Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1999, Síða 12

Læknablaðið - 15.01.1999, Síða 12
10 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Ágrip Inngangur: Hinn 15. ágúst 1968 hófst á Is- landi blóðskilunarmeðferð (hemodialysis) við lokastigsnýrnabilun (end-stage renal disease, ESRD). Fyrsta nýraígræðslan í íslenskan sjúk- ling fór fram í London 1970 og síðan hafa nýrnaígræðslur ævinlega farið fram erlendis, oftast í Kaupmannahöfn, Gautaborg og Boston. Tilgangur þessarar afturskyggnu rannsóknar var að meta þær breytingar sem orðið hafa á ný- gengi, algengi, meðferð og afdrifum sjúklinga 1968-1997 og bera niðurstöður saman við önn- ur lönd, einkum Norðurlönd. Efniviður og aðferðir: Allir sjúklingar, sem hófu meðferð vegna lokastigsnýrnabilunar á áðurnefndu tímabili og voru í virkri meðferð í að minnsta kosti sex vikur, voru teknir með í rannsóknina. Upplýsingar voru fengnar úr gagnagrunni blóðskilunardeildar Landspítal- ans. Þær voru notaðar til að meta árlegt ný- gengi og algengi meðhöndlaðrar lokastigs- nýrnabilunar. Metnar voru breytingar á aldri við upphaf meðferðar, á kynjahlutfalli, grunn- sjúkdómum, meðferð og lifun sjúklinga. Arleg dánartíðni var reiknuð sem fjöldi dauðsfalla á 100 lífár. Samanburður meðalgilda var gerður með t-prófi fyrir tvö þýði. Lifun var metin með Kaplan-Meier aðferð og mismunur lifunar með Mantel-Cox aðferð. Niðurstöður: Alls hóf 201 sjúklingur með- ferð við lokastigsnýrnabilun á þessu 30 ára tímabili. Fjöldi nýrra sjúklinga í meðferð á hverjum áratugi var 27, 59 og 115 en þær tölur samsvara 12,8, 25,1 og 44 sjúklingum árlega, miðað við milljón íbúa. Meðalaldur við upphaf meðferðar fór hækkandi og var 54,8 ár síðasta tímabilið. Algengi í árslok miðað við milljón íbúa var 72 árið 1977, 182 árið 1987 og 356 árið 1997. Sykursýkinýrnamein kom ekki fram sem orsök lokastigsnýrnabilunar fyrr en á síð- asta áratugnum og olli þá 12% tilfella. Blóð- skilun vareina skilunarmeðferðin fram til 1985 en kviðskilun (peritoneal dialysis) hefur verið nálægt þriðjungi skilunarmeðferðar síðan. Fjöldi nýrnaígræðslna hvern áratug var 13, 30 og 58. í lok 1997 voru starfandi nýrnagræð- lingar 59 og af þeim voru 45 úr lifandi gjöfum. Sjúklingar með ígrædd nýru voru þá 70% allra í meðferð við lokastigsnýrnabilun. Fyrstu tvö tímabilin voru einkum notuð nýru úr nágjöfum (cadaver donors) en nýrum úr lifandi gjöfum fjölgaði mjög á síðasta áratugnum og voru þá 65% græðlinga. Fimm ára lifun ígræddra (81%) var miklu betri en skilunarsjúklinga (16%). Dánartíðni fór lækkandi allt tímabilið. Síðasta áratuginn var hún 10,7 á 100 lífár fyrir allan hópinn, 27,9 meðal sjúklingaíblóðskilun, 15,3 fyrir sjúklinga í kviðskilun og 2,1 hjá ígrædd- um. Helstu dánarorsakir voru hjarta- og æða- sjúkdómar og sýkingar. 1 Ályktanir: Mikil aukning hefur orðið á ný- gengi og algengi meðhöndlaðrar lokastigs- nýrnabilunar á íslandi á undanförnum 30 árum. Þó er nýgengi mun lægra en á hinum Norður- löndunum og stafar það af lágu nýgengi loka- stigsnýrnabilunar af völdum gauklabólgu og sykursýkinýrnameins hér á landi. Nær helm- ingur sjúklinganna hefur fengið ígrætt nýra. Noregur einn er með hærra hlutfall ígræddra. Hlutfall nýmagræðlinga úr lifandi gjöfum með- al ígræddra er það hæsta sem höfundar þekkja. Fimm ára lifun sjúklinga og nýrnagræðlinga á íslandi var sambærileg við það sem gerist með- al nágrannaþjóða. Inngangur Miklar framfarir hafa átt sér stað í meðferð sjúklinga með lokastigsnýrnabilun (end-stage renal disease, ESRD) á undanförnum áratugum. Tækjakostur og tæknileg hlið skilunarmeðferð- ar hefur batnað verulega (1). Reynt er æ meir að tryggja sjúklingum fullnægjandi magn skil- unar en rannsóknir hafa sýnt betri lifun þeirra sem fá meiri skilun (2). Loks hefur erýtrópoie- tínmeðferð við nýrnablóðleysi bætt lífsgæði sjúklinga verulega (3,4). Samtímis hefur mikil þróun átt sér stað í meðferð sjúklinga með ígrætt nýra og ber hæst þá byltingu er varð í ónæmisbælandi lyfjameðferð með tilkomu cýklósporíns árið 1983 (5). Hefur líftími sjúk- linga og nýrnagræðlinga batnað verulega (6). Þróun í meðferð nýrnabilunar hefur gert kleift að mæta sívaxandi nýgengi lokastigs- nýrnabilunar. Nýgengi hefur aukist mjög með- al flestra vestrænna þjóða á undanförnum árum en hvergi þó eins og í Bandaríkjunum þar sem það var 276 á milljón íbúa árið 1996 (7). Aldr- aðir eru vaxandi hluti nýrra sjúklinga. Framboð á nýrum til ígræðslu hefur ekki haldið í við þá miklu fjölgun sem orðið hefur á sjúklingum með sjúkdóminn og því hafa biðlistar eftir ígræðslu lengst. Hinn 15. ágúst árið 1968 var í fyrsta sinn beitt blóðskilunarmeðferð (hemodialysis) á Landspítalanum. Með því var lagður grunnur að meðferð við lokastigsnýrnabilun hér á landi.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.