Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.05.1998, Side 73

Læknablaðið - 15.05.1998, Side 73
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 431 Minningarorð Þórarinn Látinn er í Reykjavík Þórarinn Olafsson yfirlæknir tæpra 63 ára. Heilsu hans hafði farið hnign- andi á undanförnum árum og kom fráfall hans því ekki á óvart þeim sem til þekktu. Mein í heila varð honum að aldurtila. Hann var þeim sem kynntust honum eftirminnilegur fyrir margra hluta sakir og er hans nú saknað þar sem hann er látinn um aldur fram. Þórarinn fæddist í Reykjavík. Foreldrar hans voru hjónin Erla Þórarinsdóttir Egilson og Olafur Geirsson sem var mikils metinn læknir. Systkini Þórarins eru Skúli og Erla. Að loknu stúdentsprófi 1954 lagði hann stund á læknisfræði og lauk embættisprófi 1961. Sér- fræðinám í svæfingarlæknis- fræði stundaði hann einkum við Sahlgrenska sjúkrahúsið í Gauta- borg. Hann var yfirlæknir svæf- ingadeildar Vánersborg-Troll- háttan sjúkrahúsanna 1972, en 1975 var hann skipaður yfir- læknir svæfinga- og gjörgæslu- deildar Landspítalans, þar sem hann starfaði síðan. Þegar hann hóf störf hérlendis voru svæf- ingalæknar fáir, en verkefni mik- il. Hann varð því strax önnum kafinn við klíníska vinnu bæði á skurðstofum og á gjörgæslu- deild. Jafnframt byggði hann upp starfsemi svæfingadeildar- innar ásamt samstarfsmönnum sínum og fór starfsemin vaxandi ár frá ári. Fljótlega hlóðust á hann ýmis stjórnunar-, nefnda-, Fæddur 20. mars 1935 Dáinn 23. febrúar 1998 fræðslu- og félagsstörf. Ekki verða öll þau störf talin hér, en nefna má sviðsstjórn á hand- lækningasviði, forsetastörf í nor- ræna svæfingalæknasambandinu og hann var forseti þings sam- takanna í Reykjavík 1985. Áhugamál hans innan læknis- fræðinnar voru mörg. Seinustu árin voru það einkum rannsóknir á illkynja háhita sem áttu hug hans. Það er sjúkdómsmynd, mjög sjaldgæf þó, sem stafar af galla í kalkbúskap vöðvafrumna og svæfingalyf geta leyst úr læð- ingi. Eðli þessa fyrirbæris eru nú að mestu ljós og lyf eru til sem stöðva framvindu einkenna. Þór- arinn lagði mikla áherslu á að halda við þekkingu sinni og bæta nýrri við. Þess vegna sótti hann fjölda af ráðstefnum og nám- skeiðum víðs vegar. Þórarinn var félagslyndur með afbrigðum og fyrir utan þátttöku í félögum heilbrigðisstétta tók hann mikinn þátt í starfsemi Lionshreyfingarinnar og klúbbur hans hefur um árabil stutt þá merku mannúðarstarfsemi sem fram fer að Sólheimum í Gríms- nesi. Á sumrin voru veiðiferðir í Laxá í Þingeyjarsýslu honum til- hlökkunarefni, en hann tók sæti föður síns í Laxárfélaginu að honum látnum. Hið mikla minni hans var alþekkt og fjölmargir eru þeir sem hann var kunnugur, bæði heima og erlendis. Hjálp- semi hans var viðbrugðið og greiddi hann götu fjölmargra lækna sem voru að feta sín fyrstu Olafsson spor við framhaldsnám erlendis og hafði mikinn metnað fyrir þeirra hönd. Hann var glaðsinna, vinsæll og vinmargur og mönn- um leið vel í návist hans. Ótal eru þær skemmtilegu smásögur sem hann kunni. Þórarinn var tvíkvæntur. Fyrri kona hans var Guðrún Katrín Þorbergsdóttir. Þau slitu sam- vistir. Síðari kona hans var Björg Ólafsson, fædd Trandum. Börn Þórarins eru Erla, Þóra, Þórodd- ur, Guðmundur Helgi, Oddrún Kristín og Geir Þórarinn. Utför Þórarins var gerð frá Hallgrímskirkju í Reykjavík þann 4. mars síðastliðinn að við- stöddu fjölmenni. Ólafur Þ. Jónsson

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.