Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1999, Side 30

Læknablaðið - 15.11.1999, Side 30
880 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 unar um að tengja 16 staði sem taka töluvert magn af röntgenmyndum, veita umfangsmikla heilbrigðisþjónustu eða eru þannig landfræði- lega staðsettir að sérfræðiráðgjöf er nauðsyn- leg. Nú eru sex staðir sem senda myndir til Landspítalans og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri (FSA). Fyrir fjarskipti er notuð ISDN lína og sérstakur myndskanni fyrir röntgen- fílmurnar sem er framleiddur á Islandi (10). • Sending á sónarmynd, mæðraskoðun og ómskoðun Mæðraskoðun og ómskoðun á meðgöngu teljast til grundvallarþjónustu í okkar heil- brigðiskerfi. Ómtæki (sónartæki) eru til staðar á mörgum sjúkrahúsum og heilsugæslustöðv- um á landinu. Ómskoðunin er hins vegar um margt flókin rannsókn. Gæði rannsóknarinnar er háð hæfni skoðandans og mikla þekkingu þarf til að geta túlkað myndirnar. Ómtæki hafa verið keypt til margra heilbrigðisstofnana á landinu án þess að þar sé tryggt að nægileg þekking sé fyrir notkun þeirra. Nú þegar hefur kvennadeild Landspítalans boðið upp á nám- skeið í notkun ómtækja fyrir lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk. Með því að tengja slíka þjálfun og notkun tækjanna með fjarlækning- um má auka öryggi og gæði rannsóknanna. I gangi er tilraunaverkefni á milli Heilbrigð- isstofnunarinnar Seyðisfirði og kvennadeildar Landspítalans um sendingu á sónarmynd með fjarfundabúnaði sem tengist ISDN símalínu (mynd 2). Tilraunin hófst í desember 1998. • Geðlæknisþjónusta Geðlæknisþjónusta er eingöngu til staðar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Nokkur dæmi eru um að boðið hafi verið upp á geð- læknisþjónusta annars staðar á landinu. Tilraun um samstarf á sviði geðlækninga á milli geðdeildar Landspítalans og Heilbrigðis- stofnunar Patreksfjarðar hófst í ársbyrjun 1999. í fyrstu var byrjað á viðtölum á staðnum og fór sérfræðingur vestur. Síðan var fjarfundabúnað- ur notaður í tengslum við þjónustuna (mynd 3). Gert er ráð fyrir að verkefnið standi yfir í eitt ár sem tilraun. Að því loknu mun útkoman verða metin og niðurstöður notaðar til að ákveða um framhaldið. Sams konar þjónusta er hafin við Heilbrigðisstofnunina í Neskaupstað og hafa einnig verið gerðar tilraunir þar með notkun fjarfundabúnaðar. • ATM rannsóknarnet Landspítalinn er í samvinnu við Landsímann um að nota öfluga fjarskiptatækni (svonefnda ATM tækni) fyrir fjarlækningar. Með slíkri tækni má senda upplýsingar á mun styttri tíma og með betri gæðum (fyrir fjarfundabúnað) en með símalínum og ISDN línum. Samstarfsstaðir eru FSA og Sjúkrahús Suðurlands Selfossi. Prófa á sendingu sónarmynda (með fjarfundabúnaði) og röntgenrannsóknir. Verkefnið hófst 1998. • Fjarkennsla Síðastliðinn vetur voru fræðslufundir frá handlækningadeild háskólans í Yale, Connecti- cut, Bandaríkjunum sendir til Landspítalans með fjarfundabúnaði. Deildarlæknar, aðstoðar- læknar og sérfræðingar Landspítalans sóttu fyrirlestrana sem voru haldnir í fjarfundasal Landspítalans í Eirbergi. • Evrópuverkefni á sviði bráðalækninga Landspítalinn og Sjúkrahús Reykjavíkur vinna í sameiningu að Evrópuverkefni (tele- matics áætlun) um að nota fjarlækningar í bráðalækningum (Worldwide Emergency Tele- medicine Services, WETS). Sérstök áhersla verður lögð á það í verkefninu að bæta heil- brigðisþjónustu við sjófarendur. Miðstöð slíkr- ar þjónustu er á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, á slysadeild, en bráðaþjónusta mun einnig verða frá bráðamóttöku Landspítalans. Samstarfs- lönd eru Grikkland, Ítalía og Spánn. Verkefnið hófst árið 1998. Notaður er fjarlækningabún- aður sem hannaður er hér á landi í samvinnu við fyrirækið Skyn ehf. (mynd 4). Notkun bún- aðar og samskipti með sjúklingagögn er nú samstarfsverkefni nokkurra fyrirtækja og ein- staklinga (11). Eftirfarandi verkefni eru í undirbúningi eða eru hafín • Bráðaþjónusta á Norður-Atlantshafi í framhaldi af Evrópuverkefni eru Landspít- alinn og Sjúkrahús Reykjavíkur saman í verk- efni sem er styrkt af NORA (Norræna Atlants- nefndin, stofnun um byggðamál norðvestur svæðanna: N-Noregs, Færeyja, Islands og Græn- lands) um að þróa heildstæða þjónustu fyrir heilbrigðismál sjófarenda á N-Atlantshafi. Sam- starfsaðilar eru frá Færeyjum og Grænlandi. Verkefnið hefst árið 1999.

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.