Læknablaðið

Årgang

Læknablaðið - 15.11.1999, Side 53

Læknablaðið - 15.11.1999, Side 53
LÆKNABLAÐIÐ 1999; 85 899 Bjarni Torfason. Ingunn Vilhjáhnsdóttir. Þórir Björn Kolbeinsson. Hún lauk máli sínu á því að benda á að vinnutímanefndin hefði lagt töluverða vinnu í að finna raunhæfar leiðir til að breyta vinnufyrirkomulagi lækna og laga það að tilskip- uninni. Brýnt væri að læknar tækju þátt í því starfi hver á sínum vinnustað. Ef tilskipun- in yrði látin gilda um lækna án verulegrar aðlögunar að ís- lensku heilbrigðiskerfi myndi það annað hvort leiða til skertrar þjónustu sjúkrastofn- ana eða að læknar myndu reyna að halda þjónustustig- inu uppi með því að leggja fram ólaunaða vinnu. Hvort tveggja væri óviðunandi. Vinnutími skurðlækna Næstur talaði Bjarni Torfa- son skurðlæknir á Landspítal- anum og fjallaði um þá spurn- ingu hvort stytting vinnutím- ans væri lfkleg til að hafa áhrif á fæmi lækna og þá einkum skurðlækna. Hann vísaði til erlendra viðmiðana sem segja að til þess að skurðlæknir haldi fæmi sinni við þurfi hann að framkvæma í það minnsta 100 skurðaðgerðir á ári. Að hans mati væri eðlilegt að miða við Arnór Víkingsson. 150 aðgerðir á ári. Bjarni fjallaði um þá stað- reynd sem mörgum vill yfir- sjást að skurðlæknar verja ekki nema litlum hluta vinnu- tímans inni á skurðstofum. Samkvæmt grein sem birtist í síðasta tölublaði Nordisk Medicin (1) er þetta hlutfall um eða innan við fimmtungur af heildarvinnutímanum. Þá er eingöngu átt við þann tíma sem skurðlæknar eru í aðgerð („skin to skin“ tími) en hvorki undirbúningur aðgerða, eftir- fylgni né skýrslugerð talin með. Þetta hlutfall er hins vegar breytilegt eftir löndum og ekki síður eftir undirgrein- um skurðlækninganna. Þannig er aðgerðatími íslenskra skurðlækna á bilinu 2,6-7,7 stundir á virka vinnuviku. Virkur vinnutími skurð- lækna yfir árið er líka breyti- legur en að frádregnum sum- arleyfum, námsleyfum og frí- tökurétti vegna kjarasamninga er hann á bilinu 30-40 vikur á ári hér á landi. Verði farið að vinnutímatilskipuninni má búast við því að frítökuréttur aukist þannig að 30 vinnuvik- ur á ári verði raunhæf viðmið- un um starf skurðlækna. Þess bæri að gæta að símenntun og endurmenntun væri skurð- læknum mjög mikilvæg vegna þess hversu ört þekkingin úr- eldist. Nú er talið að helming- ur nýrrar þekkingar úreldist á þremur árum. Viss undirmönnun nauðsynleg? Miðað við 30 vinnuvikur og 150 aðgerðir á ári samsvarar það einni aðgerð á dag virka daga vikunnar. Væri vinnu- tímatilskipunin látin gilda

x

Læknablaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Læknablaðið
https://timarit.is/publication/986

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.