Læknablaðið - 15.01.1999, Síða 15
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85
13
_______________________________Year__________________________
Fig. 4. Number of patients receiving renal replacement therapy
in Iceland at end of each year, 1968-1997.
eða 35,7 ár á öðrum áratugi en 58,4 ár á hinum
þriðja. Meðalaldur ígræðslusjúklinga var mun
lægri en skilunarsjúklinga en breyttist lítið
miMi tímabila (37,9-38,5-39,8 ár). Þeir sem
hlutu nýru úr lifandi gjöfum voru að jafnaði
tæpum 10 árum yngri í árslok (35,5 ár) en hinir
sem fengu nýru úr nágjöfum (44,9 ár). Lítil
aldursbreyting varð á milli áratuga hjá sjúk-
lingum með nýru úr lifandi gjöfum en hækk-
andi aldur hjá þeim sem fengu nýru úr nágjöf-
um (42,2-40,1-47,9 ár). Ekki var reiknuð út
marktækni breytinga á meðalaldri í árslok.
Börn yngri en 15 ára í meðferð við lokastigs-
nýmabilun voru fimm í árslok 1987 og fimm í
árslok 1997.
Hluti sjúklinga með ígrætt nýra fór vaxandi í
þeim hópi sem lifandi var í árslok (mynd 5).
Fig. 5. Life-years resulting from different treatment modalities of
renal replacement therapy in Iceland, 1968-1997. HD = hemo-
dialysis; PD = peritoneal dialysis; TX = kidney transplantation.
Fyrstu átta árin eftir að ígræðsla hófst 1970 var
meðalhlutfallið 38,7% og síðasta áratuginn
61%. í árslok 1997 voru ígræddir 69,4%. Á
mynd 6 er sýndur fjöldi starfandi nýrna úr látn-
um og lifandi gjöfum í árslok 1970-1997. Hlut-
ur nýrna frá lifandi gjöfum í ígræðsluhópnum
hefur aukist mjög síðustu 11 árin og var 27,8%
árið 1986 en snarhækkaði í 50% árið 1987 og
var kominn í 76,3% árið 1997.
Grunnsjúkdómar: Tafla II sýnir helstu orsak-
ir lokastigsnýrnabilunar áratugina þrjá og
koma fram verulegar breytingar í hlutdeild
hinna ýmsu sjúkdómaflokka. Ber þar mest á
aukningu sykursýkinýrnameins og hópsins
„aðrir" sjúkdómar. I þeim flokki eru margvís-
legir sjúkdómar og má nefna bandvefssjúk-
dóma, æðasjúkdóma og Alports heilkenni. Þeg-
Fig. 6. Annual number of functioning renal allografts in lcelandic patients by donor type, 1970-1997.
CD = cadaver donor grafts; LD = living donor grafts.