Læknablaðið

Árgangur

Læknablaðið - 15.11.1999, Síða 30

Læknablaðið - 15.11.1999, Síða 30
880 LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 unar um að tengja 16 staði sem taka töluvert magn af röntgenmyndum, veita umfangsmikla heilbrigðisþjónustu eða eru þannig landfræði- lega staðsettir að sérfræðiráðgjöf er nauðsyn- leg. Nú eru sex staðir sem senda myndir til Landspítalans og Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri (FSA). Fyrir fjarskipti er notuð ISDN lína og sérstakur myndskanni fyrir röntgen- fílmurnar sem er framleiddur á Islandi (10). • Sending á sónarmynd, mæðraskoðun og ómskoðun Mæðraskoðun og ómskoðun á meðgöngu teljast til grundvallarþjónustu í okkar heil- brigðiskerfi. Ómtæki (sónartæki) eru til staðar á mörgum sjúkrahúsum og heilsugæslustöðv- um á landinu. Ómskoðunin er hins vegar um margt flókin rannsókn. Gæði rannsóknarinnar er háð hæfni skoðandans og mikla þekkingu þarf til að geta túlkað myndirnar. Ómtæki hafa verið keypt til margra heilbrigðisstofnana á landinu án þess að þar sé tryggt að nægileg þekking sé fyrir notkun þeirra. Nú þegar hefur kvennadeild Landspítalans boðið upp á nám- skeið í notkun ómtækja fyrir lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk. Með því að tengja slíka þjálfun og notkun tækjanna með fjarlækning- um má auka öryggi og gæði rannsóknanna. I gangi er tilraunaverkefni á milli Heilbrigð- isstofnunarinnar Seyðisfirði og kvennadeildar Landspítalans um sendingu á sónarmynd með fjarfundabúnaði sem tengist ISDN símalínu (mynd 2). Tilraunin hófst í desember 1998. • Geðlæknisþjónusta Geðlæknisþjónusta er eingöngu til staðar á höfuðborgarsvæðinu og á Akureyri. Nokkur dæmi eru um að boðið hafi verið upp á geð- læknisþjónusta annars staðar á landinu. Tilraun um samstarf á sviði geðlækninga á milli geðdeildar Landspítalans og Heilbrigðis- stofnunar Patreksfjarðar hófst í ársbyrjun 1999. í fyrstu var byrjað á viðtölum á staðnum og fór sérfræðingur vestur. Síðan var fjarfundabúnað- ur notaður í tengslum við þjónustuna (mynd 3). Gert er ráð fyrir að verkefnið standi yfir í eitt ár sem tilraun. Að því loknu mun útkoman verða metin og niðurstöður notaðar til að ákveða um framhaldið. Sams konar þjónusta er hafin við Heilbrigðisstofnunina í Neskaupstað og hafa einnig verið gerðar tilraunir þar með notkun fjarfundabúnaðar. • ATM rannsóknarnet Landspítalinn er í samvinnu við Landsímann um að nota öfluga fjarskiptatækni (svonefnda ATM tækni) fyrir fjarlækningar. Með slíkri tækni má senda upplýsingar á mun styttri tíma og með betri gæðum (fyrir fjarfundabúnað) en með símalínum og ISDN línum. Samstarfsstaðir eru FSA og Sjúkrahús Suðurlands Selfossi. Prófa á sendingu sónarmynda (með fjarfundabúnaði) og röntgenrannsóknir. Verkefnið hófst 1998. • Fjarkennsla Síðastliðinn vetur voru fræðslufundir frá handlækningadeild háskólans í Yale, Connecti- cut, Bandaríkjunum sendir til Landspítalans með fjarfundabúnaði. Deildarlæknar, aðstoðar- læknar og sérfræðingar Landspítalans sóttu fyrirlestrana sem voru haldnir í fjarfundasal Landspítalans í Eirbergi. • Evrópuverkefni á sviði bráðalækninga Landspítalinn og Sjúkrahús Reykjavíkur vinna í sameiningu að Evrópuverkefni (tele- matics áætlun) um að nota fjarlækningar í bráðalækningum (Worldwide Emergency Tele- medicine Services, WETS). Sérstök áhersla verður lögð á það í verkefninu að bæta heil- brigðisþjónustu við sjófarendur. Miðstöð slíkr- ar þjónustu er á Sjúkrahúsi Reykjavíkur, á slysadeild, en bráðaþjónusta mun einnig verða frá bráðamóttöku Landspítalans. Samstarfs- lönd eru Grikkland, Ítalía og Spánn. Verkefnið hófst árið 1998. Notaður er fjarlækningabún- aður sem hannaður er hér á landi í samvinnu við fyrirækið Skyn ehf. (mynd 4). Notkun bún- aðar og samskipti með sjúklingagögn er nú samstarfsverkefni nokkurra fyrirtækja og ein- staklinga (11). Eftirfarandi verkefni eru í undirbúningi eða eru hafín • Bráðaþjónusta á Norður-Atlantshafi í framhaldi af Evrópuverkefni eru Landspít- alinn og Sjúkrahús Reykjavíkur saman í verk- efni sem er styrkt af NORA (Norræna Atlants- nefndin, stofnun um byggðamál norðvestur svæðanna: N-Noregs, Færeyja, Islands og Græn- lands) um að þróa heildstæða þjónustu fyrir heilbrigðismál sjófarenda á N-Atlantshafi. Sam- starfsaðilar eru frá Færeyjum og Grænlandi. Verkefnið hefst árið 1999.
Síða 1
Síða 2
Síða 3
Síða 4
Síða 5
Síða 6
Síða 7
Síða 8
Síða 9
Síða 10
Síða 11
Síða 12
Síða 13
Síða 14
Síða 15
Síða 16
Síða 17
Síða 18
Síða 19
Síða 20
Síða 21
Síða 22
Síða 23
Síða 24
Síða 25
Síða 26
Síða 27
Síða 28
Síða 29
Síða 30
Síða 31
Síða 32
Síða 33
Síða 34
Síða 35
Síða 36
Síða 37
Síða 38
Síða 39
Síða 40
Síða 41
Síða 42
Síða 43
Síða 44
Síða 45
Síða 46
Síða 47
Síða 48
Síða 49
Síða 50
Síða 51
Síða 52
Síða 53
Síða 54
Síða 55
Síða 56
Síða 57
Síða 58
Síða 59
Síða 60
Síða 61
Síða 62
Síða 63
Síða 64
Síða 65
Síða 66
Síða 67
Síða 68
Síða 69
Síða 70
Síða 71
Síða 72
Síða 73
Síða 74
Síða 75
Síða 76
Síða 77
Síða 78
Síða 79
Síða 80
Síða 81
Síða 82
Síða 83
Síða 84
Síða 85
Síða 86
Síða 87
Síða 88
Síða 89
Síða 90
Síða 91
Síða 92
Síða 93
Síða 94
Síða 95
Síða 96
Síða 97
Síða 98
Síða 99
Síða 100

x

Læknablaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.