Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.05.1998, Síða 56

Læknablaðið - 15.05.1998, Síða 56
416 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 Svonalagað er hvergi leyft í veröldinni - segir Einar Oddsson sem sæti á í stjórn Siðfræðiráðs Læknafélags íslands Einar Oddsson sérfræðingur í lyflækning- um og meltingarsjúkdómum á Landspítal- anum á sæti í stjórn Siðfræðiráðs Læknafé- lags Islands. Læknablaðið ræddi við hann um hina siðfræðilegu hlið gagnagrunnsmáls- ins og spurði fyrst hvort hann vissi um for- dæmi fyrir því einhvers staðar í heiminum að einu fyrirtæki væri veitt einkaleyfi á að- gangi að heilsufarsupplýsingum heillar þjóðar með þeim hætti sem frumvarpið boð- ar. „Nei, mér er ekki kunnugt um að slfkt sé gert neins staðar í veröldinni. Víða um lönd hafa verið umræður um rannsóknir á erfðaupplýs- ingum, enda hefur mikið verið unnið að slíkum rannsóknarverkefnum á undanförnum árum og verður væntanlega í framtíðinni. Sem dæmi má nefna að frændur okkar Danir hafa tekið ein- arðlega á þessum málum. Þar eru upplýsingar úr gagnagrunnum og erfðaupplýsingar ekki af- hentar rannsóknaraðilum nema fyrir liggi vís- indaáætlun sem hefur verið samþykkt af danska vísindasiðaráðinu. Upplýsingarnar eru þá eingöngu til notkunar í þeim tilgangi sem lýst er í áætluninni og þeim ber að eyða þegar rannsókninni er lokið. Það er alls ekki gefið almennt leyfi eins og fyrirliggjandi frumvarp heilbrigðisráðherra gerir ráð fyrir, enda eru vísindasiðareglur nokkuð skýrar hvað það varðar að það telst vera réttur þeirra sem taka þátt í rannsóknum að vita til hvers gögn um þá eru ætluð. Þeir veita einungis leyfi til notkunar á þeim í þess- um ákveðna tilgangi og almennt er litið svo á að önnur notkun á gögnunum sé óheimili nema með sérstöku leyfi sjúklingsins.“ Einar hefur verið í sambandi við hinn þekkta danska prófessor Povl Riis sem er heiðursfé- lagi í Læknafélagi Islands og hefur haft mikil afskipti af mótun siðareglna lækna og reglna um réttindi sjúklinga. Hvernig leist honum á þær hugmyndir sem nú eru uppi hér á landi? „Honum beinlínis brá þegar hann heyrði þetta. Povl Riis hefur unnið töluvert í sambandi við erfðarannsóknir, bæði í Danmörku og á vegum Evrópusambandsins, og eftir því sem hann sagði mér þá eru engar fyrirætlanir, hvorki á Norðurlöndunum né innan ESB, um að heimila söfnun og samtengingu upplýsinga eins og hér er um að ræða. Hann kvaðst hafa vonað að íslendingar þyrftu ekki að lenda í svona hremmingum.“ Trúnaður er grundvöllur lækninga En hvert er viðhorf Einars Oddssonar til trúnaðarsambands læknis og sjúklings? Hefur læknir einhvern rétt til þess að framselja með þessum hætti upplýsingar sem hann aflar sér hjá sjúklingi? „Trúnaðarsamband læknis og sjúklings er mjög flókið fyrirbæri og allar lækningar byggj- ast að sjálfsögðu á því að trúnaðartraust ríki milli þeirra. Eg lít svo á að það sé réttur sjúk- lingsins að geta neitað því að gögn um hann
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.