28
Blaðsíða 29
Blaðsíða 30
Blaðsíða 31
Blaðsíða 32
Blaðsíða 33
Blaðsíða 34
Blaðsíða 35
Blaðsíða 36
Blaðsíða 37
Blaðsíða 38
Blaðsíða 39
Blaðsíða 40
Blaðsíða 41
Blaðsíða 42
Blaðsíða 43
Blaðsíða 44
Blaðsíða 45
Blaðsíða 46
Blaðsíða 47
Blaðsíða 48
Blaðsíða 49
Blaðsíða 50
Blaðsíða 51
Blaðsíða 52
Blaðsíða 53
Blaðsíða 54
Blaðsíða 55
Blaðsíða 56
Blaðsíða 57
Blaðsíða 58
Blaðsíða 59
Blaðsíða 60
Blaðsíða 61
Blaðsíða 62
Blaðsíða 63
Blaðsíða 64
Blaðsíða 65
Blaðsíða 66
Blaðsíða 67
Blaðsíða 68
Blaðsíða 69
Blaðsíða 70
Blaðsíða 71
Blaðsíða 72
Blaðsíða 73
Blaðsíða 74
Blaðsíða 75
Blaðsíða 76
Blaðsíða 77
Blaðsíða 78
Blaðsíða 79
Blaðsíða 80
Blaðsíða 81
Blaðsíða 82
Blaðsíða 83
Blaðsíða 84
Blaðsíða 85
Blaðsíða 86
Blaðsíða 87
Blaðsíða 88
Blaðsíða 89
Blaðsíða 90
Blaðsíða 91
Blaðsíða 92
Blaðsíða 93
Blaðsíða 94
Blaðsíða 95
Blaðsíða 96

x

Læknablaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.