Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.01.1999, Side 86

Læknablaðið - 15.01.1999, Side 86
74 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 jafnvel valdið snemmkominni kransæðastíflu, og sykurþol minnkar. Þetta dregur að sjálf- sögðu úr notkunarmöguleik- um lyfjanna og ekki gott að sjá hvaða áhrif þetta hefur í framtíðinni. Svo getur töflufjöldinn valdið erfiðleikum en vegna þess að við beitum mörgum lyfjum saman getur hann farið upp í 30 töflur, hylki eða lyfjablönduskammta á dag og það fylgir því mikið álag að taka slíkt magn inn árum sam- an. Það getur því orðið mikil freisting fyrir sjúklinginn að hvíla sig á lyfjunum en við leggjum höfuðáherslu á með- ferðarheldnina, það má ekki slaka á því um leið og með- ferðinni er hætt fer veirufjöld- inn vaxandi og hættan á ónæmi eykst.“ Takmarkaður árangur er betri en enginn - En hvað um þá sem ekki þola lyfin? „Það er í rauninni enginn nýr lyfjaflokkur í sjónmáli, en mörg lyf í þróun sem tilheyra þeim lyfjaflokkum sem nú eru notaðir. Að vísu eru til lyf sem verka ekki á veiruna en styrkja ónæmiskerfið sem hugsanlega mætti nota með einhverjum hinna lyfjanna. En hingað til hafa ónæmishvetjandi lyf ekki slegið í gegn, satt að segja. Sá árangur sem náðst hefur er fyrst og fremst að þakka bar- áttunni við veiruna sjálfa. En það kann enginn svarið við þvf sem gerist þegar búið er að nota þrjú eða fjögur lyf saman og samt koma upp ónæmir stofnar af veirunni. Það er reynt að breyta lyfja- blöndunni og stundum tekst það en því miður eru til ein- staklingar sem ekki þola þau lyf sem gætu dugað til að bæla veiruna almennilega. En jafnvel þótt ekki takist að bæla veiruna fullkomlega virðist vera gagn að því að minnka veirumagnið, það lengir líf og fækkar fylgikvill- um. Takmarkaður árangur er betri en enginn og sjúklingum líður betur en áður. Það hafa menn lært af reynslunni." - Er það þín tilfinning að árvekni fólks gagnvart al- næmishættunni hafi minnkað? „Um það er erfitt að dæma. Kannanir hafa sýnt að al- menningur veit töluvert mikið um smitleiðir alnæmisveir- unnar en hvernig fólki tekst svo að fóta sig í tilverunni er annað mál. En það verður ekki of oft sagt við fólk að raun- veruleikinn er þannig að fólk getur ekki farið út um helgar og endað uppi í rúmi með ein- hverjum sem það þekkir ekki án þess að taka áhættu á því að fá eitthvað sem ekki er hægt að lækna. Slíkt getur leitt til alnæmissmits þótt líkurnar séu ef til vill ekki miklar.“ Bóluefni ekki í sjónmáli - Við höfum rætt um lyfja- meðferð gegn alnæmi en hvað um bóluefni, er það ekki í sjónmáli? „Það eru hafnar bólusetn- ingartilraunir, sú stærsta er í Tælandi þar sem ástandið er afar slæmt enda vændi mjög útbreitt. Slíkar tilraunir taka óratíma og enn hefur ekkert komið út úr þeim. Það er verið að prófa ýmsa mótefnavaka í ýmsum blöndum en ég sé það ekki leysa vandann alveg á næstu árum, nema Margrét Guðnadóttir verði til þess en um það vil ég engu spá. En þótt við getum verið borginmannleg hér á landi þá er svo ekki alls staðar í heim- inum. Yfirvöld hér á landi hafa aldrei lagt stein í götu lyfjameðferðar alnæmissjúk- linga þótt hún sé dýr og geti kostað á annað hundrað þúsund krónur á mánuði fyrir einn sjúkling. En það sama er ekki uppi á teningnum í stór- um hlutum heimsins. Ef við lítum til Afríku sunnan Sahara þá eru heildarframlög til heil- brigðismála á einstakling inn- an við 10 bandaríkjadalir á ári í sumum löndum. Þar er ekki mikið afgangs til að borga fyr- ir alnæmislyf enda heldur far- aldurinn þar áfram á sama og jafnvel meiri hraða en áður. Astandið er víða hörmulegt, einkum hjá börnum sem ýmist eru að deyja sjálf eða missa foreldra sína. Þar er alnæmi gífurlegt heilbrigðisvandamál og enginn endir á því sjáan- legur. Það er enginn tilbúinn að setja það fjármagn sem þarf í meðferð á alnæmissjúk- lingum. Eina vonin fyrir þessi lönd er að bóluefni finnist. Að vísu gæti meðferð HlV-já- kvæðra verðandi mæðra á með- göngutímanum dregið mjög úr fæðingu barna með smit en sú meðferð er ekki nándar nærri eins dýr og meðferð al- næmissjúklinga til frambúð- ar,“ segir Sigurður B. Þor- steinsson. -ÞH
Side 1
Side 2
Side 3
Side 4
Side 5
Side 6
Side 7
Side 8
Side 9
Side 10
Side 11
Side 12
Side 13
Side 14
Side 15
Side 16
Side 17
Side 18
Side 19
Side 20
Side 21
Side 22
Side 23
Side 24
Side 25
Side 26
Side 27
Side 28
Side 29
Side 30
Side 31
Side 32
Side 33
Side 34
Side 35
Side 36
Side 37
Side 38
Side 39
Side 40
Side 41
Side 42
Side 43
Side 44
Side 45
Side 46
Side 47
Side 48
Side 49
Side 50
Side 51
Side 52
Side 53
Side 54
Side 55
Side 56
Side 57
Side 58
Side 59
Side 60
Side 61
Side 62
Side 63
Side 64
Side 65
Side 66
Side 67
Side 68
Side 69
Side 70
Side 71
Side 72
Side 73
Side 74
Side 75
Side 76
Side 77
Side 78
Side 79
Side 80
Side 81
Side 82
Side 83
Side 84
Side 85
Side 86
Side 87
Side 88
Side 89
Side 90
Side 91
Side 92
Side 93
Side 94
Side 95
Side 96
Side 97
Side 98
Side 99
Side 100
Side 101
Side 102
Side 103
Side 104
Side 105
Side 106
Side 107
Side 108
Side 109
Side 110
Side 111
Side 112
Side 113
Side 114
Side 115
Side 116

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.