Læknablaðið

Ukioqatigiit

Læknablaðið - 15.01.1999, Qupperneq 35

Læknablaðið - 15.01.1999, Qupperneq 35
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 31 anir og fundist hafa við æxlisbundna kalk- kirtlaofvirkni (30). Hnútar einstofna kirtil- frumna eru algengir á því stigi sjúkdómsins og er virkni þeirra líklega svipuð og í góðkynja æxlum við æxlisbundna kalkkirtlaofvirkni, sem hafa truflaða kalsíumskynjun (26,31). Rann- sóknir á sjúklingum nreð æxlisbundna kalk- kirtlaofvirkni benda til að sú truflun sé tengd minnkaðri tjáningu kalsíumviðtækisins innan æxlisins (32,33). Einnig eru nýlegar rannsóknir á hnútum úr kalkkirtlum sjúklinga með sjálf- stæða afleidda kalkkirtlaofvirkni sem benda til minnkaðs magns kalsíumviðtækja (33). Þá er magn D vítamínviðtækja líka minnkað í hnút- unum, umfram það sem sést í öðrum hlutum kirtlanna (19). Við arfgengan hástyrk kalsíums virðist líka um fækkun kalsíumviðtækja að ræða, sem væntanlega leiðir til þeirrar truflunar á kalsíumskynjun sem sést hefur. Á hinn bóginn benda niðurstöður okkar ein- dregið til að kirtlastærð gegni lykilhlutverki við afleidda kalkkirtlaofvirkni. Kirtlastærð sýndi mikla fylgni við endanlega kalkkirtla- vakabælingu, jafnvel eftir að breyting á kalsí- umstyrk var tekin með í reikninginn við fjöl- þátta aðhvarfsgreiningu. Þessi óbælanlega seyt- un kalkkirtlavaka sem sést við afleidda kalk- kirtlaofvirkni virðist því háð fjölda frumna. Sennilega hefur þetta mikið að segja er afleidd kalkkirtlaofvirkni lætur ekki undan meðferð. Þessar niðurstöður samrýmast niðurstöðum dýratilrauna sem sýnt hafa annars vegar að jafnvel við mjög háan kalsíumstyrk í blóði greinist nokkur kalkkirtlavakaseytun frá kalk- kirtlum (24) og hins vegar að ígræðsla 40-80 eðlilegra kalkkirtla leiðir til hækkaðs kalsíum- styrks í blóði (23), sem þá er eingöngu bundin auknum frumufjölda en ekki óeðlilegri kalsí- umskynjun. Fyrri rannsóknir á sambandi óbælds kalkkirtlavakastyrks og kirtlastærðar í sjúk- lingum með nýmabilun hafa ekki verið einhlít- ar og benda sumar til fylgni þar á milli en aðrar ekki (34,35). I okkar rannsókn var heldur ekki fylgni milli kirtlastærðar og óbælds kalkkirtla- vakastyrks (ekki sýnt). Okkar rannsókn hefur það þó fram yfir aðrar rannsóknir að meta kirtlastærð og tengsl hennar við niðurstöður kalkkirtlavakabælingar. Verið getur að sveiflur í kalsíumi og kalkkirtlavakastyrk frá degi til dags í sjúklingum sem gangast undir blóðskil- unarmeðferð leiði til þess að samband óbælds kalkkirtlavakastyrks og kirtlastærðar komi ekki eins vel fram og þegar kirtlastærð er borin saman við kalsíum-kalkkirtlavakaferilinn og/ eða endanlega kalkkirtlavakabælingu við kalsí- umhækkun. Niðurstöður okkar benda því ekki til brengl- aðrar kalsíumskynjunar í kalkkirtlum sjúklinga með afleidda kalkkirtlaofvirkni, alltént ekki hjá sjúklingum með eðlilegan styrk kalsíums í blóði. Hins vegar virðist stærð kirtlanna skipta miklu máli í meinlífeðlisfræði og meðferðar- svörun afleiddrar kalkkirtlaofvirkni hjá skilun- arsjúklingum. Rannsóknir í dýrum hafa sýnt að lítil fosfatinntaka og l,25(OH)2D3 meðferð geti hamlað ofvexti kirtlanna en hvorugt leiðir þó til minnkunar á stækkuðum kirtlum (36,37). Snemmkomin meðferð með mataræði, kalsíum- gjöf og fosfatbindurum og í mörgum tilvikum I, 25(OH)2D3, er því mikilvæg til að koma í veg fyrir óhóflega kirtlastækkun, meðferðar- ónæmi og síðar æxliskenndan vöxt í kirtlunum. HEIMILDIR 1. Brown EM, Gamba G, Riccardi D, Lombardi M, Butters R, Kifor O, et al. Cloning and characterization of an extracellular Ca(2+)-sensing receptor from bovine parathyroid. Nature 1993; 366: 575-80. 