Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1998, Qupperneq 68

Læknablaðið - 15.05.1998, Qupperneq 68
426 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 hafi gæti þannig sett saman gagnagrunn sem t.d. hefði að geyma allar aðgengilegar upplýs- ingar síðustu tveggja til þriggja áratuga úr ís- lensku heilbrigðiskerfi í ónafngreindu formi og síðan safnað viðbótarupplýsingum úr heil- brigðiskerfinu um leið og þær yrðu til. Starfs- leyfishafi myndi væntanlega ekki einvörðungu safna í gagnagrunninn upplýsingum um sjúk- dóma og heilsu heldur einnig um árangur af meðferð, aukaverkanir af meðferð og kostnað af meðferð. Má ætla að slíkur gagnagrunnur gæti orðið íslenskum heilbrigðisyfirvöldum að verulegu gagni við stjórnun og stefnumótun í heilbrigðismálum og nýst öðrum heilbrigðis- kerfum til líkanasmíðar. Jafnframt standa vonir til að nýta megi þær upplýsingar sem verða til við úrvinnslu í gagnagrunni á heilbrigðissviði til að finna ný lyf og til að þróa nýjar eða bætt- ar aðferðir við forspá, greiningu og meðferð sjúkdóma. Kynnu þá erlendir aðilar á sviði heilbrigðisþjónustu, svo sem lyfjafyrirtæki og sjúkrastofnanir, að leita eftir samningum um vinnslu heilsufarsupplýsinga eða um áskrift að gagnagrunni. Dæmi um það hvernig gagna- grunnur gæti nýst eru kannanir á því hvernig nota megi upplýsingar um erfðir til þess að sníða aðgerðir í heilsuvernd og fyrirbyggjandi læknisfræði að þörfum einstaklinga. Ekki er gert ráð fyrir að lög þessi taki til líf- sýna, enda er nú unnið að samningu frumvarps til laga urn söfnun, vörslu og meðferð lífsýna úr mönnum. Drög að frumvarpinu liggja þegar fyrir. Gert er ráð fyrir að fullbúið frumvarp verði lagt fram strax í upphafi næsta þings. Þar sem hér er um að ræða afar viðkvæmar persónuupplýsingar er eðlilegt að spurningar vakni um hvernig hugmyndir frumvarpsins um gerð og starfrækslu gagnagrunns á heilbrigðis- sviði þar sem unnið er með heilsufarsupplýs- ingar og aðrar upplýsingar þeim tengdar fái samrýmst gildandi lagareglum og ríkjandi við- horfum um vernd persónuupplýsinga. Upplýs- ingar heilbrigðisstofnana sem gert er ráð fyrir að starfsleyfishafar samkvæmt lögunum geti fengið aðgang að eru persónutengdar. Hins vegar er grundvallaratriði samkvæmt frum- varpinu og skilyrði starfsleyfis og leyfis til að- gangs að áður skráðum upplýsingum að áður en upplýsingar eru fluttar í gagnagrunn séu þær aftengdar persónugreindum eða persónugrein- anlegum einstaklingum. Við samtengingu og úrvinnslu í gagnagrunninum á heilsufarsupp- lýsingum og öðrum upplýsingum sem þar eru skráðar verði þannig ekki unnt að tengja þær persónugreindum eða persónugreinanlegum einstaklingi svo sem þau hugtök eru skilgreind. Þegar upplýsingar eru fluttar í gagnagrunn eru þær því ekki lengur persónuupplýsingar. Er kveðið á um að við söfnun og skráningu heilsu- farsupplýsinga og við meðferð skráa og ann- arra gagna og upplýsinga sem aðgangur er veittur að verði fylgt þeim skilyrðum sem tölvunefnd metur nauðsynleg. Hefur tölvu- nefnd þegar talsverða reynslu af því að þróa reglur um vinnuferli við vísindarannsóknir á heilbrigðissviði sem tryggja eiga persónuleynd og má ætla að haft verði mið af þeim. Kynni tölvunefnd t.d. að setja það skilyrði að upplýs- ingar úr sjúkraskrám og aðrar heilsufarsupplýs- ingar verði dulkóðaðar sem svo er nefnt áður en þær eru skráðar í gagnagrunni. Samkvæmt frumvarpinu getur heilbrigðis- ráðherra veitt starfsleyfi til gerðar og starf- rækslu gagnagrunns á heilbrigðissviði. Svo sem áður var minnst á er mikill kostnaður því santfara að gera slíkan gagnagrunn. auk þess sem veruleg óvissa ríkir um það hvort hug- myndir um hagnýtingarmöguleika innan lands og utan muni ganga eftir. A undanförnum árum hefur talsvert verið unnið að gerð hugbúnaðar fyrir heilbrigðiskerfið. Á síðasta ári var sam- þykkt stefnumótun í upplýsingamálum innan heilbrigðiskerfisins (heilbrigðis- og trygginga- málaráðuneytið, rit 1 1997). Þar er gert ráð fyr- ir að byggð verði upp samhæfð upplýsingakerfi fyrir stofnanir heilbrigðisþjónustunnar. Ljóst er að það mundi kosta gífurlegt fé að hrinda því í framkvæmd og þeir fjármunir yrðu þá ekki til ráðstöfunar til annarra þátta heilbrigðisþjónust- unnar. Þvt er lagt til að gert verði mögulegt að virkja framtak og fjármagn einkaaðila á þessu sviði. Fyrirtækið Islensk erfðagreining ehf. hefur lýst áhuga á að takast á við gerð gagna- grunns á heilbrigðissviði og telur slíkt við- fangsefni rökrétt framhald þeirra verkefna sem fyrirtækið fæst nú við. Áætlar fyrirtækið að ef til kæmi gæti fjöldi hámenntaðs fólks fengið störf við gerð og starfrækslu slíks gagnagrunns. Þá gerir frumvarpið ráð fyrir að ráðherra geti bundið tímabundið sérleyfi til aðgangs að heilsufarsupplýsingum frá tilgreindum aðilum skilyrðum um aðstoð leyfishafa við endurbæt- ur á meðferð og vinnslu heilsufarsupplýsinga hjá viðkomandi aðilum og um aðgang íslenskra heilbrigðisyfirvalda að gagnagrunni leyfishafa til hagnýtingar innan heilbrigðiskerfisins. Ljóst
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.