Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1999, Side 84

Læknablaðið - 15.01.1999, Side 84
72 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 Fimmtán ár með alnæmi Lyfin hafa breytt miklu en lækning er ekki í augsýn - segir Sigurður B. Þorsteinsson smitsjúkdómalæknir um framfarir í meðferð alnæmissjúklinga Sigurður B. Þorsteinsson smitsjúkdómalœknir á Landspítalanum. Á nýliðnu ári voru 15 ár frá því alnæmisveiran HIV greindist í fyrsta sinn hér á landi. Á þessuni tíma hafa 120 manns greinst með HIV- veiruna en af þeim hafa 45 fengið alnæmi og 32 látist úr sjúkdómnum. Læknavísind- in eru enn ekki búin að ná tökum á þessum skæða sjúk- dómi en samt hafa unnist ýmsir áfangasigrar í barátt- unni gegn honum. Ný lyf hafa komið til sögunnar sem reynst hafa nothæf til þess að halda veirunni í skefjum, í það minnsta tímabundið, en bólusetning er enn ekki í sjónmáli. Einn þeirra lækna sem helg- að hafa starfskrafta sína með- höndlun alnæmissjúklinga er Sigurður B. Þorsteinsson smitsjúkdómalæknir á Land- spítalanum. Læknablaðið tók hann tali um þróun alnæmis, bæði hér á landi og erlendis. „Það hefur hægt á útbreiðslu alnæmis hér á landi en þó hafa verið að smitast einstaklingar á eins til tveggja mánaða fresti síðustu tvö árin. Það hefur orðið sú breyting á að nýsmit- un hjá hommum er orðin mjög lítil en þeir sem smitast eru fyrst og fremst gagnkynhneigt fólk. Þessi þróun helst í hendur við það sem gerst hefur á Vesturlöndum. Hins vegar höfum við sloppið við smit meðal sprautufíkla hér á landi en það hefur verið töluvert al- gengt erlendis.“ - Hvað veldur? „Ég held að það sé fyrst og fremst heppni því að aðrar veirur sem smitast með spraut- um, svo sem lifrarbólga C, eru mjög útbreiddar hér. Það er því ljóst að sá siður er útbreiddur hjá íslenskum sprautufíklum að skiptast á sprautum og smita þannig hver annan. Sem betur fer virðist HlV-veiran ekki hafa náð neinni fótfestu hjá þessu fólki. En þetta gæti verið tímasprengja því um leið og einhver sprautufíkill fær HlV-veiruna gæti hún borist mjög hratt út í hópnum.“ Að fyrirbyggja stökkbreytingar - En hvað um dauðsföll af völdum alnæmis? „Þeim hefur fækkað víðast hvar á Vesturlöndum. Til dæmis má nefna að í Banda- ríkjunum hefur dauðsföllum fækkað um meira en helming frá því sem var fyrir nokkrum árum og í sumum löndum hef- ur þeim fækkað allt upp í 70 af hundraði. Ástæðan er aðallega sú að ný lyf hafa komið til sögunnar sem haldið geta sjúkdómnum niðri,“ segir Sig- urður og sýnir blaðamanni línurit frá Bandaríkjunum sem staðfestir það að eftir að lyfin komu til sögunnar árið 1996 hefur dauðsföllum snarfækk- að. En það kemur fleira til. „Við þetta bætist að tíðni tækifærissýkinga sem fylgt hafa lokastigi sjúkdómsins hefur minnkað verulega. Þar á ég við pneumocystis-lungna- bólgu, ódæmigerða (atypical)
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.