Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1999, Síða 46

Læknablaðið - 15.01.1999, Síða 46
40 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 F14 (óskilgreint meingen) bendir til mismun- andi stökkbreytinga í þeim öllum (tafla V). Landfræðilegur uppruni þessara fjölskyldna er einnig mismunandi. Umræða Niðurstöður tengslagreiningar í sjö íslensk- um blöðrunýrnafjölskyldum leiddu líkur að meingeni PKDl í fjórum þeirra (Fl, F3, F6 og F7) en í þremur (F2, F4 og F5) bentu líkur til annars meingens (42). Setraðagreining fyrir bæði sjúkdómssvæði (PKDl og PKD2) stað- festi PKDl sem meingen í sömu fjölskyldum og af þeim síðarnefndu sýndi setraðagreining í fjölskyldu F2 og F5 tengsl við PKD2. Niður- stöður setraðagreiningar í fjölskyldu F4 benda til að um nýja stökkbreytingu sé að ræða í PKDl. Með setraðagreiningu 14 fjölskyldna fyrir bæði sjúkdómssvæðin var unnt að segja til um staðsetningu meingens í 13 þeirra. I fjöl- skyldu F14 leikur enn vafi á hvert meingenið er. AIls eru 11 fjölskyldur með stökkbreytingu í PKDl geninu og tvær í PKD2. Samanburður á setröðum á litningi 16 bendir til að á Islandi liggi níu mismunandi stökk- breytingar í PKDl (þar af ein ný) til grundvall- ar sjúkdómnum. Þetta sýnir mikinn samsætu- breytileika (allelic heterogeneity). Þrátt fyrir það hefur fáum nýjum stökkbreytingum verið lýst eins og virðist vera reyndin í fjölskyldu F4. Sennilega stafar þessi mikli fjöldi stökkbreyt- inga af stærð og óvenjulegri gerð PKDl gens- ins. Sem dæmi um það er að óvenjulega löng röð pýrimídinbasa er í innröð 21 sem getur stuðlað að þríþátta helix myndun (triple helix formation), villu í viðgerðarferli og stökkbreyt- ingum meðan á umritun stendur (26). Fjöl- skyldur F2 og F5 eru með sitt hvora setröðina á litningi 4. Engin af þekktum PKDl eða PKD2 setröðum finnst í fjölskyldu F14. Því eru vænt- anlega 12 mismunandi stökkbreytingar sem leiða til arfgengra blöðrunýrna á Islandi. Stökkbreytingar sem lýst hefur verið skýra ekki hvers vegna arfgeng blöðrunýru hafa ríkj- andi erfðamáta. Einnig á eftir að varpa ljósi á hvað veldur staðbundinni myndun sjúkdóms- ins, það er að segja aðeins 1-2% nýrunga (nephrons) mynda blöðrur (44). Sjúkdómurinn virðist koma fram þótt eðlileg samsæta sé til staðar. Flestar þær PKD1 stökkbreytingar sem hefur verið lýst gætu augljóslega gert prótínið óvirkt. Amfnóendinn gæti þó haft virkni einn og sér og þannig raskað virkni eðlilega eintaks- ins af polycystin (45). Þetta er dæmi um aukna virkni prótíns (gain of function) sem hefur ríkj- andi neikvæð áhrif (dominant negative effect), til dæmis ef stytta afurðin binst eðlilega eintak- inu eða öðrum markprótínum og myndar óvirka samstæðu. Það mælir þó gegn þessari tilgátu að sjúklingar með stóra úrfellingu sem nemur á brott allt PKD1 genið og eyðileggur einnig að- liggjandi TSC2 gen, hafa sérstaka svipgerð sem samanstendur af snemmkomnum blöðru- nýrnasjúkdómi og hnjóskahersli (46). Þótt til- vist hnjóskaherslis hjá þessum sjúklingum hafi auðvitað sín áhrif, þá gefur þessi stökkbreyting til kynna að tap á öðru eintaki PKDl gensins geti orsakað blöðrumyndun. Ef óvirkt gen er forsenda sjúkdómsins, þá gæti blöðrumyndun stafað af of litlu magni prótínsins (haploinsuf- ficiency). Loks gæti tap á eðlilegu samsætunni (loss of heterozygosity) verið nauðsynlegt til að blöðrumyndun eigi sér stað þannig að sjúk- dómurinn sé víkjandi á frumustigi. Nýlegar rannsóknir sýna fram á að í um 25% af nýrna- blöðrum sem voru skoðaðar fannst úrfelling eðli- legu samsætunnar og í einu tilviki punktbreyt- ing í líkamsfrumu (somatic point mutation) (47,48). Þetta tveggja atburða ferli (two-hit mechanism) um blöðrumyndun er áhugaverð skýring á staðbundinni gerð sjúkdómsins og breytileika svipgerðar (49). Það sem helst mæl- ir gegn þessu eru niðurstöður mótefnalitunar blöðruþekjunnar með mótefni gegn karboxýl- enda polycystin 1 sem sýna sterka litun í flest- um blöðrum. Þar sem margar kynfrumustökk- breytingar sem lýst hefur verið stytta prótínið þá mætti búast við að tap eðlilegu samsætunnar eða breyting á henni við stökkbreytingu í lík- amsfrumu hefði í för með sér að flestar af blöðrum lituðust ekki. Sú staðreynd að sjúk- dómurinn getur komið fram á fósturskeiði mælir einnig gegn tveggja atburða tilgátunni. Itarlegar rannsóknir á tjáningu prótínsins í blöðruþekju og mat á stökkbreytingum í lík- amsfrumum eru nauðsynlegar til að ráða fram úr þessu vandamáli. Dýralíkön geta gefið vísbendingar um sam- spil stökkbreytinga og sjúkdómsmyndar, en dýralíkön af blöðrunýrum hafa ekki reynst hafa nægilega mikið sameiginlegt með arfgengum blöðrunýrum hjá mönnum hvað snertir arfgerð og svipgerð. Arfgeng blöðrunýru í nagdýrum er erfðafræðilega flókinn sjúkdómur og stökk- breytingar hafa verið kortlagðar á ýmsa litn- inga. PKDl genið í músum er staðsett á litningi
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.