Læknablaðið - 15.01.1999, Side 60
52
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 '
stofnunar, fagfélags eða opinberra aðila) og
hvort hún var gerð í samræmi við ákvæði Hels-
inkiyfirlýsingarinnar frá 1975 (endurskoðuð
1983). Ekki skal nota nöfn fólks, upphafsstafi,
fæðingardag eða sjúkraskrárnúmer, einkum skal
þess gætt á myndum (röntgenmyndum og þess
háttar).
Staðtöluleg úrvinnsla gagna: Lýsa skal að-
ferðum stuttlega með tilvitnun í aðgengileg rit.
geta tölvuforrita sem notuð voru. Gæta skal ná-
kvæmni eins og unnt er og greina tölulegar
upplýsingar með mæliskekkju eða óvissu (til
dæmis staðalfráviki eða vikmörkum (confi-
dence limits)) þegar slíkt er hægt.
Niðurstöður: Lýsa ber niðurstöðum í rök-
rænni röð í texta, töflum og myndum. Forðast
skal að endurtaka allar upplýsingar í töflum og
myndum í texta, einungis skal leggja áherslu á
meginatriði. Ekki skal greina frá sömu upplýs-
ingum bæði í töflu og á mynd.
Umræða: Leggja ber áherslu á niðurstöður
rannsóknarinnar sjálfrar, hvað af henni megi
læra, hvað sé nýtt og mikilvægt í niðurstöðun-
um. Ekki skal reynt að skrifa yfirlitsgrein um
efnið í heild, slíkt á heima í yfirlitsgreinum (re-
views), ekki greinum sem birta rannsóknarnið-
urstöður (original articles). Hins vegar skal
leggja áherslu á tengsl niðurstaðnanna við
skyldar rannsóknir, gildi þeirra og takmarkanir
og mikilvægi fyrir ítarlegri rannsóknir. Forðast
ber vangaveltur sem ekki eru studdar af niður-
stöðunum eða úr samhengi við þær. Ráðlegg-
ingar sem byggja á niðurstöðum rannsóknar-
innar, um greiningu vandamála og meðferð eru
hins vegar sjálfsagðar.
Þakkir: Þakka skal samstarfsaðilum sem lagt
hafa hönd á plóginn við framkvæmd og úr-
vinnslu en ekki nægilega til að réttlæta sæti
meðhöfundar (sjá að ofan). Hér má nefna þá
sem hafa veitt ýmsa tæknilega aðstoð, aðstoðað
við hluta gagnasöfnunar, veitt ráð um staðtölu-
lega útreikninga og svo framvegis. Ennfremur
er rétt að þakka þeim sem hafa greitt götu höf-
unda, til dæmis yfirmanni deildar, þeim er veita
aðgang að tækjabúnaði í þeirra umsjá og fleira.
Yfirleitt er ekki ástæða til að þakka aðkeypta
aðstoð sem greitt er fyrir fullu verði. Síðast en
ekki síst ber að geta allra styrkveitinga til rann-
sóknarinnar og þakka fyrir þær.
Hcimildir: Heimildir skulu tölusettar í þeirri
röð, sem þær koma fyrir í texta. Dæmi: „Því er
haldið fram (1), að...en síðari rannsóknir (2)
leiddu í ljós.... ineðferð hefur breyst með
tilkomu nýrra lyfja (3).....áður höfðu menn
talið (4)...“.
Fara skal eftir þeim dæmum sem hér eru tal-
in að neðan, en þau eru byggð á formi því sem
notað er í Index Medicus. Greint skal frá nöfn-
um höfunda, samkvæmt enskri ritvenju. Til-
greina ber alla höfunda, nema þeir séu fleiri en
sex. Þá skal geta sex og gefa til kynna með orð-
unum, et al., að þeir séu fleiri. Þessu næst komi
allur greinartitill, þá nafn tímarits í styttingu í
samræmi við Index Medicus (List of Journals
Indexed: http://www.nlm.nih.gov); birtingarár,
árgangur (bindi); blaðsíðutal (fyrsta-síðasta).
Bækur skulu tilfærðar: Höfundur, bókartitill,
útgáfustaður, útgefandi, útgáfuár. Tilvitnanir í
greinar sem samþykktar hafa verið til birtingar
skulu gerðar eins og að ofan greinir, á eftir heiti
rits standi „Bíður birtingar, ártal“ eða „In press,
ártal“. Almennt er rétt að forðast eftir föngum
tilvitnanir í ágrip, „óbirtar niðurstöður" og
„persónulegar upplýsingar“ (eingöngu inni í
texta þar sem getið skal einstaklings og hvenær
upplýsingar eru fengnar). Tilvitnun í munnleg-
ar upplýsingar er óheimil.
Dæmi um rétta uppsetningu tilvitnana:
Tímarit
• Venjuleg tímaritsgrein:
1. Hannesson G. Islenskt læknafélag. Lækna-
blaðið 1915; 1: 3.
2. Mann JM, Chin J. AIDS: A global
perspective. N Engl J Med 1988; 319: 302-3.
• Samtök eða nefnd sem höfundar:
3. The Committee on Enzymes of the
Scandinavian Society for Clinical Chemistry
and Clinical Physiology. Recommended met-
hod for the determination of gammaglutamyl-
transferase in blood. Scand J Clin Lab Invest
1976; 36: 119-25.
• Nafnlaus grein:
4. Anonymous. Coffee drinking and cancer
of the pancreas (editorial). Br Med J 1981; 283:
628.
• Fylgirit:
5. Frumin AM, Nussbaum J, Esposito M.
Functional asplenia: demonstration of splenic
activity by bone marrow scan (abstract). Blood
1979; 54/Suppl. 1: 26a.
• Tímarit með sérhlaðsíðutali í hverju hefti:
6. Seaman WB. The case of the pancreatic
pseudocyst. Hosp Pract 1981; 16 (Sep): 24-5.