Læknablaðið - 15.01.1999, Page 14
12
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
Fig. 2. Number of new patients entering renal replacement
therapy in lceland 1968-1997; three decades.
Table I. Number of new patients beginning renal replacement
therapy in lceland 1968-1997, their tneati age and gender at the
onset of treatment.
Number of patients Mean age (years) St. Dev. Range
1968-1977 27 38.5 17.2 12.3-70.5
Female 13 36.7 17.4 12.3-69.4
Male 14 40.1 17.5, 15.5-70.5
1978-1987 59 41.6 20.0 0.6-81.2
Female 31 36.5 22.0 0.6-68.8
Male 28 47.3 16.1 19.2-81.2
1988-1997 115 54.8 19.5 2.2-82.8
Female 48 55.7 20.3 9.2-81.1
Male 67 54.1 19.2 2.2-82.8
All 201 48.7 20.6 0.6-82.8
Female 92 46.6 22.4 0.6-81.2
Male 109 50.5 18.7 2.2-82.8
ESRD= end-stage renal disease; St.Dev.= standard deviation
Fig. 3. Age distribution of new patients entering renal replacement therapy in lceland 1968-1997; three decades.
CA). Samanburður á meðalgildum hópa var
metinn með t-prófi fyrir tvö þýði. Lifun var
metin með Kaplan-Meier aðferð og mismunur
á lifun milli hópa með Mantel-Cox prófi.
Niðurstöður
Nýgengi og algengi: Fjöldi þeirra sjúklinga
sem árlega byrjuðu í meðferð vegna lokastigs-
nýrnabilunar á árunum 1968-1997 sést á mynd
1. Alls er um að ræða 201 sjúkling. Sjúklingum
hefur greinilega fjölgað með árunum ef á heild-
ina er litið en augljósar eru þær stóru sveiflur
sem verða frá ári til árs. Fjöldi nýrra sjúklinga í
meðferð vegna lokastigsnýrnabilunar á hverj-
um áratugi sést á mynd 2. Miðað við íbúafjölda
var nýgengi hvern áratug 12,8, 25,1 og 44 á
milljón íbúa. Meðalaldur og kynjaskipting
nýrra sjúklinga á hverjum áratugi kemur fram í
töflu I. Meðalaldur nýrra sjúklinga fór hækk-
andi með hverjum áratugi og er það marktækt
milli síðari áratuganna (p<0,0001). Marktækur
munur var á meðalaldri karla (p=0,012) og
kvenna (p<0,0001) á síðasta áratugnum miðað
við hina fyrri. Ekki er marktækur munur á
meðalaldri karla og kvenna á öllu tímabilinu.
Breytingar á dreifingu sjúklinga í aldursflokka
milli áratuga eru sýndar á mynd 3. Þar kemur
fram vaxandi hlutdeild aldraðra með hverjum
áratugi. Á öðrum áratugi er áberandi aukinn
hlutur barna. Eitt barn yngra en 15 ára byrjaði í
meðferð við lokastigsnýrnabilun á fyrsta ára-
tugnum en þau voru sjö á öðrum áratug og
fimm á þeim síðasta. Fyrri áratugina tvo voru
álíka margir sjúklingar af hvoru kyni en síðasta
áratuginn fjölgaði körlum meir og voru 67 en
konur 47. Hlutfallið karlar/konur var því 1,4.
Algengi meðhöndlaðrar lokastigsnýrnabil-
unar hefur farið vaxandi með árunum og í árs-
lok 1997 voru hér 85 sjúklingar í meðferð eða
356 á milljón íbúa, þar af 21 í blóðskilun, fimm
í kviðskilun og 59 með ígrætt nýra. Af þeim
höfðu 14 nýragræðling úr nágjafa (cadaver
donor) en 45 úr lifandi gjafa. Fjöldi sjúklinga í
lok hvers árs er sýndur á mynd 4. Á mynd 5 eru
hins vegar sýnd lífár sem blóðskilun, kviðskil-
un og ígrædd nýru skila árlega en slík fram-
setning gefur betri mynd af meðferðarmagni
hvers árs. Meðalaldur í árslok hækkaði með
hverjum áratugi (38,9-41,6-47,1 ár). Meðalald-
ur blóðskilunarsjúklinga hækkaði einnig (39,6-
46-59,1 ár). Hjá sjúklingum í kviðskilun var
meðalaldur svipaður og blóðskilunarsjúklinga