Læknablaðið

Volume

Læknablaðið - 15.05.1998, Page 83

Læknablaðið - 15.05.1998, Page 83
LÆKNABLAÐIÐ 1998; 84 441 XIII. þing Félags íslenskra lyflækna á Akureyri 12.-14. júní 1998 Þing Félags íslenskra lyflækna, hiö XIII. í röðinni, verður haldið á Akureyri dagana 12.-14. júní næstkomandi. Þingstaður er Verkmenntaskólinn á Akureyri og stendur þingið frá há- degi á föstudegi til síðdegis á sunnudegi. Á þinginu verður að venju frjáls erindaflutningur og kynning á veggspjöldum auk þess sem að minnsta kosti tveimur gestafyrirlesurum verður boðið erlendis frá. Verölaun Við lok þingsins verða veitt tvenn verðlaun. Annars vegar úr Vísindasjóði lyflækninga- deildar Landspítalans, kr. 50.000 fyrir framúrskarandi rannsókn og erindi ungs læknis og hins vegar veitir Félag íslenskra lyflækna kr. 25.000 fyrir besta framiag stúdents. Þátttökugjald Almennt gjald kr. 8.500, kr. 6.000 fyrir unga lækna og frítt fyrir stúdenta. Pantanir Birna Þórðardóttir Læknablaðinu skráir þátttakenda og tekur við pöntun um gistingu frá og með 1. apríl, sími: 564 4104, bréfsími: 564 4106, netfang: birna@icemed.is Flugferðir Flugferðir í tengslum við þingið verða auglýstar síöar. Schering - Leiras Fundur verður haldinn á vegum Schering Leiras í samstarfi við félög kvensjúkdómalækna, krabbameinslækna, innkirtlafræðinga og heimilislækna: Laugardaginn 19. september næstkomandi á Hótel Lofleiðum. Efni fundarins: „Hormones and Breast Cancer" og „HRT and Breast Cancer Risk. Recent Epidem- iologic Evidence" Fyrirlesarar: Prófessor Valerie Beral frá Imperial Cancer Research Fund, Oxford og Dr. Ingemar Persson dósent frá Karolinska Institutet, Stokkhólmi. Fundarstjóri: Prófessor ReynirT. Geirsson. Nánari upplýsingar verða birtar síðar. Schering Leiras Reykjavík, 26. mars 1998 Thorarensen Lyf

x

Læknablaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.