Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.01.1999, Síða 92

Læknablaðið - 15.01.1999, Síða 92
80 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 fyrir sér hverju það sætti að klínísku fögin virðast verða útundan þegar unglæknar velja sér starf. Menn komust ekki að neinni niðurstöðu en þær ályktanir mátti draga af umræðunni að kennsla í læknadeild beinist um of að stofnanalækningum með áherslu á hátækni og vísinda- rannsóknir. Læknastúdentar kæmust alltof seint í náminu í snertingu við sjúklinga og því um að kenna að alltof mikið af sjúklinga-„efniviðnum“ væri stundaður á einkastofum þar sem stúdentar eru hvergi nærri. Þá mætti hugsanlega rekja rót dræmrar nýliðunar í skurð- lækningum til þess að læknar leggi meiri áherslu en áður á eðlilegan vinnutíma og sam- vist við fjölskylduna og það tengdist meðal annars fjölgun kvenna í stéttinni. Sú staðreynd er ljós flestum þeim sem fylgst hafa með þróun læknisfræðinnar um langa ævi að áherslur hafa breyst með breyttu þjóðfélagi. Hin nánu tengsl læknis og sjúklings hafa rofnað og því orðið trúnaðarrof milli lækna- stéttarinnar og almennings sem meðal annars birtist í uppgangi skottulækninga, þar sem jafnvel læknar sjálfir hafa gengið á mála hjá postulum allsherjarlausna á sjúkdóma- fári mannkynsins. Getur verið að lækna- kennslan sé veruleikafirrt þannig að meiri áhersla sé lögð á að halda í gamlar hefðir en að laga hana að tímalegum þjóðfélagsstaðreyndum? Eða er þessu kannski öfugt farið? Hefur tæknihyggjan hlaupið framúr mannúðarhyggjunni, sem um aldir hefur verið und- irstaða samskipta lækna og sjúklings? Spumingunum verð- ur hugsanlega svarað á nýrri öld. Samskipti lækna og lyfjafyrirtækja í októberhefti Læknablaðs- ins birtist forystugrein eftir prófessor Magnús Jóhannsson þar sem fram kom nokkur gagnrýni á samskipti lækna og lyfjafyrirtækja. Tilefnið var athugun á áhrifum fjárhags- legra tengsla lækna á afstöðu þeirra til öryggis tiltekins lyfja- flokks. í ljós kom að greinileg fylgni var milli þessara þátta þótt ekki væri með vissu hægt að slá neinu föstu um orsaka- sambandið. Magnús hvatti til skoðunar á sambandi lyfja- fyrirtækja og lækna hér á landi og benti réttilega á að það þjónaði hagsmunum beggja að hindra óeðlileg hagsmunatengsl. Lyfjafyrirtækjum er nauð- syn á að koma upplýsingum á framfæri um framleiðslu sína til lækna enda eru þeir eini leyfilegi markhópurinn fyrir sérlyf. Einnig er læknum nauðsynlegt að kynnast nýj- ungum í þróun lyfja og við- halda þekkingu sinni í lyfja- meðferð. Samskipti lækna og lyfjafyrirtækja hljóta því að vera mikil og víst er að fyrir- tækin skoða vel á hvem hátt er best að koma upplýsingum um framleiðslu sína á framfæri við lækna. Þessi mál hafa af og til ver- ið til skoðunar meðal lækna. Árið 1987 samþykkti stjórn Félags íslenskra heimilis- lækna leiðbeiningar til lækna um samskipti þeirra og lyfja- fyrirtækja. Árið 1991 skipaði stjórn LÍ í kjölfar aðalfundarsamþykkt- ar þriggja manna nefnd til að skoða þessi samskipti og birt- ust drög að leiðbeiningum í Fréttabréfi lækna. Þessi drög voru um margt svipuð leið- beiningum stjórnar FÍH frá 1987 en mun ítarlegri og studd tilvísunum í lög og siðareglur. Frá því þessi drög voru birt hefur verið nokkur umræða um samskipti lækna og lyfjafyrirtækja og ný tækni er að breyta þessum samskiptum, til dæmis með tilkomu internetsins. Á stjórnarfundi LI var ný- lega fjallað um þessi mál. Ákveðið var að skipa starfs- hóp sem falið er að vinna leið- beiningar fyrir lækna um sam- skipti þeirra við lyfjafyrir- tæki. Til grundvallar þeirri vinnu liggja leiðbeiningar FÍH frá 1987 og drögin frá 1991 og hafðar verða til hlið- sjónar þær reglur og lög sem síðan hafa verið sett og sem hugsanlega geta haft áhrif í þessu máli. Ekki er unnt að setja reglur sem fara verður eftir í einu og öllu en mikil- vægt er engu að síður að birta leiðbeiningar á þessu sviði. Stefnt er að því að kynna þessar leiðbeiningar á for- mannaráðstefnu á vori kom- anda og birta þær svo á vett- vangi lækna Jón Snædal
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100
Síða 101
Síða 102
Síða 103
Síða 104
Síða 105
Síða 106
Síða 107
Síða 108
Síða 109
Síða 110
Síða 111
Síða 112
Síða 113
Síða 114
Síða 115
Síða 116

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.