2. Silver J, Coe FL, Favus MJ, eds. Disorders of Bone and Mineral Metabolism. 1 ed. New York: Raven Press 1992. Chapter 4, Regulation of Parathyroid Hormone Synthesis and Secretion: 83-106. 3. Rodriguez M, Almaden Y, Hernandez A, Torres A. Effect of phosphate on the parathyroid gland: direct and indirect? Curr Op Nephrol Hypertension 1996; 5: 321-8. 4. Quarles LD, Lobaugh B, Murphy G. Intact parathyroid hor- mone overestimates the presence and severity of parathy- roid-mediated osseous abnormalities in uremia. J Clin Endocrinol Metab 1992; 75: 145-50. 5. Olgaard K, Schwartz J, Arbelaez M, Slatopolsky E. Im- paired skeletal response to parathyroid hormone in uremia: the role of phosphorus. Contributions Nephrol 1985; 49: 32-7. 6. Pei Y, Hercz G, Greenwood C, Segre G, Manuel A, Saiphoo C, et al. Risk factors for renal osteodystrophy: a multi- variant analysis. J Bone Miner Res 1995;10:149-56. 7. Chan YL, Furlong TJ, Comish CJ, Posen S. Dialysis osteo- dystrophy. A study involving 94 patients. Medicine 1985; 64: 296-309. 8. Carozzi S, Ramello A, Nasini MG, Schelotto C, Caviglia, PM, Cantaluppi A, et al. Ca++ and l,25(OH)2D3 regulate in vitro and in vivo the response to human recombinant erythropoietin in CAPD patients. Advances in Peritoneal Dialysis 1990; 6:312-5. 9. Mak RH, Wong JH. The vitamin D/parathyroid hormone axis in the pathogenesis of hypertension and insulin resis- tance in uremia. Miner Electrolyte Metab 1992; 18: 156-9. 10. Patel SR, Ke HQ, Vanholder R, Hsu CH. Inhibition of nuclear uptake of calcitriol receptor by uremic ultrafiltrate. Kidney Int 1994; 46: 129-33. II. Hsu CH, Patel SR, Young EW, Vanholder R. The biological action of calcitriol in renal failure [editorial]. Kidney Int 1994; 46: 605-12. 12. Krause MW, Hedinger CE. Pathologic study of parathyroid glands in tertiary hyperparathyroidism. Hum Pathol 1985; 16:772-84.
Qupperneq 1
Qupperneq 2
Qupperneq 3
Qupperneq 4
Qupperneq 5
Qupperneq 6
Qupperneq 7
Qupperneq 8
Qupperneq 9
Qupperneq 10
Qupperneq 11
Qupperneq 12
Qupperneq 13
Qupperneq 14
Qupperneq 15
Qupperneq 16
Qupperneq 17
Qupperneq 18
Qupperneq 19
Qupperneq 20
Qupperneq 21
Qupperneq 22
Qupperneq 23
Qupperneq 24
Qupperneq 25
Qupperneq 26
Qupperneq 27
Qupperneq 28
Qupperneq 29
Qupperneq 30
Qupperneq 31
Qupperneq 32
Qupperneq 33
Qupperneq 34
Qupperneq 35
Qupperneq 36
Qupperneq 37
Qupperneq 38
Qupperneq 39
Qupperneq 40
Qupperneq 41
Qupperneq 42
Qupperneq 43
Qupperneq 44
Qupperneq 45
Qupperneq 46
Qupperneq 47
Qupperneq 48
Qupperneq 49
Qupperneq 50
Qupperneq 51
Qupperneq 52
Qupperneq 53
Qupperneq 54
Qupperneq 55
Qupperneq 56
Qupperneq 57
Qupperneq 58
Qupperneq 59
Qupperneq 60
Qupperneq 61
Qupperneq 62
Qupperneq 63
Qupperneq 64
Qupperneq 65
Qupperneq 66
Qupperneq 67
Qupperneq 68
Qupperneq 69
Qupperneq 70
Qupperneq 71
Qupperneq 72
Qupperneq 73
Qupperneq 74
Qupperneq 75
Qupperneq 76
Qupperneq 77
Qupperneq 78
Qupperneq 79
Qupperneq 80
Qupperneq 81
Qupperneq 82
Qupperneq 83
Qupperneq 84
Qupperneq 85
Qupperneq 86
Qupperneq 87
Qupperneq 88
Qupperneq 89
Qupperneq 90
Qupperneq 91
Qupperneq 92
Qupperneq 93
Qupperneq 94
Qupperneq 95
Qupperneq 96
Qupperneq 97
Qupperneq 98
Qupperneq 99
Qupperneq 100
Qupperneq 101
Qupperneq 102
Qupperneq 103
Qupperneq 104
Qupperneq 105
Qupperneq 106
Qupperneq 107
Qupperneq 108
Qupperneq 109
Qupperneq 110
Qupperneq 111
Qupperneq 112
Qupperneq 113
Qupperneq 114
Qupperneq 115
Qupperneq 116

x

Læknablaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.