Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.05.1998, Qupperneq 74

Læknablaðið - 15.05.1998, Qupperneq 74
432 LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 íðorðasafn lækna 100 Evidence based medicine í 98. pistli var fjallað um heit- ið evidence based ntedicine og gert ráð fyrir framhaldi í næsta pistli þar á eftir. Af ýmsum ástæðum tókst það ekki, en nú skal haldið áfram þar sem frá var horfið. Tölvuleit í greinasöfnum læknisfræðinnar leiddi fljótt í ljós að heitið er nýlegt og mjög í tísku um þessar mundir. An telj- andi fyrirhafnar fundust fræði- greinar á sviðum geðlækninga, heimilislækninga, hitabeltissjúk- dóma, hjartalækninga, kvensjúk- dóma, nýburalækninga, skurð- lækninga og sýklafræði. Ekki verður gerð tilraun til þess að rekja sögulegan uppruna heitis- ins, en oft bar fyrir augu nafn kanadíska læknisins Davids L. Sackett. Skilgreining hans á hug- takinu að baki heitinu lítur þann- ig út í þýðingu undirritaðs: sam- viskusamleg, skilmerkileg og yf- irveguð notkun á nýjustu og bestu staðreyndum til þess að taka ákvarðanir við umönnun einstakra sjúklinga. Þessi skil- greining vísar til þeirrar aðferðar sem nota beri við greiningu sjúk- dóma og meðferð sjúkra. Otví- ræð tengsl eru við tiltekna náms- aðferð, problem based leaming, lausnaleitarnám, sem fjallað var um í 97. pistli. Báðar aðferð- irnar fela það í sér að sérhvert klínískt tilvik verði skilgreint sem vandamál og að lausnar sé síðan alltaf leitað í sameiginleg- um þekkingarforða læknisfræð- innar. Áhersla er lögð á að sér- hver meðferð verði studd mark- tækum vitnisburði úr vísindaleg- um rannsóknum, þannig að gagnsemin sé fullkomlega sönn- uð. Á þann hátt verði lækning- arnar skilvirkar og ekki byggðar á takmarkaðri persónulegri reynslu. Gagnrýnendur telja hins vegar að með þessari kröfu sé verið að hefta hið klíníska frelsi læknisins og jafnvel að ganga af læknislistinni dauðri. Sjálfvirk rannsóknartæki muni sjá um greiningu, forrit vinni úr upplýs- ingunum, tölvur leiti uppi niður- stöður annarra og að „leyfð“ meðferð verði síðan sú ein sem hefur verið vísindalega sann- reynd að gagnsemi. Sackett leggur þó áherslu á að hlutverk læknisins sé að sameina sína eig- in reynslu og sérþekkingu og niðurstöður vísindalegra rann- sókna og að gera það eitt sem grundvallað sé á fræðilegum staðreyndum. Staðreyndalæknisfræði Þetta var langur formáli að þeirri hugmynd undirritaðs að nefna evidence based medicine staðreyndalæknisfræði. Þessu heiti er ætlað að vekja til um- hugsunar um það hvað af því sem læknar gera sé stutt full- nægjandi rökum og hvað ekki. Ari Jóhannesson, læknir á Akra- nesi, sendi tölvupóst með tveim- ur hugmyndum. Sú fyrri er gagnreynd læknisfræði. Orð- hlutinn gagn segir Ari að geti annars vegar vísað í gagnsemi og hins vegar í gögn (heimildir), en heimildaleit og gagnrýnið mat á þeim eru einmitt hornsteinar „evidence based medicine". Síð- ari hugmyndin er heimilda- læknisfræði, en hana telur Ari þó varla koma til greina. Lýst er eftir fleirum. Trefjalíkisæxli Guðrún Aspelund, unglæknir, hringdi og vantaði íslenskt heiti á þá meinsemd sem desmoid tumor nefnist. Orðfræðilegan uppruna má rekja til grísku, en þar merkir nafnorðið desmos band og viðskeytið -oid er notað til að gefa til kynna líkingu við eitthvað. Carcinoid er þannig æxli sem líkist carcinoma, krabbalíki. Með desmo- er í læknisfræðilegum heitum vísað til trefjabandvefja, en þó sérstak- lega til liðbanda. Desmology er til dæmis liðbandafræði og heit- ið desmopathy má nota um sér- hvern þann kvilla sem leggst á liðbönd. Með heitinu desmoid tumor er þó ekki verið að vísa í liðbandaæxli, heldur í band- vefsofvöxt eða æxli, sem oft kemur fyrir í kviðvegg og er þá gjarnan nefnt abdominal fibromatosis. Við þýðingu á al- þjóðlegu sjúkdómaflokkuninni, ICD-10, var valið heitið kviðar- trefjaæxlisvöxtur. Það er langt og stirðlegt heiti og betur gæti því farið á því að nota annað hvort trefjalíkisvöxtur eða trefjalíkisæxli um desmoid tumor. Frumufellir, frumufall Magnús Snædal, málfræðing- ur, sendi stutta athugasemd í tölvupósti og benti á meinlega ritvillu í síðasta pistli. Ptosis var þar ranglega ritað sem „optosis". Beðist er velvirðingar á þessu. Magnús vildi jafnframt koma þeirri skoðun sinni á framfæri að frumufall væri betra en frumu- fellir sem íslenskt heiti á apoptosis og vísar þar sérstak- lega í mannfall sem merkir manndauði í orrustu. Lýst er eft- ir fleiri hugmyndum eða öðrum skoðunum. Jóhann Heiðar Jóhannsson (netfang: johannhj@rsp.is)
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.