Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1998, Page 69

Læknablaðið - 15.05.1998, Page 69
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 427 er að áður en upplýsingar yrðu fluttar frá heil- brigðisstofnun í gagnagrunn þyrfti að fara fram mikil úrvinnsla úr eldri sjúkraskrám. Gert er ráð fyrir að sú vinna yrði unnin af starfsmönn- um viðkomandi stofnunar, en kostuð af leyfis- hafa. Flutningur upplýsinga í gagnagrunn verð- ur háður samþykki heilbrigðisstofnunar og hún gæti því sett skilyrði um að vinnsla upplýsinga yrði með þeim hætti að hún nýttist stofnuninni sem best. Þannig mundi leyfishafi kosta veru- legar endurbætur á skráningu upplýsinga stofn- unarinnar og hún fengi mun betra kerfi og betri upplýsingar sem nýtast mundu við meðferð sjúklinga, skýrslugerð og áætlanagerð. Jafn- framt hefðu vísindamenn aðgang að betri upp- lýsingum frá heilbrigðisstofnunum. Ef vel tæk- ist til við gerð og starfrækslu gagnagrunns á heilbrigðissviði mundi slíkur gagnagrunnur því í senn verða lyftistöng fyrir íslenska heilbrigð- isþjónustu og samfélagið í heild. Fjármálaráðuneyti, fjárlagaskrifstofa: Umsögn um frumvarp til laga um gagna- grunna á heilbrigðissviði. Með frumvarpinu er sett löggjöf um meðferð og hagnýtingu gagnagrunna er geyma heil- brigðisupplýsingar. Ekki verður séð að frum- varpið hafi annan kostnað í för með sér fyrir ríkissjóð en þann sem felst í hlutverki þeirra stjórnvalda er málið varðar og felst í eftirliti og útgáfu leyfa samkvæmt frumvarpinu. í frum- varpinu er heimild til innheimtu á eftirlits- og leyfisgjöldum. Frumvarpið á því ekki að hafa áhrif á útgjöld rfkissjóðs umfram tekjur af hugsanlegum leyfis- og eftirlitsgjöldum. At- hygli er vakin á því að tiltekin verðmæti gætu falist í veitingu einkaleyfis til tiltekins tíma, enda er í frumvarpinu gert ráð fyrir að leyfi geti verið bundið skilyrðum um aðstoð leyfishafa við endurbætur á meðferð og vinnslu heilbrigð- isupplýsinga og aðgang íslenskra heilbrigðisyf- irvalda að gagnagrunninum til hagnýtingar inn- an heilbrigðiskerfisins.

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.