Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.1999, Qupperneq 34

Læknablaðið - 15.01.1999, Qupperneq 34
30 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 sjúklingum. Hjá heilbrigðum einstaklingum var meðaltalið 19±2,2, 81± 13 hjá sjúklingum með æxlisbundna kalkkirtlaofvirkni og 38±11 hjá einstaklingum með arfgengan hástyrk kals- íums (tafla I). Á hinn bóginn var upphaflegur kalsíumstyrkur lægstur hjá sjúklingum með afleidda kalkkirtlaofvirkni, 1,16±0,02 mmól/L og marktækt frábrugðinn því sem var hjá heil- brigðum einstaklingum (1,24±0,01; p=0,01), sjúklingum með æxlisbundna kalkkirtlaof- virkni (1,46±0,02; p=0,0001) og arfgengan há- styrk kalsíums (1,42±0,02; p=0,0001). Allir hóparnir náðu svipaðri hækkun á kalsíumstyrk blóðs. Þannig hækkaði kalsíumstyrkur um 0,20±0,016 hjá sjúklingum með afleidda kalk- kirtlaofvirkni, 0,18±0,007 hjá heilbrigðum ein- staklingum, 0,16±0,005 hjá sjúklingum með æxlisbundna kalkkirtlaofvirkni og 0,17±0,010 hjá sjúklingum með arfgengan hástyrk kalsí- ums. Þrátt fyrir það var endanleg kalkkirtla- vakabæling skert hjá sjúklingum með afleidda kalkkirtlaofvirkni (niður í 39,8±4,47% af upp- haflegum kalkkirtlavakastyrk) miðað við heil- brigða einstaklinga (19,4±1,81%; p=0,009) og sjúklinga með arfgengan hástyrk kalsíums (19,1 ±2,49%; p=0,001) en svipuð og sást hjá sjúklingum með æxlisbundna kalkkirtlaofvirkni (49,8±6,35%; p=0,21). Á sama hátt var halla- tala kalsíum-kalkkirtlavakaferilsins -4,83±0,53 hjá sjúklingum með afleidda kalkkirtlaof- virkni, og var hún nær því sú sama og hjá sjúk- lingum með æxlisbundna kalkkirtlaofvirkni, -4,49±0,74 (p=0,72). Hins vegar var marktæk- ur munur á sjúklingum með afleidda kalkkirtla- ofvirkni og heilbrigðum einstaklingum, -9,02±1,02 (p=0,001) og sjúklingum með arf- gengan hástyrk kalsíums, -9,56±1,11 (p=0,0006) (tafla I, mynd 2). Á hinn bóginn var ekki grein- anleg hliðrun á ferlinum hjá sjúklingum með afleidda kalkkirtlaofvirkni miðað við heil- brigða einstaklinga (p=0,12) en sjúklingar með æxlisbundna kalkkirtlaofvirkni annars vegar og arfgengan hástyrk kalsíums hins vegar sýndu marktæka hliðrun til hægri miðað við sjúklinga með afleidda kalkkirtlaofvirkni og heilbrigða einstaklinga (p=0,0001) (mynd 2). Samband kalkkirtlavakabœlingar og annarra þátta hjá sjúklingum með afleidda kalkkirtlaof- virkni: Fjórir þættir sýndu marktæka fylgni kalkkirtlavakabælingar við einfalda aðhvarfs- greiningu. Breytingar á kalsíumstyrk (r-=0,45; p=0,002); Því meira sem kalsíumstyrkur hækk- aði, þeim mun meiri bæling sást. Kirtlastærð Table II. Simple and multivariable linear regression analysis between final PTH suppression and other factors. Final PTH (% of initial PTH) P-value * Simple regression Gland size 0.41 0.004 Ln(gland size) 0.50 0.001 Initial calcium concentration 0.24 0.04 Changes in calcium concentration 0.45 0.002 Phosphate concentration 0.005 0.78 Multivariable regression 0.67 Ln(gland size) 0.006 Changes in calcium concentration 0.01 (r-=0,41; p=0,004) og ln(kirtlastærð) (r-=0,50; p=0,001); Því stærri sem kirtlamir voru, þeim mun minni bæling. Upphaflegur kalsíumstyrk- ur (r^=0,24; p=0,04,): Því hærri sem upphaf- legur kalsíumstyrkur var, þeim mun meiri var bælingin. Þar sem ln(kirtlastærð) hafði sterkari fylgni en óbreytt kirtlastærð var hún notuð í fjölþáttagreiningunni. Sú greining leiddi í ljós sjáfstæða fylgni kalkkirtlavakabælingar við ln (kirtlastærð), p=0,006 og breytingar í kalsíum- styrk, p=0,01. Fosfatstyrkur blóðs var ekki nrarktækt tengdur kalkkirtlavakabælingu (tafla II). Umræða Rannsóknir okkar sýna að hjá blóðskilunar- sjúklingum með afleidda kalkkirtlaofvirkni virðist ekki vera um að ræða röskun á virkni eða fjölda kalsíumviðtækja. Ef svo væri hefð- um við séð hliðrun á kalsíum-kalkkirtlavaka- ferlinum til hægri líkt og sést við arfgengan há- styrk kalsíums og æxlisbundna kalkkirtlaof- virkni. í þeim sjúkdómum er um að ræða trufl- un á kalsíumskynjun kirtlanna sem kemur fram sem tilfærsla ferilsins til hægri og hækkaður styrkur kalsíums í blóði (26). Okkar niðurstöð- ur eru hér í samræmi við nýlegar rannóknir á sjúklingum með nýrnabilun á lokastigi og af- leidda kalkkirtlaofvirkni á mismunandi stigum (29). Þær rannsóknir eiga það sammerkt með okkar að hafa einbeitt sér að sjúklingum með eðlilegan eða lágan styrk kalsíums í blóði. Það er hins vegar ekki loku fyrir það skotið að sjúklingar með alvarlegri stig afleiddrar kalk- kirtlaofvirkni hafi einhverja brenglun á kalsí- umskynjun í kalkkirtlum líkt og sumar eldri rannsóknir virðast benda til (25). Reyndar er mjög sennilegt að sjúklingar með sjálfstæða afleidda kalkkirtlaofvirkni og hækk- aðan styrk kalsíums í blóði hafi svipaðar trufl-
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.