Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1999, Side 29

Læknablaðið - 15.11.1999, Side 29
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 879 Mynd 3. Viðíal við geðlœkni með hjálp fjarfundabúnaðar (enginn sjúklingur sést á myndinni). kostnaður verður reyndar hærri). Þannig er jafn- framt hægt að samnýta búnað betur þegar fjar- fundabúnaður er kominn inn í tölvuna (mynd 1). Þróun fjarlækninga á íslandi Fjarlækningar eru eitt af atriðum í stefnu- mótun Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyt- isins og birtist í skýrslunni Stefnumótun í upp- lýsingamálum innan heilbrigðiskerfisins (9). Þar er meðal annars fjallað um hvernig fjar- lækningar geta haft áhrif á hvemig heilbrigðis- þjónusta er veitt öllum landsmönnum. Bent er á nokkrar leiðir sem þarf að útfæra betur og jafn- framt að byggja upp fjarlækningar samhliða notkun upplýsingatækni í heilbrigðiskerfinu. Umræða hefur verið um markmið með fjar- lækningum í íslensku heilbrigðiskerfi og þau má setja fram á eftirfarandi hátt: • Auka aðgengi almennings að heilbrigðis- þjónustu. • Auka aðgengi almennra lækna að ráðgjöf sérfræðings. • Skipuleggja símenntun fyrir heilbrigðis- starfsfólk. • Hafa áhrif á sjúkraflutninga (minnka þá ?). • Fjarlækningar á að þróa þannig að þær verði hluti af heilbrigðisþjónustu. • Með rannsóknum og notkun á fjarlækning- um á að leitast við að skipuleggja samskipti og þjónustu í heilbrigðiskerfinu. • Þróa fjarlækningar til að auka þekkingu og þjónustu, þjóðlega og alþjóðlega. Ohjákvæmilega fá sérfræðistofnanir mikil- vægt hlutverk við útfærslu og skipulagningu á þjónustu með fjarlækningum, fyrir klíníska þjónustu, fræðslustarfsemi og kennslu. Slíkar Mynd 4. Fœranlegur búnaður jyrir fjarlœkningar (MobileMed- ic). I töskunni er tölva, sérhœfður hugbúnaður, höfuðtól, stafrœn myndavél, hjartalínuriti (EKG), mœlir fyrir súrefnismettun, hita- mœl ir og farsími/gervihnattasími. stofnanir verða einnig mótandi á sviði fjar- lækninga á landinu, bæði fyrir klíník og tækni. Fjölmörg þróunarverkefni eru hafin hér á landi. Hér á eftir er hverju verkefni lýst fyrir sig en síðar er komið að ýmsum hindrunum sem hafa komið upp og hvaða skipulagsbreyt- ingar fjarlækningar kalla á. • Fjargreining röntgenmynda, sendingar röntgenmynda Tilraunaverkefni milli röntgendeildar Land- spítala og Sjúkrahúss Vestmannaeyja 1991- 1995. Reynslan af því verkefni leiddi til áætl-

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.